Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Qupperneq 111

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Qupperneq 111
Bókmenntir líða lesendum seint úr minni og ekki furða að bókin hafi bæði verið kvikmynduð og sett á svið, slíkt aðdráttarafl hafa konur Kristínar Marju. Það sama gildir um konurnar í Karitas án titils. Kvenhetjur íslendingasagna koma upp í hugann aft- ur og aftur. Halldóra systir Karitasar hryggbrýtur mestu hetjuna á íslandi, hann Sumarliða, því hann sýnir henni of mikið fálæti framan af. Elskaði hún hann þó út af lífinu. Bjarghildur hreppstjórafrú er með skemmtilegustu kvenlýsingum íslenskra samtímabókmennta samanlagðra. Hún er síður en svo nokkur engill - jafnvel djöfulleg á köflum - en hefur ráð undir rifi hverju. Konurnar á Aust- fjörðum, sem allar heita karlmannsnöfnum, Högna, Kára, Karlína, Guðjóna, Erlendína, Magnúsína og Eiríka (og minnir á að þær búa í samfélagi sem allt snýst um karlmenn), standa saman þegar þörf er á þótt þær sýni hver annarri fálæti dags daglega. Konurnar í Öræfasveitinni, sem allar bera nöfn kvenhetj- anna úr íslendingasögum, taka við Karitas þegar hún hefur misst lífsviljann og hjúkra henni til lífs aftur. Allar bera þessar konur svo sterk persónueinkenni að þær verða ljóslifandi fyrir hugskotssjónum lesanda. í öðru lagi má nefna lýsingar höfundar á vinnu kvenna sem eru meðal athygl- isverðustu þátta bókarinnar. Kristín Marja lýsir síldarsöltun og saumaskap, matargerð og þvottum af næmi og fjörleika og lýsingarnar taka stundum á sig allt að því goðsagnakenndan blæ. Svo er til að mynda farið um lýsingarnar á haustverkum Bjarghildar, sem er húsfreyja á myndarbúi í Skagafirði. Bjarghildur ber nafn með rentu og stjórnar sínu vinnufólki af list og eru lýsingarnar á sult- ugerð, víngerð og sláturgerð hreint óborganlegar. Beinast liggur við að tala um „kvenlegt sjónarhorn" í þessu sambandi. Nefna má einnig lýsingar á áhrifum salts á hendur síldarsöltunarkvenna, lýsingar á því þegar konur undirbúa komu barns í heiminn, og svo mætti lengi telja. Síðast en ekki síst má nefna lýsingarnar á listsköpun Karitasar. Myndir hennar fleyga með jöfnu millibili frásögnina og eru einu staðirnir í bókinni þar sem við fáum sjónarhorn hennar beint. Megin- frásögnin er hins vegar í þriðju persónu en víða er lýst listsköpun Karitasar, sem ætíð endurspeglar líðan hennar, oft á óhlutbundinn hátt, enda er hún módernisti og þráir „óreiðuna“ - sem mætir litlum skilningi samferðamannanna. Víða í frásögninni koma verk þekktra íslenskra listakvenna upp í hugann, til að mynda þegar verið er að lýsa vinnu kvenna. Ekki veit ég hvort Kristín Marja er beinlínis að vísa til þessara verka (ég nefni til dæmis málverk Kristín- ar Jónsdóttur) en ekki þykir mér það ólíklegt, enda væri það fullkomlega í anda bókarinnar sem á kannski það erindi framar öðru að vekja athygli á hlutskipti íslenskra listakvenna fyrr á tímum. Þótt vissulega hafi margt breyst til batnað- ar í þeim efnum á okkar tímum, vekur það mann til umhugsunar um mat á listsköpun íslenskra kvenna að þessi skáldsaga sem hér er til umræðu komst hvergi á blað þegar verið var að tilnefna íslenskar bækur til verðlauna síðastlið- ið haust. Sú staðreynd er undirritaðri óskiljanleg. Karitas án titils er í mínum huga ein albesta íslenska skáldsagan sem kom út á síðasta ári og þótt litið sé til lengri tíma. Látið hana ekki fram hjá ykkur fara. 1 Kristín Marja Baldursdóttir. „Frá höfundi". www.bokmenntir.is TMM 2005 • 3 109
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.