Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 55
Einum bent en öðrum kennt umr
haldi af því að bækur eigi að vera svo fullar af merkingu að ekki þurfi að
leita til annarra heimilda um efnið nema sérstaklega standi á (bls. 201).
í þessu er innra röksamhengi ef við trúum því að manneskjurnar
skiptist í tvo hópa: annars vegar þá sem vita og skrifa bækur og hins
vegar þá sem ekki vita en lesa bækur og stefna að því að komast inn í
hóp þeirra sem vita. í eyrum flestra nútímamanna held ég hins vegar að
það hljóti að hljóma skringilega að bækur eigi að vera svo mettaðar af
merkingu að hjá lesandanum vakni engar spurningar aðrar en þær sem
svarað er í bókinni. Flestir vilja væntanlega að það sem þeir skrifa veki
spurningar og fái fólk til þess að leita nýrrar merkingar og lesa fleiri
bækur og ritgerðir. Ef haldið hefði verið í þá „reglu“ að hver bók segði
allan sannleikann væru bækurnar líka miklu færri en þær eru í dag því
hver bók hefði þá afgreitt það mál sem hún fjallaði um.
Það er eins og fram er komið óleysanlegur vandi allra texta hvort
upplýsingamagnið í þeim er rétt eða rangt. Höfundurinn verður að taka
afstöðu til þess og reyna að vera sjálfum sér samkvæmur. Þá eru nokkrar
líkur til þess að ritverk hans rati til lesenda sem eru honum samdóma. Þór-
bergur Þórðarson virðist í ritgerð sinni gefa sér að til sé eitthvert tiltekið
upplýsingamagn sem sé rétt fyrir alla. Ef ritstjórnarstefnu hans hefði verið
fylgt við gerð Hornstrendingabókar hefði það á köflum haft hræðilegar
afleiðingar fyrir ritið og gengið þvert á viðfangsefni þess og byggingu. Ég
nefni enn eitt dæmi um skalla sem Þórbergur tekur úr bók Þórleifs:
Þorskurinn sem veiddist, var saltaður til sölu, en steinbítur og lúða hert til mat-
ar, auk þorskhausanna, sem allir voru hirtir. (51-52)
Hér vill Þórbergur fá samanburð við önnur útróðrarpláss og vinnu-
brögð innan þeirra vébanda. Hann heimtar úttekt á því hvernig var
saltað og hvernig var hert og hvort ekki hafi veiðst aðrar fisktegundir og
spyr sérstaklega um ýsu í því sambandi. Sú gagnrýni sem stílmeistarinn
lætur sér hér sæma er nokkuð sem menn eiga hvorki að bjóða sjálfum
sér né öðrum.
Það er satt að segja ekkert að því hjá Þórleifi Bjarnasyni að segja
í bók sinni að þorskur hafi verið saltaður, lúða og steinbítur hert og
þorskhausar hirtir. Spurningu Þórbergs um það hvort ekki hafi veiðst
nein ýsa mætti svara með annarri spurningu og segja: Hvers vegna spyr
maðurinn ekki um skötusel? Veiddist eitthvað af honum? Hvað með
þá alkunnu fiska: slétthala, snarphala og stinglax? Hafi ekkert veiðst af
þeim hvernig stóð þá á því? Hafi enginn kannast við fiskinn snarphala
hver er þá skýringin á þeirri fáfræði? Þannig mætti lengi spyrja.
TMM 2005 • 3
53