Heimsmynd - 01.08.1994, Qupperneq 33
aö velta þessum bíl, því hann er mjög
stöðugur í akstri.
Næst er að stilla upp keilum með jöfnu
millibLli og fara í svig á milli þeirra. Þá
finn ég aftur eins og í brautarakstiinum
að í kröppum beygjum leggur bíllinn
dekkið undir sig. En við skulum ekki
gleyma því að þetta er jeppi, ekki fólks-
bíll, og því ekki hægt að ætlast til sams-
konar aksturseiginleika að þessu leyt-
inu.
Næst er að reynabremsuhæfnina. Eg
keyri á 60 km hraða og bremsa á fyrir-
fram ákveðnum stað. Til að fullstoppa
þarf ég 12,5 metra en til að fullstoppa
með því að draga öll hjól þarf ég 17
metra. Því segi ég bremsumar góðar.
Loks, áður en ég fer heim, ætla ég að
skipta um dekk. Kemst með engii fyrir-
höfn að tjakknum sem er skorðaður inn
í hliðina á farangursrýminu og losa
varadekkið auðveldlega. Felgumiðjan
losnar eins og ekkert sé, en þegar ég
ætla að losa ræmar kemur babb í bátinn.
Ég kem felgulyklinum með engu móti
upp á ræmar, sama hvað ég reyni. Gefst
upp, pakka öllu saman og þakka min-
um sæla fyiir að ekki hafi sprungið hjá
mér í alvörunni.
Seinna fæ ég svo skýringu á þessu hjá
umboðinu. Það er nefnilega búið að
breyta smávegis eintakinu sem ég er að
prófa. Bæði búið að hækka þetta eintak
af bílnum örlítið og skipta um dekk og
felgur. Slíkar breytingar geta raskað
aksturseiginleikum bílsins frá því sem
prýðir upprunalegt eintak og kannski
hefur þessi smábreyting hjá umboðinu
eitthvað með það að gera að mér þótti
billinn dálítið leggja undir sig dekkin í
beygjunum.
Dagur 3
Núei'gaman
Núna er farið eftir malarvegum í sveit-
ina og nú verð ég hrifin. Bíllinn stein-
liggur á mölinni, er þýður, rásfastur og
fjöðrunin er hrein unun. Veghljóðin
heyrast lítið sem ekkert og það er hrein-
lega gaman að keyra á malarvegi í þess-
um bíl. Hann kemst l£ka allt sem meðal
íslendingurinn þarf að komast, þótt há-
fjallafólk myndi sjálfsagt kalla hann
slyddujeppa. En í ferðir út á land, skíða-
ferðir, veiðiferðir, útilegur og þess hátt-
ar er þetta tilvalinn bíll og hefur það í
plús að hafa allt til að bera sem prýðir
góðan innanbæjarbíl. Ég get nefnt
nokkra plúsa til viðbótar; konur í mín-
um stærðarflokki þurfa ekki koll til að
klifra upp í hann, það er ekkert mál að
skipta úr afturdrifi í framdrif og svo
framarlega sem hraðamæliiinn sýnir 40
km þá stundina rennur gírstöngin ljúf-
lega og fyiirhafnarlaust í fjórhjóladrifið.
Dagur4
Basl með þvottakúst
í dag þríf ég jeppann eftir sveitaferðina
og veitir ekki af. Þvæ hann hátt og lágt,
en lendi í bölvuðu basli með þvottakúst-
inn hjá varadekkinu á afturhleranum.
Dekkið er nefnilega boltað á hlerann og
því er ekki hægt að þvo þar í kring með
venjulegum þvottakústi. Þetta er galli
sem býður heim hættunni á lakk-
skemmdum, nema að fólk sé þeim mim
snyrtilegra og passi upp á að þiífa svæð-
ið með svampi. Hins vegar er stór kostur
að afturhlerinn opnast út til hliðar, en
ekki upp í loft. Innandyra er gott að
komast að öllu með venjulegum ryk-
sugustút og það næst vel úr teppunum.
Farangursrýmið er nokkuð gott þegar
5 farþegar eru í bílnum og ég er hrifin
af því auðvelda kerfi sem er á hlutunum
ef maður þarf að leggja sætisbökin nið-
ur aftur í og þess vegna velta setunni
upp líka til að stórauka farangurspláss.
En auðvitað voru öll fimm sætin á sín-
um stað þegar ég mátaði að vanda Sil-
verkross-barnavagn aftur í og þurfti
bara að leggja niður skerminn og hand-
fangið. Og Hagkaupspokarnir sex sem
fylgdu helgarinnkaupunum fóru fjórir
til hliðar við vagninn og tveir ofan í
hann. Hins vegar snarminnkaði farang-
ursrýmið niður í nánast ekki neitt þegar
öll sætin 7 voru notuð undir farþega, en
að eiga möguleika á slíkum farþega-
fjölda í jeppa sem er þó ekki stærri um
sig en Nissan Terrano n er afskaplega
stór plús. Það fór líka ótrúlega vel um
alla farþegana sjö, sem kom mér nokk-
uð á óvart, því jeppinn virkar ekki svo
stór þegar maður horfir á hann. En
hann leynir heldur betur á sér.
NISSAN TERRANOII
Tækniupplýsingar
Vélarstærö 2,4 I 4 cyl. 12 ventla, bein innspýting
Hestöfl 124
Hröóun 0-100 km/klst. 14,0 sek.
Bensíntankur 80 I
Bensíntegund 95 okt.
Bensíneyösla i blönduðum akstri 13,3
Farangursrými 830 kg
Eigin þyngd 1.750 kg
Hámarksþyngd 2.580 kg
(Bíll-bensín-farþegar-farangur)
Bíllengd 4,58 metrar
Bílbreidd án spegla 1,73 metrar
Staðgreiðsluverð á mismunandi útgáfum
bílsins
NISSAN TERRAN0 II SGX 5d/2,4L/4WD kr. 2.758.000
Nissan Terrano II LX 3d/2,4L/4WD. kr. 2.388.000
Nissan Terrano II SLX 5d/2,4L/4WD kr. 2.638.000
Staðalbúnaður:
Sjálfvirkar driflokur aö framan.
75% driflæsing á afturöxli.
Rafdrifnar rúður.
Samlæsing á hurðum.
Hiti í sætum.
Snúningsliraðamælir.
Hæðastilling á bílstjórasetu.
Mjóbaksstuðningur sætum.
Lokað geymsluhólf á milli framsæta.
Topplúga.
Þokuljós að framan.
Aukabúnaður:
Álfelgur.
Brettakantar.
Grjótgrind að framan.
Toppgrind.
Hlífar á Ijós.
Stigbretti.