Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Qupperneq 125

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Qupperneq 125
Tónlist Að Reykholt sé sögustaður réttlætir þó ekkert endilega að þar sé fyrst og fremst flutt sígild, evrópsk tónlist. Um tíu til fimmtán verk eru venjulega flutt á tónlistarhátíðinni þar; aðeins lítill hluti þeirra er íslenskur. Og samt er tón- listarhátíðin skrautfjöður staðarins og laðar til sín fjölda ferðamanna ár hvert. Eflaust hefðu margir aldrei farið í Reykholt, hvað þá séð sýninguna þar, ef tón- listarhátíðin hefði ekki verið haldin þar. Ef tónlistarhátíð er staðnum svona mikilvæg, þyrfti þá ekki að tengja hana betur við sögu staðarins? Ætti tónlistin ekki að miðla á einhvern hátt þeim menningararfi sem Reykholt táknar, líkt og gert er í Skálholti? Afhverju á að flytja klassíska tónlist þar? Afhverju ekki bara þjóðlagatónlist? Eða nýja íslenska tónlist byggða á Eddukvæðunum? Manni dettur jafnvel í hug að í Reykholti mætti halda hátíð helgaða Jóni Leifs, sem bæði rannsakaði íslenska alþýðutónlist og samdi músík innblásna af íslenskri náttúru og fornum kveð- skap. Það er ýmislegt sem við fyrstu sýn ætti betur heima þarna en þýsk, frönsk eða baltnesk tónlist. Reykholt stendur fyrir íslenskan menningararf og hvað er íslenskt við Beethoven eða Ravel? Menningararfur allra Málið er þó ekki svona einfalt, enda er menningararfur flókið fyrirbæri. I bókinni Heritage: Identification, Conservation, and Management eftir Graeme Aplin kemur fram að hlutverk menningararfs sé ekki síst að styrkja sjálfsmynd viðkomandi þjóðar; maðurinn lifi ekki á brauði einu saman; hann þurfi líka að finna að líf hans hafi tilgang, að tilvera hans hafi merkingu. Samkvæmt Aplin gefur menningararfur honum þessa merkingu, arfurinn er sameiningartákn og upphefur tiltekinn þátt fortíðarinnar, gefur honum eilíft líf. Óneitanlega er Reykholt minnisvarði um að hér hafi verið samin ein mestu bókmenntaverk miðalda, sem er ein helsta sönnunin fyrir því að við séum ekki bara einhver ómerkileg smáþjóð. En hversu séríslenskur er þessi bókmenntaarfur okkar? í bók Aplins kemur fram að ekki sé sjálfsagt að greina á milli hvað sé arfur tiltekinnar þjóðar og hvað sé hluti af sammannlegum arfi, óháð þjóðerni. Hann spyr hvort tiltekið listaverk, t.d. frá miðöldum, sem hafi skírskotanir í alþjóðlega menningararf- leifð og eigi erindi við stóran hluta mannkyns, sé ekki líka hluti af sammann- legum arfi, jafnvel þó það hafi verið samið eða skrifað á einhverju afmörkuðu svæði. Er ekki biblían sammannlegur arfur? Og hvað með verk Snorra? Eða tónlist Beethovens? Hún er ekkert frekar þýskur menningararfur en íslenskur; alltént á hún alveg jafnmikið erindi við okkur og Þjóðverja. Óhjákvæmlega leiðir þetta að spurningunni hvað listin, sérstaklega tónlist- in, eiginlega sé og hvað það sé sem geri hana að sameiginlegum arfi mannkyns. Þýski heimspekingurinn Theodor Adorno segir í greininni „Opera and the Long Playing Record" að uppfærslur á gömlum óperum eins og tónskáldin hugsuðu sér þær eigi ekki erindi við nútímamanninn því við lifum í allt öðru- vísi þjóðfélagi. Tilraunir til þess að setja upp nútímaútgáfur gamalla ópera TMM 2005 • 3 123
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.