Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Síða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Síða 25
Veiðimaður, spjátrungur og innlifun siðmenningunni; faðir hans er sakleysislegur heimilisköttur. Þannig eru mörk náttúru og siðmenningar ekki jafn skýr og æskilegt væri og fressið á Bollastöðum reynist vera úlfur í sauðargæru. Tóan í manninum, Guð í rafmagninu í Skugga-Baldri eru líka sviðsett átök náttúru og siðmenningar en mörk- in eru jafnvel enn óljósari en hjá Jóni Árnasyni. Ekki bætir úr skák að náttúran er margræð. Lengi vel virðist þá náttúru sem sést á kápumynd- inni eftir Gröndal hvergi að finna. Náttúran er nöturleg, aðeins hjarn og grjót og myndar bakgrunn fyrir átök manns og dýrs. Þá víkur sögunni niður í Dalinn þar sem bæirnir eru snjóbunkar og maður sem kallaður er „hálviti" séra Baldurs Skuggasonar er kominn að Brekku þar sem Grasa-Friðrik býr. Þar reynist náttúran vera öðruvísi og nær rómantísk- um hugmyndum eða a.m.k. ídeali Gröndals, til dæmis er þar í grennd- inni smáskógur eða trjálundur sem hann hefur gert með sambýliskonu sinni, „en fátt gerði þau að meiri aðhlátursfíflum í Dalsveit en ræktun hans; og var þó að flestum athöfnum þeirra hlegið“ (bls. 78). Á þessum forsmáða stað grefur Friðrik Öbbu sína, en kirkjugarðurinn sjálfur er jafn nöturlegur og annað í litlu konungsríki séra Baldurs, hann er á árbakka og í leysingum skolar áin með sér hálfétnum líkunum þaðan. Útfararstaðirnir tveir eru eins og presturinn og grasafræðingurinn full- trúar tveggja andstæðra hugmyndakerfa, og það er rómantísk hugsjón grasafræðingsins sem hefur skapað trjálundinn fagra, mitt í nöturlegri íslenskri náttúru. Sagan hefst á leik manns og náttúru eða nánar tiltekið veiðimanns og tóu. Maðurinn sá er ekki nefndur fyrr en í lokin þannig að fyrsti hluti sögunnar á sér eiginlega stað utan sögulegs tíma, í náttúrunni þar sem annar tími ríkir. Eltingarleikurinn virðist í fyrstu einkennast af gagn- kvæmri virðingu jafningja og maðurinn fullur aðdáunar á tóunni sem honum finnst óvenju greind og varasöm. Hann leikur dýr og virðist að ýmsu leyti nálgast tóuna með því að tala mál sem hún skilur þó að mark- miðið sé að fanga hana. Sjónarhornið er hjá þessum manni og eðlilegt að lesendur fái nokkra samúð með honum. Þar að auki virðist hann náinn náttúrunni enda kallar hann sig seinna í sögunni náttúrufræðing. Ekki virðist hann þó stjórnast af bóklærdómi heldur eigin reynslu sem virðist verka á hann eins og hugskeyti frá tóunni um fyrirætlanir hennar. En öllu þessu er kollvarpað þegar við hittum manninn og tóuna aft- ur því að þá er komið í ljós að maðurinn er Baldur Skuggason og um hann höfum við frétt margt miður geðfellt. Fyrri hluta eltingarleiksins TMM 2005 • 3 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.