Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 114

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Side 114
Bókmenntir netinu en trúir samt á hreina og óspjallaða náttúrufegurð í líki Anní, stendur fyrir botnlausa einstaklingshyggju í hegðun og hugsun en viðurkennir síðan að það leiðir til tilfinningadoða og leiða gagnvart sjálfum sér en þó sérstaklega gagnvart öðru fólki. Persóna sem er svona mikið eitt en um leið andstæða þess verður fyrst og fremst mótsagnakennd og lost, og að hún skuli vera það í því samhengi sem bókin býður uppá verður vitanlega staðhæfing um nútímann af hálfu höfundar. IV. Niðurstöður bókarinnar eru fyrst og fremst þrjár. f fyrsta lagi má nefna að til- vistarspurningarstefið endar í hefðbundnum trúlausum exístensíalisma. ... ég trúi því, að maður sé meistari sinnar tilvistar. Ekki þannig að hann geti ráðið öllu sem gerist í kringum hann, en hann ræður því hvernig hann bregst við heiminum. Við finnum vísvitandi til. Það er gott og blessað, en við neyð- umst til að viðurkenna að við berum ábyrgð á eigin tilfinningum, og hætta svo að beita þeim gegn öðru fólki, eða til að skjóta okkur undan ábyrgð. (258) Líkt og Hugsjónadruslan í heild kallast helst á við verk eins og Flökurleikann eftir Sartre, þá er þessi heimspekijátning í lok bókarinnar í fullkomnum sam- hljómi við verkið Tilvistarstefnan er mannúðarstefna eftir sama höfund. í öðru lagi er niðurstaða bókarinnar íhaldssemi. Það sem er best skrifað í Hugsjónadruslunni er þátíðarfrásögn sögumanns, þar sem nýliðnir atburðir eru rifjaðir upp og sagt er frá með sem allra hefðbundnustum hætti. Þar eru lýsingarnar bestar, hvort sem um er að ræða fólk, umhverfi eða hluti. Gildin sem verða ofaná í sögunni eru líka hefðbundin: maður á að halda sig við einn aðila í ástarmálum, og maður á að velja konu sem er jákvæð, hlý, móðurleg, náttúruleg, á góða foreldra og er dugleg og metnaðargjörn í hefðbundnu námi. Þessi sigur hins íhaldssama og hefðbundna bakvið fjaðrafok sögunnar er það sem kemur lesandanum mest á óvart. I þriðja lagi er niðurstaðan sú að við erum lost eins og andhemmingwaysleg myndin af aðalsöguhetjunni í lokin gefur til kynna. Þrándur liggur í útlensku sjúkrarúmi, haldinn svo að segja útdauðum sjúkdómi með færeyskri kærustu sem hann þekkir svotil ekki neitt og er fyrirfram leiður á. Þessi aumkunar- verða lokamynd af nútímamanninum er í fullkomnu samræmi við heildar- hugsun bókarinnar. Við þessar aðstæður verður spurningin „Eruð þér Færeyingurý kannski dýpri en ætla mætti. Færeyska náttúrugyðjan Anní stendur fyrir forna visku, óspillta náttúru. Inntak spurningarinnar verður því: Erum við íslendingar náttúrumanngerðir fremur en stórborgarmanngerðir eins og Maggie sem hef- ur verið hafnað eftir blóðiblandna skammarræðu. Svar Hugsjónadruslunnar við tilvistarspurningu nútímaíslendingsins er klárlega: „Já, við erum Færeyingar!" 112 TMM 2005 • 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.