Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 69

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 69
Davíð A. Stefánsson „Aðeins hendingin er raunveruleg“ - ólœrð, óskipuleg, ólöguleg greinartuðra í tilefni afkomu Paul Auster á bókmenntahátíð 2005 Á meðal bókabrjálaðra ríkir skemmtilegt en óskráð lögmál um mæli- kvarða á sérstaklega vel heppnuð bókmenntaverk: „Hún var svo rosaleg að ég byrjaði strax aftur á byrjuninni þegar ég var búinn með hanaÉg hef orðið fyrir þessu sjálfur nokkrum sinnum; í fljótu bragði koma upp í hugann bækur eins og 1984 eftir George Orwell, Samkvæmisleikir eftir Braga Ólafsson, Herjólfur er hœttur að elska eftir Sigtrygg Magnason, Grillveður í október eftir Óttar Martin Norðfjörð, Silungsveiði í Amer- íku eftir Richard Brautigan, Gangandi íkorni eftir Gyrði Elíasson og Life After God eftir Douglas Coupland. Aðeins einu sinni hef ég orðið svo uppveðraður af bók að um leið og henni lauk rak ég upp kæft skað- ræðisvein (þetta var um miðja nótt) og grýtti bókinni í vegginn sem væri hún logandi, hönd mín brennandi, sál mín í húfi og ekkert minna en það. Illu heilli man ég ekki lengur hvaða bók þetta var, en það hlýtur að birtast aftur í minninu fyrr en síðar. Mögulega síðar frekar en fyrr. Fyrstu kynni mín af Paul Auster voru í gegnum hans allra frægustu skáldsögu, New York þríleikinn, sem á sér nokkuð flókna útgáfusögu - Glerborgin kom út árið 1985, Draugar og Lokað herbergi árið 1986 og saman voru þær loks gefnar út árið 1988 undir nafni þríleiksins. Þegar ég las hana vissi ég ekki stafkrók um Paul Auster heldur hafði rambað á bókina í gegnum einhverja ranghala sem ég man ekki lengur hverjir voru. Ef einhver kannast við að hafa mælt með þessari bók við mig kann ég honum bestu þakkir fyrir. Og nú man ég samt smáræði: mig rámar í að hafa keypt Drauga í íslenskri þýðingu á útsölu. Það var þó ekki hún sem megnaði að snúa mér öllum á hvolf og halda mér andvaka í að minnsta kosti eina nótt, sennilega miklu fleiri. Þríleikurinn í enskri kilju megnaði það. Um þessar mundir bjó ég í mjög skáldlegri kommúnu í bakhúsi við Laugaveg ásamt rússneskunema, lögfræðinema og bifvélavirkja norðan TMM 2005 • 3 67
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.