Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 48

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 48
Kristján Jóhann Jónsson Einum bent en öðrum kennt um Fyrir sextíu og einu ári birti Þórbergur Þórðarson (Helgafell 1944: 5-10. hefti) hvassyrta grein um það hvernig skrifandi íslendingar ættu að bera sig að við ritsmíðar. Grein sína kallaði Þórbergur: „Einum kennt - öðr- um bent, Lagt út af Hornstrendingabók Þorleifs Bjarnasonar". Hún átti eftir að verða sígild1 og er mjög oft vísað til hennar eða vitnað í hana í síðari tíma skrifum um ritun og stílfræði. Þær skoðanir á ritstörfum og texta sem Þórbergur lætur í ljósi í þessari merku og frægu grein hafa haft mikil áhrif á íslenska ritunarkennslu. Að mínu mati er tími til kom- inn að taka þau viðhorf til gagnrýnnar umræðu. Þegar grein Þórbergs birtist var hann orðinn þjóðkunnur rithöfund- ur, þekktastur fyrir Bréf til Láru (1924) sem vakti gríðarlega athygli á sínum tíma. Sú bók hefur verið kölluð tímamótaverk, straumhvarfa- rit og jafnvel talin marka upphaf róttæks módernisma í íslenskum bókmenntum (Ástráður Eysteinsson 1999: 146). Mat samtímamanna Þórbergs á honum og ritstörfum hans er nokkurrar íhugunar vert. Það hefur ef til vill haft áhrif á sjálfsskilning hans, og það sem um hann var sagt hafði örugglega áhrif á það hvernig skrif hans voru lesin. Sá þekkti bókmenntaprófessor og andans maður Einar Ólafur Sveins- son skrifaði árið 1930 grein sem hann nefndi „Hugleiðingar um íslenzkar samtíðarbókmenntir" (Iðunn 1930: 168). Þar talar Einar um tvö aðalatriði alls skáldskapar sem hann kallar: „Sjón og sögn“. „Sjónin“ segir Einar að sé: „ ... hæfileikinn til að sjá veruleikann á persónulegan hátt“. „Sjón Þórbergs er ófreskisgáfa1 segir Einar en það orð er samheiti við orðið „skyggnigáfa“ og notað um þann hæfileika að sjá inn í dularheima og skynja það sem öðrum mönnum er hulið. I sömu grein fór Einar hörð- um orðum um skáldskap séra Gunnars Benediktssonar (179-180). Sami Gunnar, sem var um það leyti þekktur rithöfundur, skrifaði rúmum þrjátíu árum síðar í Tímarit Máls og menningar um ritgerðasafn Þórbergs (Ritgerðir 1924-1959) og ræddi þar m.a. um „Einum kennt - öðrum bent“. 46 TMM 2005 • 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.