Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Síða 25
Veiðimaður, spjátrungur og innlifun
siðmenningunni; faðir hans er sakleysislegur heimilisköttur. Þannig eru
mörk náttúru og siðmenningar ekki jafn skýr og æskilegt væri og fressið
á Bollastöðum reynist vera úlfur í sauðargæru.
Tóan í manninum, Guð í rafmagninu
í Skugga-Baldri eru líka sviðsett átök náttúru og siðmenningar en mörk-
in eru jafnvel enn óljósari en hjá Jóni Árnasyni. Ekki bætir úr skák að
náttúran er margræð. Lengi vel virðist þá náttúru sem sést á kápumynd-
inni eftir Gröndal hvergi að finna. Náttúran er nöturleg, aðeins hjarn og
grjót og myndar bakgrunn fyrir átök manns og dýrs. Þá víkur sögunni
niður í Dalinn þar sem bæirnir eru snjóbunkar og maður sem kallaður
er „hálviti" séra Baldurs Skuggasonar er kominn að Brekku þar sem
Grasa-Friðrik býr. Þar reynist náttúran vera öðruvísi og nær rómantísk-
um hugmyndum eða a.m.k. ídeali Gröndals, til dæmis er þar í grennd-
inni smáskógur eða trjálundur sem hann hefur gert með sambýliskonu
sinni, „en fátt gerði þau að meiri aðhlátursfíflum í Dalsveit en ræktun
hans; og var þó að flestum athöfnum þeirra hlegið“ (bls. 78). Á þessum
forsmáða stað grefur Friðrik Öbbu sína, en kirkjugarðurinn sjálfur er
jafn nöturlegur og annað í litlu konungsríki séra Baldurs, hann er á
árbakka og í leysingum skolar áin með sér hálfétnum líkunum þaðan.
Útfararstaðirnir tveir eru eins og presturinn og grasafræðingurinn full-
trúar tveggja andstæðra hugmyndakerfa, og það er rómantísk hugsjón
grasafræðingsins sem hefur skapað trjálundinn fagra, mitt í nöturlegri
íslenskri náttúru.
Sagan hefst á leik manns og náttúru eða nánar tiltekið veiðimanns og
tóu. Maðurinn sá er ekki nefndur fyrr en í lokin þannig að fyrsti hluti
sögunnar á sér eiginlega stað utan sögulegs tíma, í náttúrunni þar sem
annar tími ríkir. Eltingarleikurinn virðist í fyrstu einkennast af gagn-
kvæmri virðingu jafningja og maðurinn fullur aðdáunar á tóunni sem
honum finnst óvenju greind og varasöm. Hann leikur dýr og virðist að
ýmsu leyti nálgast tóuna með því að tala mál sem hún skilur þó að mark-
miðið sé að fanga hana. Sjónarhornið er hjá þessum manni og eðlilegt að
lesendur fái nokkra samúð með honum. Þar að auki virðist hann náinn
náttúrunni enda kallar hann sig seinna í sögunni náttúrufræðing. Ekki
virðist hann þó stjórnast af bóklærdómi heldur eigin reynslu sem virðist
verka á hann eins og hugskeyti frá tóunni um fyrirætlanir hennar.
En öllu þessu er kollvarpað þegar við hittum manninn og tóuna aft-
ur því að þá er komið í ljós að maðurinn er Baldur Skuggason og um
hann höfum við frétt margt miður geðfellt. Fyrri hluta eltingarleiksins
TMM 2005 • 3
23