Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 15
Moldin syngur ekki alltaf
að ekki vaeri eyðandi pappír og prentsvertu í þau. Þau voru ekki birt.
- Báðir þessir ritstjórar eiga fágaðan skáldskaparsmekk, og mér er þessi
dómur þeirra hvorki til gleði né sorgar, hann staðfestir aðeins það sem
ég var margsinnis búinn að segja sjálfum mér. [...]
Ragni mín, gerðu nú samning við mig. Þú mátt ekki segja við mig: Líf-
ið rennur fram hjá þér, eins og gullinn straumur. - Þetta er heldur ekki
allskostar rétt, og ég er nógu skrambi duttlungafullur á köflum. - Lífið
er ekki alltaf gullinn straumur fyrir skáldin, þar sem þau geti í eilífu
áhyggjuleysi setið á öldunum og sungið á hörpur sínar. Ibsen sagði á gam-
als aldri: Ef ég gæti byrjað á nýjan leik nú, skyldi ég ekki lifa lífinu sem
skáld, en ég skyldi lifa því sem maður, - öll skáld tapa þeim möguleika.
Guðmundur Einarsson myndhöggvari frá Miðdal segir: „Og alla dreymir
okkur um það að „slá í gegn“ og „selja“ fyrir geysiháar fjárhæðir." Ég segi
þér satt að möguleikinn til hins hæsta andlega þroska liggur ekki frekar í
því að gjörast listamaður heldur en hvar sem vera skal á starfssviði daglegs
lífs. - En ég segi þér líka satt að mér dettur ekki í hug að slá hörpu minni
við steininn og brjóta hana í þúsund mola, mig langar aðeins til þess að
mega hafa hana í friði fyrir mig og bestu vini mína.
Þó get ég ekki sagt um nema skoðanir mínar kunni eitthvað að breyt-
ast, og ég verði svo montinn að mig langi til þess að sjá mig á prenti. Það
er fátt sem fortaka má. [...]
Vertu sæl elsku Ragni mín. Þakka þér - þakka þér fyrir allt, og guð
blessi þig.
Drengurinn
Ég sendi þér eitt kvæði.
Þrátt fyrir óánægju með meðferð Sveins Sigurðssonar á ljóðinu í Eimreiðinni
birtust þar á næstu árum fleiri ljóð Guðmundar sem Kristinn hafði farið með
í bæinn, og smám saman vandist Guðmundur því að sjá sjálfan sig á prenti.
Bréfaskipti þeirra Ragnheiðar liggja að mestu niðri eftir átökin en haustið 1936
þarf hann að leita til hennar:
Reykjavík 29. sept. 1936
Góðasta Ragni mín. Nú vill Kristinn Andrésson fara að gefa mig út. Og í
tilefni af því ríf ég þögnina. Hún er ekki alltaf óvinveitt. Það er til kvæði
um þytinn í skóginum:
En þögnin sem lá milli tveggja fjarlægra trjáa
varð tengslið sem batt þau því fastar sem árin liðu.
TMM 2005 • 3
13