Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Qupperneq 129

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2005, Qupperneq 129
Umræður atriðum og hafna dramatískri uppbyggingu. M.ö.o. sýna verkið sem birtingu ferlis, rétt eins og hver stund er í raun, hvað sem líður stórum áætlunum. í stað þess að hanna „vel gert“ listaverk, þar sem öllu sem nöfnum tjáir að nefna úr hugtakasafni fræðanna er haganlega komið fyrir, skapar listamaðurinn aðstæður sem hann veit í hjarta sínu að eru sannar á þeim stað og þeirri stundu sem gjörningurinn á sér stað. Aðstæður sem treysta jafnt flytjendum og áhorf- endum til að vera með, hér og nú. Þegar slík verk eru í boði, t.d. í leikhúsi, reynir vissulega á áhorfanda sem þangað er kominn í leit að vandlega útfærðum fræðikenningum, hefðbundinni frásögn eða formrænum ramma sem skapar notalegan skilning á því sem fram fer. Kyrrðin ærir suma, þörfin fyrir hefðbundna framvindu og skýr skilaboð fyllir aðra óþoli og einhver veltir því kannski fyrir sér eftir á „hvaða tilgangi það þjónaði að sjá það allt.“ (Sesselja G. Magnúsdóttir, TMM 2, 2005 bls. 112) Það getur verið mikil þolraun fyrir besta fólk að þurfa að „vera með sjálfu sér“ í rúma klukkustund og komast hvergi. Sjálfur á ég örlítinn þátt í mótun þessa verks en hef þó aðallega notið þess að fá að fylgjast með flóknu og um margt einstöku verki þroskast og mótast í meðförum Helenu og þeirra úrvals listamanna sem slegist hafa í hennar hóp á leiðinni. Helena hefur það sem meginforsendu í mótun og útfærslu verksins að gefa áhorfandanum tækifæri til að fullmóta verkið með eigin nærveru og athygli. Open Source er, líkt og ótal lifandi sýni úr mannlegri tilveru, fengin að láni eitt andartak til að gefa okkur öllum færi á að upplifa margbreytileika tilverunnar á eigin forsendum. Eðli málsins samkvæmt gerir slíkt verk ekki sjálfu sér hátt undir höfði, hvorki að formi né umbúnaði. Það er eins og margóma mynd, hreyfing, hljóð og textaflæði í opnu rými þar sem tryggt er að allir hafi pláss til að upplifa sína tengingu, sína sögu, sinn hljóm og sína hreyfingu. Eða svo vitnað sé aftur í Pál Baldvin; „Open Source er ögrandi og skemmtilegt verk, fullt af furðu og spurn ... Tónaflóðið kemur og fer, undarlega seiðandi kvika af hljóðum.“ Allir geta fundið sitt bragð af þessari sneið úr tilverunni. Og um það snýst málið. í raun er ekki orðum eyðandi á umsögn Sesselju um þetta verk. Það er hins vegar dapurlegt að fyrir tilstilli hins ágæta tímarits MM muni tilraun dans- fræðingsins til að þröngva verkinu inn í tillærða staðla dansfræðinnar lifa sem marktæk heimild um það sem fram fór. Maður verður samt að vera sanngjarn: Frá dansfræðilegu sjónarmiði vantar sjálfsagt flest allt í Open Source sem á að vera í einu stykki danssýningu. Þ.e.a.s. danssýningu eins og þeirri sem dansfræðingurinn hafði ákveðið að sjá. Það vildi bara svo óheppilega til að það var ekki sú sýning sem verið var að sýna þetta kvöld. TMM 2005 • 3 127
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.