Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Blaðsíða 82
Menningarvettvangurinn Hauks Símonarsonar um árin sem Halldór Laxness dvaldi í Hollywood; Ágústa Skúladóttir stýrir. Ólafur Haukur hefur unnið að þessu verki árum, jafnvel áratugum saman en á síðasta sprettinum hafa nýjar ævisögur HKL eflaust komið honum til góða. Einnig má nefna Túskildingsóperu Brechts og Weill sem Stefán Jónsson stýrir, Pétur Gaut undir stjórn Baltasars Kormáks og leikverk sem Vala Þórsdóttir vinnur úr smásögum Svövu Jakobsdóttur, leikið undir stjórn Ágústu Skúladóttur. I Borgarleikhúsinu munu Vesturportsmenn sýna Woyzeck undir stjórn Gísla Arnar Garðarssonar áður en farið verður með sýninguna til London. Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir hefur gert nýja leikgerð af Sölku Völku sem Edda Heiðrún Backman stýrir. Framhaldið af Híbýlum vindanna, Lífsins tré, verður sýnt á Nýja sviði undir stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur og Leikfélag Reykjavíkur og íslenski dansflokkurinn sameinast í sýningu á Carmen eftir Bizet undir stjórn Guðjóns Pedersen. Börnin geta hlakkað til að sjá Ronju ræn- ingjadóttur á sviði eftir jól; Sigrún Edda Björnsdóttir, sem sjálf er ógleymanleg í hlutverki Ronju, leikstýrir þeirri sýningu. Heimshyggja eða heimska í umsögn sinni um Goðamenningu Gunnars Karlssonar hér síðar í heftinu nefnir Einar Már Jónsson nýtt viðamikið ritgerðasafn um norrænar forn- bókmenntir sem Rory McTurk ritstýrir, A Companion to Old Norse-Icelandic Literature and Culture (Blackwell Publishing, 2005). Þar eru 29 greinar eftir jafnmarga fræðimenn, íslenska og erlenda, auk fróðlegs inngangs eftir ritstjór- ann. Þetta er bók sem á eftir að koma fræðimönnum, stúdentum og öðrum áhugamönnum um norræn fræði lengi til góða. Einar nefnir bókina einkum vegna ritdóms Toms Shippey sem birtist í TLS 8. júlí í sumar og er athyglisverður vegna þess að hann orðar þar skýrt og greinilega ákveðinn klofning í afstöðunni til þessara fornu bókmennta nú á dögum. Annars vegar er gamla hrifningin, aðdáunin sem menn eins og Sig- urður Nordal og Einar Ólafur Sveinsson eru góðir fulltrúar fyrir, hins vegar óttinn við að þessi aðdáun sýni annað tveggja: fávisku um heimsbókmenntir eða þjóðernishyggju. „Þetta gæti verið ástæðan fyrir því sem einkennilegast er við þessa bók,“ segir Shippey, „nefnilega hlutfallslegt áhugaleysi á því sem lengi hefur verið talið frumlegast, áhugaverðast og óviðjafnanlegast af bókmenntum á norrænni tungu, hvort sem þær voru ritaðar á íslandi eða annars staðar.“ Gagnrýnandanum finnst til dæmis íslendingasögum ekki sýndur nærri nógur sómi í ritinu, og ekki heldur Eddukvæðum. Terry Gunnell ræðir handrit kvæð- anna, segir hann, rekur efni stakra kvæða, aldur þeirra og uppruna en nefnir ekki að þau séu ólík öllum öðrum kveðskap í víðri veröld: „no suggestion that they are not like any other poetry surviving in the world, or that they have had a shattering effect on anyone who read them, from Thomas Percy to Wagner to W.H. Auden." Shippey gefur ekki mikið fyrir tengsl þessara bókmennta og franskra eða 80 TMM 2005 • 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.