Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 15
Moldin syngur ekki alltaf að ekki vaeri eyðandi pappír og prentsvertu í þau. Þau voru ekki birt. - Báðir þessir ritstjórar eiga fágaðan skáldskaparsmekk, og mér er þessi dómur þeirra hvorki til gleði né sorgar, hann staðfestir aðeins það sem ég var margsinnis búinn að segja sjálfum mér. [...] Ragni mín, gerðu nú samning við mig. Þú mátt ekki segja við mig: Líf- ið rennur fram hjá þér, eins og gullinn straumur. - Þetta er heldur ekki allskostar rétt, og ég er nógu skrambi duttlungafullur á köflum. - Lífið er ekki alltaf gullinn straumur fyrir skáldin, þar sem þau geti í eilífu áhyggjuleysi setið á öldunum og sungið á hörpur sínar. Ibsen sagði á gam- als aldri: Ef ég gæti byrjað á nýjan leik nú, skyldi ég ekki lifa lífinu sem skáld, en ég skyldi lifa því sem maður, - öll skáld tapa þeim möguleika. Guðmundur Einarsson myndhöggvari frá Miðdal segir: „Og alla dreymir okkur um það að „slá í gegn“ og „selja“ fyrir geysiháar fjárhæðir." Ég segi þér satt að möguleikinn til hins hæsta andlega þroska liggur ekki frekar í því að gjörast listamaður heldur en hvar sem vera skal á starfssviði daglegs lífs. - En ég segi þér líka satt að mér dettur ekki í hug að slá hörpu minni við steininn og brjóta hana í þúsund mola, mig langar aðeins til þess að mega hafa hana í friði fyrir mig og bestu vini mína. Þó get ég ekki sagt um nema skoðanir mínar kunni eitthvað að breyt- ast, og ég verði svo montinn að mig langi til þess að sjá mig á prenti. Það er fátt sem fortaka má. [...] Vertu sæl elsku Ragni mín. Þakka þér - þakka þér fyrir allt, og guð blessi þig. Drengurinn Ég sendi þér eitt kvæði. Þrátt fyrir óánægju með meðferð Sveins Sigurðssonar á ljóðinu í Eimreiðinni birtust þar á næstu árum fleiri ljóð Guðmundar sem Kristinn hafði farið með í bæinn, og smám saman vandist Guðmundur því að sjá sjálfan sig á prenti. Bréfaskipti þeirra Ragnheiðar liggja að mestu niðri eftir átökin en haustið 1936 þarf hann að leita til hennar: Reykjavík 29. sept. 1936 Góðasta Ragni mín. Nú vill Kristinn Andrésson fara að gefa mig út. Og í tilefni af því ríf ég þögnina. Hún er ekki alltaf óvinveitt. Það er til kvæði um þytinn í skóginum: En þögnin sem lá milli tveggja fjarlægra trjáa varð tengslið sem batt þau því fastar sem árin liðu. TMM 2005 • 3 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.