Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 37
Líf að pessu loknu
sinn, Pálmi Pálsson yfirkennari, gefið Guðbrandi Jónssyni leyfi til að
leita að grunnmúrum gömlu kirkjunnar á Hólum. Matthías benti bisk-
upi á rit Guðbrands um Hóladómkirkju og sendi með afrit af kaflanum
þar sem uppgreftinum er lýst. Hann upplýsti ennfremur að beinaleif-
arnar væru enn þar sem þær hefðu verið látnar þegar Guðbrandur
„afhenti mér þær eftir heimkomu mína, nefnilega í kistu einni í Þjóð-
minjasafninu, en hafa ekki verið tölusettar meðal þeirra mannabeina-
leifa og hluta, er tilheyra því“.17 Ekki gat Matthías staðfest að þetta væru
bein Jóns Arasonar né skýrt með hvaða heimild þau hefðu verið grafin
upp og flutt til Reykjavíkur. Þegar biskupi bárust gögnin í hendur sendi
hann kirkjumálaráðherra afrit af þeim þar sem honum sýndist að kirkju-
garðshelgi á Hólum hefði verið freklega rofin aldarfjórðungi fyrr. Vildi
hann eiga viðtal við ráðherra um þetta alvarlega mál, „ekki síst þar sem
hér er um að ræða líkamsleifar svo stórmerkra manna í sögu þjóðarinn-
ar“.18 Ef slíkur fundur fór á annað borð fram er ekki að sjá að hann hafi
borið ávöxt. Að minnsta kosti virðist ekkert markvert hafa gerst í mál-
inu fyrr en sumarið 1945 þegar Guðbrandur Jónsson sótti beinin í Þjóð-
minjasafnið, með vitund þjóðminjavarðar og biskups, og flutti í Krists-
kirkju í Landakoti.19 Var þá loksins gert undir þau sómasamlegt skrín og
því komið fyrir í skrúðhúsinu. Hvíldu beinin þar næstu ár meðan þjóðin
fylgdist með upptöku beina annars þjóðardýrlings, skáldsins Jónasar
Hallgrímssonar.
3
Eftir heimsókn mína í British Museum gerði ég tvær árangurslausar til-
raunir til að vitja skáldanna sem hvíla í Westminster Abbey. I fyrra
skiptið kom ég skömmu eftir lokun á virkum degi, í seinna skiptið var
ég á ferðinni á sunnudegi þegar kirkjan er lokuð ferðafólki vegna helgi-
halds. Frá London tók ég hraðlestina til Parísar og leitaði þar uppi hið
tilkomumikla Panþeonhof. Að þessu sinni bar heimsóknin tilætlaðan
árangur þótt ég hefði reyndar afar nauman tíma til að þræða hina ótal-
mörgu klefa í kjallara kirkjunnar. Ég verð að viðurkenna að hláturinn
kraumaði í brjóstinu allan tímann. Staðurinn kallaði svo eindregið á
andakt að viðbrögðin urðu þveröfug. Þarna voru kistur franskra stór-
menna sem höfðu verið flutt á þennan stað eftir að hafa hvílt í uppruna-
legum gröfum sínum um lengri eða skemmri tíma. Þegar ég kom aftur
út undir bert loft rann upp fyrir mér að öll Parísarborg er eins og fram-
lenging þessarar byggingar, margflókinn þjóðargrafreitur þar sem göt-
ur, stræti og torg eru ekki bara nefnd eftir fyrirfólki heldur eru fæðing-
TMM 2005 • 3
35