Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Síða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Síða 22
Ármann Jakobsson eru í sögunni sjálfri en skilaboð kápunnar eru auðvitað áminning um að myndir eru líka texti og mynd Benedikts Gröndal býr til viðmið til að skilja söguna og lykilpersónuna Friðrik B. Friðjónsson grasafræðing. Bréf Friðriks í lok sögunnar styður að hann beri að skoða svipuðum augum og Gröndal og aðra rómantíska menntamenn 19. aldar, það er fullt af rómantískri íróníu og svipuðum galsa og einkennir bréf Fjölnis- manna. Það eru fleiri lyklar að Grasa-Friðriki á kápunni. Mynd Gröndals minnir okkur á að 19. aldar menn sem við þekkjum sem ljóðskáld eru ekki aðeins ljóðskáld heldur allsherjar andans menn og hið sama gildir um náttúruvísindamenn þess tíma. Okkar öld lítur (með réttu eða röngu) á raunvísindamenn sem sérhæfða nörda sem ekkert hugsa um nema tæknileg úrlausnarefni, múraðir inni í raunvísindastofnun. Þannig var 19. aldar maðurinn ekki og Grasa-Friðrik er ekki aðeins náttúruskoðandi heldur er hann „dandý“ með harðkúluhatt og reykjar- pípu í munni, minnir svolítið á Sjón sjálfan (og nafn hans ekki síst) sem er líka að finna á kápunni. Aftan á henni má sjá litla mynd af honum svarthvítum í allri litadýrðinni (því að nútíminn er svarthvítur? Eða er þetta leið „dandýsins“ til að skera sig úr litskrúðugri kápu?), með sér- kennilega húfu og dreyminn en samt einbeittan svip. Kápan er nefnilega ekki síður öguð að formi og írónísk en sagan sjálf, eins og rómantíkin átti helst að vera og módernísk skáldverk eru stundum líka. Lýsingin á söguþræðinum veitir fyrirheit um mikið melódrama. Þar er lýst strandi, ókunnri stúlku, grasafræðingi og átök- um hans við prest og allt hljómar þetta næstum eins og í Manni og konu. En í sögunni er ekkert svoleiðis drama, í raun og veru eru aðeins fimm persónur í henni, þar af ein dáin og ein úr dýraríkinu. Einu átök- in sem eru sviðsett eru milli veiðimanns og tóu. Sagan hefst á þeim og lýkur en þau eru klofin af sögu grasafræðingsins Friðriks og stúlkunnar í lífi hans sem mestmegnis er sögð í endurliti. Skugga-Baldur er ljóðræn og fáguð saga þar sem miklu efni er komið í fá orð því að aðalatriðið er ekki að troðfylla haus lesandans af upplýs- ingum heldur höfða til skynjunar hans, á svipaðan hátt og myndlist eða tónverk. En eins og í þjóðsögum og ævintýrum og í anda symbólisma nýrómantísku stefnunnar liggur þunginn í söguatburðunum sjálfum, andstæðum þeirra og skírskotunum. Sagan er hlaðin merkingu eins og ljóð eftir Snorra Fljartarson en líka svolítið súrrealísk þannig að mörk hins eðlilega og óeðlilega eru toguð í ýmsar áttir, sem kemur ekki á óvart þegar Sjón er annars vegar. 20 TMM 2005 ■ 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.