Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Síða 126
Tónlist
gangi ekki heldur upp; þá sé verið að afskræma vilja tónskáldsins. Adorno
mælti því með að hlusta einfaldlega á upptökurnar í hátölurunum heima. Þá
myndi ekkert trufla; þannig væri hægt að ná beinu sambandi við hjarta tón-
listarinnar.
Túlka má þessi orð Adornos þannig að í kjarna tónlistarinnar sé einhver
merking óháð þeim tíma og umhverfi sem tónlistin er sprottin úr. Og þá má
spyrja hvort það sé ekki einmitt það sem gerir suma tónlist að sameiginlegum
menningararfi mannkyns. Að hún hafi - í sinni hreinustu mynd - merkingu
að einhverju leyti óháða þeim tíma og umhverfi sem hún er sprottin úr.
Mikilvægi tónlistarhátíðarinnar
{ þessu ljósi má segja að slagorðið Sígild tónlist í sögulegu umhverfi, sem er
yfirskrift tónlistarhátíðarinnar í Reykholti, missi marks. Vissulega er verið að
segja sannleikann, en sígild tónlist þarfnast ekki sögulegs umhverfis. Þó hún sé
þýsk, frönsk eða baltnesk þá er merking hennar óháð tilteknu umhverfi.
Samt myndi ég vilja sjá betri tengingu á milli tónlistarinnar og staðarins
sjálfs. Ekki í þeim skilningi að einhver önnur tónlist þurfi að hljóma í Reyk-
holti, heldur þarf að útskýra betur fyrir tónleikagestum að menningarstarfið í
Reykholti hafi alltaf verið samofið evrópskum menningarstraumum. Kannski
væri hægt að koma því á framfæri í tónleikaskránum; lesefnið sem tónleika-
gestir fá afhent á tónleikum er oft býsna fátæklegt. Þar er venjulega fróðleikur
um verkin á dagskránni og flytjendur, en sjaldnast er hann settur í stærra sam-
hengi. Tónleikaskrár eru þó varla nægilega stór vettvangur til að koma þessu á
framfæri, svo hér með auglýsi ég eftir góðum hugmyndum!
Þar sem tónlistarhátíðin í Reykholti er ekki bundin við Island, heldur er
alþjóðleg tónlistarhátíð, þá má segja að hún sé fyllilega í anda staðarins sam-
kvæmt því sem fram hefur komið í þessari grein. Steinunn Birna Ragnarsdóttir,
listrænn stjórnandi hátíðarinnar, hefur haft lag á að fá færustu tónlistarmenn
erlendis frá til að leika á hátíðinni og það er ekki aðeins íslenskum tónlistar-
unnendum ómetanlegt heldur gríðarleg hvatning fyrir hérlent tónlistarfólk.
Ástæðuna fyrir gróskunni í tónlistarlífinu hér, sem er hreint ótrúleg þegar
haft er í huga hve frumstæð við vorum fyrir rúmri öld, má ekki síst rekja til
erlendra tónlistarmanna sem hingað fluttust á fyrri hluta 20. aldarinnar. Þess-
ir menn, dr. Franz Mixa, dr. Victor Urbancic, dr. Róbert Abraham, dr. Heinz
Edelstein og fleiri, höfðu gríðarleg áhrif á vöxt íslensks tónlistarlífs og það er
ekki síst þeim að þakka að við eigum núna afbragðs sinfóníuhljómsveit, fær-
ustu einleikara og einsöngvara, og heimsfrægt tónlistarfólk á borð við Björk
Guðmundsdóttur og Sigurrós. Þessir einstaklingar spruttu ekki fram sisvona
heldur hafa þeir þurft að sækja sér menntun á sviði tónlistar. Ef færir tónlist-
armenn hefðu ekki sest hér að, og ef ótalmargir íslenskir tónlistarnemendur
hefðu ekki sótt nám í bestu erlendu tónlistarháskólum sem völ er á, væri ekki
mikil tónlistarmenning á fslandi. Við værum enn á villimannastiginu. Alþjóð-
leg tónlistarhátíð í Reykholti er því ekki aðeins viðeigandi fyrir þetta mikla
124
TMM 2005 • 3