Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 117

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 117
Bókmenntir Þó að dyggum lesendum Arnaldar finnist þessi sena kunnugleg er það þó ekki svo að persónurnar standi í stað heldur þróast þær talsvert milli bóka. Persóna Elínborgar hefur stækkað með hverri bók allt frá Mýrinni (2000) og nú er komið að því að hún gefur út matreiðslubókina sem hefur verið í smíðum um nokkurra bóka skeið og nefnist því smellna nafni Lög og réttur. Erlendur og Sigurður Óli vita ekkert hvernig þeir eiga að bregðast við frægðarljóma Elín- borgar og finnst þetta greinilega hálf óviðkunnanleg þróun mála. Athyglisvert er að báðir bregðast við með tregðu þegar Elínborg spyr þá hvort þeir ætli ekki að koma í útgáfuboðið: — Ætlarðu að mæta? var það fyrsta sem hún sagði. — Verð ég ekki að gera það? sagði Erlendur. (14) — Ætlar þú að mæta? spurði Elínborg. Þegar bókin kemur út? — Verður maður ekki að gera það? sagði Sigurður Óli. (29) Þeir hneykslast saman á Elínborgu og uppátækjum hennar — „Ég held að hún haldi að hún verði fræg á þessu, sagði Sigurður Óli“ (41) — en þrátt fyrir ólíkindalætin eru þeir nógu tryggir til að mæta í boðið hjá samstarfskonunni þó að þeir séu þar eins og álfar út úr hól; einkum þó Erlendur sem aldrei virð- ist kunna við sig í margmenni: „Erlendur stóð eins og illa gerður hlutur með hvítvínsglas í hendi og leit yfir manngrúann í útgáfuteiti Elínborgar." (86) Mestu púðri er eytt í Erlend og fjölskyldu hans að venju. Lesendur eru minntir á einmanalega tilveru hans strax þegar hann er nefndur í fyrsta sinn í byrjun Kleifarvatns. Þá ákveður aðalvarðstjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra að tilnefna hann til að fara með rannsóknina: „Við rákum hann í sumarfrí, hann á inni fimm ár, held ég, en ég veit að hann verður feginn að fá eitthvað að gera.“ (13) Erlendur er því í sumarfríi þegar sagan hefst og eyðir því að sjálf- sögðu innilokaður í íbúð sinni að lesa um mannshvörf og þá sem orðið hafa úti á íslandi. Hann er ekki seinn á sér að fara að rannsaka beinafundinn en á meðan á rannsókn málsins stendur gerist ýmislegt í fjölskyldulífi hans. Dóttirin Eva Lind er mestmegnis fjarri í þessari bók, hún er í meðferð og Erlendi hin reiðasta. Kastljósinu er í staðinn beint að syninum, Sindra Snæ, og afstöðu hans til fjölskyldu sinnar. Sindri er hættur að drekka og hangir mikið heima hjá Erlendi þó að Erlendur taki honum ekki af sérstakri gestrisni og bjóði honum ekki að gista. Það er ekki alveg sama spenna á milli þeirra feðga og á milli Erlendar og Evu Lindar en samskipti þeirra núna vekja margar spurning- ar um fjölskyldulíf Erlendar almennt. Þá heldur áfram samband Erlendar við Valgerði, sem hófst í Röddinni og samband Sigurðar Óla og Bergþóru tekur nýja stefnu. Síðast en ekki síst má nefna samskipti Erlendar við Marion Briem og glöggir lesendur fá nýjar og athyglisverðar upplýsingar um persónu Marion sem þó verða ekki tilgreindar hér. Umfjöllun Arnaldar um sögulega tíma ber vitni um leikni hans til að fjalla um atburði frá ólíkum hliðum og skapar áhugavert svið fyrir spennandi TMM 2005 ■ 3 115
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.