Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 123

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Page 123
Tónlist Jónas Sen Hvað viltu í Reykholti, Beethoven? Tónlistarhátíðin í Reykholti var haldin í sumar síðustu helgina í júlí eins og venju- lega. Að mínu mati var hún sérlega vel heppnuð; strengjakvintettinn í C-dúr D 956 eftir Schubert í meðförum þeirra Jacqueline Shave, Philippe Graffin, Ásdísar Valdimarsdóttur, Michael Stirling og Bryndísar Höllu Gylfadóttur var magnaður og ég gat ekki betur séð en að flestir tónleikagesta væru bergnumdir af hrifningu, þó verkið væri langt. Svipaða sögu er að segja um flutning Donald Kaasch tenórs á nokkrum íslenskum söngperlum; hann gæddi þær óvenjulegum ástríðuhita svo að það var eins og maður væri að heyra þær í fyrsta sinn. Annað var eftir þessu á þeim fernu tónleikum sem haldnir voru á hátíðinni: fagmennskan í fyrirrúmi og efnisskráin notalega aðgengileg. Ég mun aldrei gleyma túlkun þeirra Caroline Palmer, Jacqueline Shave og Michael Stirling á Tríói í C-dúr nr. 43 Hob. XV:27 eftir Haydn; hún var svo mergjuð að á tímabili hélt ég að einhver hefði sett eitthvað í matinn minn. Samspilið var svo nákvæmt, hver einasta píanónóta svo skýr og strengjaraddirnar svo unaðslega mjúkar og vel mótaðar að það var nánast grun- samlegt. Þannig spilamennsku heyrir maður ekki oft hér á landi. Tónlistarhátíðin í Reykholti hefur verið haldin á hverju ári síðan 1997. Því miður hef ég ekki farið á hana í hvert sinn; ég fór í fyrra og líka 1998 eða 1999. í bæði skiptin var svipað upp á teningnum; í það heila var tónlistarflutningur- inn frábær og verkin á efnisskránni sömuleiðis. Það er líka gaman að koma í Reykholt; þegar veðrið er gott er hægt að ganga út á verönd með kaffibolla og svo má bregða sér niður í kjallara í sal safnað- arheimilisins og skoða sýninguna Snorri Sturluson og samtíð hans. Að vísu er ekki mikið um sýningargripi, t.d. er hvergi sverðið sem Ástþór Magnússon gerði mikið veður út af í Morgunblaðinu fyrir sjö árum síðan. En vissulega má lesa um ritstörf, menntun, eignir og höfuðból, siglingar, notkun hverahita - líka „heiðna menningu og ofbeldisdýrkun" eins og Ástþór orðaði það með þjósti í Morgunblaðinu. Fyrir utan er svo Snorralaug sem telst til merkustu fornminja í Reykholti. Tónlist ífyrndinni Nú má velta fyrir sér hvað tónlist eftir Haydn eða Schubert sé að gera í slíku umhverfi. Er eitthvað sem tengir klassíska tónlist við Reykholt? Á sýningunni TMM 2005 • 3 121
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.