Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Síða 69
Davíð A. Stefánsson
„Aðeins hendingin er raunveruleg“
- ólœrð, óskipuleg, ólöguleg greinartuðra
í tilefni afkomu Paul Auster á bókmenntahátíð 2005
Á meðal bókabrjálaðra ríkir skemmtilegt en óskráð lögmál um mæli-
kvarða á sérstaklega vel heppnuð bókmenntaverk: „Hún var svo rosaleg
að ég byrjaði strax aftur á byrjuninni þegar ég var búinn með hanaÉg
hef orðið fyrir þessu sjálfur nokkrum sinnum; í fljótu bragði koma upp
í hugann bækur eins og 1984 eftir George Orwell, Samkvæmisleikir eftir
Braga Ólafsson, Herjólfur er hœttur að elska eftir Sigtrygg Magnason,
Grillveður í október eftir Óttar Martin Norðfjörð, Silungsveiði í Amer-
íku eftir Richard Brautigan, Gangandi íkorni eftir Gyrði Elíasson og
Life After God eftir Douglas Coupland. Aðeins einu sinni hef ég orðið
svo uppveðraður af bók að um leið og henni lauk rak ég upp kæft skað-
ræðisvein (þetta var um miðja nótt) og grýtti bókinni í vegginn sem
væri hún logandi, hönd mín brennandi, sál mín í húfi og ekkert minna
en það. Illu heilli man ég ekki lengur hvaða bók þetta var, en það hlýtur
að birtast aftur í minninu fyrr en síðar. Mögulega síðar frekar en fyrr.
Fyrstu kynni mín af Paul Auster voru í gegnum hans allra frægustu
skáldsögu, New York þríleikinn, sem á sér nokkuð flókna útgáfusögu
- Glerborgin kom út árið 1985, Draugar og Lokað herbergi árið 1986 og
saman voru þær loks gefnar út árið 1988 undir nafni þríleiksins. Þegar
ég las hana vissi ég ekki stafkrók um Paul Auster heldur hafði rambað
á bókina í gegnum einhverja ranghala sem ég man ekki lengur hverjir
voru. Ef einhver kannast við að hafa mælt með þessari bók við mig kann
ég honum bestu þakkir fyrir. Og nú man ég samt smáræði: mig rámar
í að hafa keypt Drauga í íslenskri þýðingu á útsölu. Það var þó ekki
hún sem megnaði að snúa mér öllum á hvolf og halda mér andvaka í
að minnsta kosti eina nótt, sennilega miklu fleiri. Þríleikurinn í enskri
kilju megnaði það.
Um þessar mundir bjó ég í mjög skáldlegri kommúnu í bakhúsi við
Laugaveg ásamt rússneskunema, lögfræðinema og bifvélavirkja norðan
TMM 2005 • 3
67