Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Síða 86
Myndlist
Þó verður að segjast að standardinn á öðrum sýningum á hátíðinni í sumar
var ansi hár, jafnvel þótt miðað sé við stóra viðburði í útlöndum og jafnvel þótt
flestir yngri listamenn hljóti að líða fyrir samanburðinn við Dieter Roth. Hér
yrði allt of langt að telja til alla sem sýndu, en nöfn flestra erlendra þátttakenda
hafa þeir þekkt sem fylgjast vel með í samtímalistinni; hætt er þó við að aðrir
hafi átt erfitt með að átta sig á samhenginu eða ráða í sum verkin. Það er enda
svo með stórar samsýningar að framlag hvers og eins er aðeins sýnishorn af
verki hans og engu er hægt að gera almennileg skil. Hafa slíkar sýningar verið
gagnrýndar mikið fyrir þetta hin síðari ár, samt fjölgar stórsýningum ár frá
ári eins og sjónvarpsrásunum og tímaritunum: Við sjáum sífellt minni brot af
sífellt meira efni.
II.
Um eldri útlendingana á hátíðinni - On Kawara (f. 1933), John Latham
(f. 1921), Lawrence Weiner (f. 1942) og félagana Peter Fischli (f. 1952) og David
Weiss (f. 1946) - má lesa í listasögubókum og þurfa þeir ekki mikillar kynn-
ingar við. Sumir hinna yngri hafa líka unnið sér það nafn að við þekkjum og
skiljum hugmyndir þeirra og vinnubrögð; til dæmis þau Matthew Barney (f.
1967), Elke Krystufek (f. 1970), Carsten Höller (f. 1961), John Bock (f. 1965)
og Thomas Hirschorn (f. 1957). Af þeim sem eftir standa vöktu sumir áhuga
og aðrir ekki eins og gengur en sérstaklega var þó áhugavert að sjá sterk verk
frá ungum listamönnum frá löndunum sem áður voru austan járntjaldsins og
mætti óhikað stefna á frekari sýningar hér á samtímalist þaðan.
Um tugur íslenskra listamanna tók þátt í sýningarhaldinu og eru Kristján
Guðmundsson og Hreinn Friðfinnsson þeirra elstir, fæddir 1941 og 1943, en
Elín Hansdóttir yngst, fædd 1980 og útskrifuð fyrir aðeins tveimur árum úr
Listaháskóla íslands. Auk þeirra mátti sjá sýningar eða verk eftir þau Harald
Jónsson (f. 1961), Önnu Líndal (f. 1957), Ragnar Kjartansson (f. 1976), Gabríelu
Friðriksdóttur (f. 1971), Heklu Dögg Jónsdóttur (f. 1969), Finnboga Pétursson
(f. 1959), Margréti Blöndal (f. 1970) og Ólaf Árna Ólafsson (f. 1973) sem sýndi
líkt og iðulega í samstarfi við Libiu Pérez de Siles de Castro. Loks mátti sjá verk
eftir Ólaf Elíasson (f. 1967) bæði í Gallerí 101 og í Viðey, en þótt Ólafur sé fædd-
ur í Kaupmannahöfn og búi nú í Berlín hefur hann haldið sambandi við Island
og átt mikinn þátt í því að styrkja tengsl íslands við alþjóðlegar samtímalistir.
Þetta er vel frambærilegur hópur enda hafa listamennirnir flestir sýnt mikið
og víða og standast þar þokkalega samanburð við erlendu þátttakendurna. Þó
mætti hæglega velja úr íslenskum listamönnum í nokkra svona hópa og er það
til marks um styrk myndlistarinnar hér síðustu árin.
Eins og kunnugir geta lesið úr þessari upptalningu var enginn eiginlegur
samnefnari með listamönnunum eða verkum þeirra. Fremur virðist hafa ver-
ið stefnt að því að hafa sem mesta breidd í sýningunum og láta hverjum eftir
að skýra sitt mál. Er þetta mjög í takt við það sem nú tíðkast í alþjóðlegum
samsýningum.
84
TMM 2005 • 3