Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 41
Líf að þessu loknu leiki sér að helgum minjum þjóðarinnar“.30 Líkt og gerst hafði 1946 með bein Jónasar Hallgrímssonar hafði helgileikurinn snúist upp í farsa, kjör- inn efnivið fyrir gamankviðlinga í Speglinum: Hingað þeir fluttu heim á frón Hallgrímsson skáld í stássi. Arason tóku aftur Jón, almenning við í trássi. Gjörir nú aukast græðgi í bein, - guð vort bevari hauður - Anskoti er hart að heita skáld og haf’ ekki næði dauður.31 Heimamenn á Hólum virðast hafa tekið við sér í framhaldi af mál- flutningi Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Meirihluti Hólanefndar sendi Eysteini Jónssyni símskeyti fáum dögum eftir þingumræðurnar þar sem skorað var á ráðherrann að vinna að því að beinum og munum úr Hóladómkirkju yrði skilað norður „svo fljott sem vid verdur komid og eigi sidar en fyrir afhjupun munnisvarda Jons Arasonar 7. nov 1950“.32 Ríkisstjórnin fór þó varlega í sakirnar, líklega minnug martraðarinnar í kringum bein Jónasar Hallgrímssonar. Til er minnismiði úr dóms- og kirkjumálaráðuneytinu dagsettur 14. desember 1949, skömmu eftir að Eysteinn Jónsson lét af ráðherraembætti, þar sem fram kemur að hann og fleiri aðilar hafi „talið réttast að beinin yrðu flutt í kyrrþey til Hóla og komið þar í jörð aftur, og biskupi yrði falið að gangast í það við Landa- kotsbiskup og mun þetta hafa verið rætt við biskup.“33 En það var ekki fyrr en í lok júlí 1950, tveimur vikum áður en minnisvarðinn á Hólum var formlega vígður, að Hermann Jónasson, sem þá gegndi embætti land- búnaðarráðherra, settist niður á skrifstofu sinni og skrifaði uppkast að bréfi til Sigurgeirs Sigurðssonar þar sem hann fól biskupi að taka „bein [innskot á spássíu:] sem ýmsir ætla að séu bein — sem talið er að séu [innskoti lýkur] Jóns Arasonar og sona hans“ í sína vörslu og sjá um flutning þeirra til Hóla, í tæka tíð fyrir hátíðarhöldin.34 Rötuðu þau loks aftur norður eftir þrjátíu og tveggja ára dvöl í kaupstaðnum. 4 Fáum dögum eftir heimsóknina í Panþeonhofið rakst ég inn á sýningu á Signubökkum þar sem mátti sjá verk ólíkra listamanna. í litlum, myrkum sal horfði ég á brot úr myndbandi sem lýsti kvöldstund í heima- TMM 2005 • 3 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.