Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 84

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 84
Myndlist Jón Proppé Breidd í stað samnefnara Um myndlist á Listahátíð í Reykjavík I. Þetta árið var Listahátíð í Reykjavík helguð myndlist að mun stærri hluta en nokkurn tíma áður og er það liður í því að nú skal halda listahátíð árlega en ekki bara annað hvert ár eins og annars hefur verið gert frá 1970. Gallupkönn- un var gerð svo kanna mætti hug almennings til þess að fjölga svo hátíðunum og reyndust næstum tveir þriðju hlutar þjóðarinnar fagna því að fá hátíð á hverju ári. Um 13,5 prósent aðspurðra voru reyndar alfarið andvíg þessu nýja fyrirkomulagi en rök þeirra hafa ekki dugað til að draga úr ráðamönnum. Listahátíð var haldin þótt ártalið væri oddatala og úr varð stærsta myndlistar- uppákoma sem hefur verið ráðist í hér á landi þótt nóg hafi verið líka af tónlist, leiksýningum og dansi, að ógleymdum sirkus á hafnarbakkanum. Myndlistarhátíðin varð svo umfangsmikil og stór öll í sniðum að jafnvel þeir sem að henni unnu stóðu agndofa þegar hulunni var svipt af öllu saman helgina 15. og 16. maí að viðstöddum ótal erlendum gestum sem allir lofuðu framtakið. Stemmningin var ótrúleg þegar gestirnir streymdu milli opnana enda þurfti tvo daga til að fara yfir allt þó ekki væri nema á hundavaði. Það var hátíðarstemmning og hvergi slegið af heldur gestir fluttir í rútum milli sýninga og síðan í flugvélum kringum landið til að skoða enn fleiri sýningar á ísafirði, Akureyri, Eiðum, Seyðisfirði, undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum. Þetta var ólíkt nokkru sem við höfum upplifað áður á íslandi og einna líkast því að koma á opnanir stórhátíða erlendis. í kjölfarið var líka fjallað um hátíðina í fjölmiðlum um allan heim og hún jafnvel talin með helstu viðburðum ársins í heimslistinni, ein þeirra sýninga sem sannir áhugamenn um samtímalist mættu ekki láta fram hjá sér fara þetta árið. Hátíðin var reyndar í tveimur hlutum. Annars vegar var gríðarmikil sýning á verkum Dieters Roth sem fyllti Hafnarhúsið, Listasafn íslands og sýning- arrými Orkuveitunnar, hins vegar fjöldi smærri sýninga undir yfirskriftinni „Tími rými tilvera". Sýningum Dieters stjórnaði Björn sonur hans sem starfaði náið með föður sínum og hefur unnið ötullega að því að sýna verk hans um 82 TMM 2005 • 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.