Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 78

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 78
Menningarvettvangurinn Ritstjórahjónin prófa hengirúm fanga í gamla fangahúsinu Hyde Park Barracks í Sydney. Myndina tók Sigurlaug Magnúsdóttir. Annað áfall var að átta sig á hvað landið er stórt - enda heimsálfa. Læknarnir fljúgandi í Northern Territory hafa í bækistöð sinni geysistórt landakort og af skömmum sínum hafa þeir teiknað Evrópulöndin inn í sýslur Ástralíu til að sýna hvað þau eru óttalega smá miðað við flæmi hennar. Norðursýslan ein rúmar all- ar Bretlandseyjar og vel það og Þýskaland hvílir þægilega í New South Wales! Ástríðufullir menningarferðamenn eiga svolítið bágt í Ástralíu. í Grikk- landi lítur maður varla við menjum sem eru yngri en tvö þúsund ára, en þó að Ástralía sé jarðfræðilega eitthvert elsta land í heimi þá eru þar engar menjar eldri en rúmlega tvö hundruð ára eða frá því eftir að Evrópubúar lögðu álfuna undir sig. Söfn komu því ekki á óvart nema að einu leyti. Á listasöfnum, eink- um í Melbourne og höfuðborginni Canberra, varð okkur starsýnt á áhrifamik- il málverk, innsetningar og höggmyndir frumbyggja álfunnar sem eru ólík öllu öðru sem við höfðum séð á ævinni. Okkur virtist þar og víðar sem Ástralir vilji biðjast fyrirgefningar á ómannúðlegri meðferð sinni á þessu fólki. Ekki þótti okkur leikhús- eða tónlistarlíf verulega blómlegt þótt hávetur væri, en þrjár leiksýningar sáum við, tvær í Sydney og eina í Melbourne sem reyndist þó gestasýning frá Sydney. Hið fyrsta sáum við í stærsta leiklistarsaln- um (af fjórum) í óperuhúsinu mikla í Sydney (þar er líka stór konsertsalur auk óperusalarins sjálfs). Þetta var nýtt ástralskt leikrit eftir Hannie Rayson, Tveir bræður eða Two Brothers, hápólitískt verk um afstöðu Ástrala til innflytjenda af öðrum kynþætti en hvítum. Höfundur byggir það óbeint á hörmulegu atviki sem varð 19. október 2001 þegar bátur sökk undan 353 flóttamönnum ekki 76 TMM 2005 • 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.