Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 96

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 96
Bókmenntir Einar Már Jónsson Á börmum hyldýpisgjár Gunnar Karlsson: Goðamenning. Staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi íslendinga. Heimskringla 2004. Um það verður ekki deilt að rit Gunnars Karlssonar, Goðamenning. Staða og áhrif goðorðsmanna íþjóðveldi íslendinga, er mikil og voldug summa í latneskri miðaldamerkingu þess orðs. Þar reynir höfundur að gera sem fullkomnust skil á því, hvað hin séríslenska valdastétt goða var í rauninni á þjóðveldistímanum, hver var fjöldi goðorðsmanna, réttarstaða þeirra og hlutverk í þjóðfélagi og sögu þjóðveldisins, og hver voru tengsl þeirra við menningu og bókmenntir íslendinga. I leiðinni fjallar hann ítarlega um fornar heimildir og gildi þeirra og rekur jafnvel goðorðsmenn og goðaættir mann fram af manni í einstökum goðorðum, eftir því sem heimildir leyfa. Þetta er staðgóð lesning þótt ekki verði sagt að hún sé alltaf auðveld, og vitanlega er hún harla gagnleg til aukinnar þekkingar og sögu og menningu íslendinga á miðöldum. En svo vill til að hún hlýtur einnig, eðlis síns vegna, að vera innlegg í umræður og deilur sem hafa geisað nokkuð hátt undanfarin ár, þótt ekki verði sagt að deiluaðilar hvor um sig séu jafnhávaðasamir eða fyr- irferðarmiklir á því málþingi. Umræðan snýst um það hver hafi í rauninni verið staða íslenskrar miðalda- menningar: var hún síðasta og skrautlegasta blómaskeið forngermanskrar menningar, sem hafði varðveist í einangrun úti á hjara veraldar, og kannski einnig harla frumlegt sköpunarverk byggt á slíkum grundvelli, eða var hún fyrst og fremst angi út úr vestur-evrópskri menningu samtímans, þ.e.a.s. tólftu og þrettándu aldar, í nánum tengslum við latneskan menningargrundvöll þess tíma, svo og samtímabókmenntir á forn-frönsku og latínu? Lengi vel var það fyrri kenningin sem hafði byr í seglin. Voru miklar rannsóknir gerðar á þeim grundvelli og voldug fræðirit saman sett. Síðan urðu merkileg straumhvörf sem ættu í rauninni að vera gagnlegt viðfangs- efni fyrir fræðimenn: Þá vísuðu menn eldri fræðimönnum að verulegu leyti á bug á þeim forsendum að þeir hefðu byggt rannsóknir sínar og störf á rómantískum goðsögnum sem enginn fótur væri fyrir. Þeir hefðu van- rækt með öllu að athuga samhengi íslenskrar menningar við erlendan sam- tíma, og - það sem var kórónan á skömminni - þeir hefðu verið „þjóðern- issinnar', en ásökun um slíkt er nú að breyttu breytanda nokkuð svipað og ásökun um galdra á blómaskeiði Þorleifs vinar vors Kortssonar. Eftir þau straumhvörf gilti það eitt - sem eldri fræðimenn höfðu þó ekki með öllu vanrækt - að fara með loganda ljósi yfir íslenskar miðaldabókmenntir og finna þar meira eða minna faldar tilvísanir í biblíuna, áhrif frá latneskum spakmælum sem höfð voru til kennslu í samtímaskólum erlendis, bergmál 94 TMM 2005 • 3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.