Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 37

Heimsmynd - 01.08.1994, Blaðsíða 37
sem þó tala fijálslega um samfarir, fullnæg- ingu og fleira - þær tala heldur ekki um klám. Ein ástæðan er sú að margar konur og karl- ar einnig upplifa klámmyndir sem samnefn- ara fyrir allt sem er konum niðurlægjandi. I ffamhaldinu af því að þykja niðurlægjandi fyr- ir konur að horfa á og niðurlægjandi fyrir konur að leika í. Því til viðbótar má svo velta fyrir sér hvort mikil umræða undanfarinna ára um kynferðisofbeldi hafi einhver áhrif líka. En það koma í ljós athyglisverðar stað- reyndir þegar farið er að skoða málið, eins og mikið hefur verið gert af í erlendum tímarit- um að undanförnu. Það er einhvern veginn eins og einhver hafi ýtt á takka og sagt: nú má skrifa um konur og kláni og um að konur noti líka klám. Það er varla hægt að fletta því tíma- riti sem höfðar til kvenna, hvort sem það er breskt, bandarískt, þýskt eða ffanskt, svo ekki bregði fýrir umfjöllun um þessi mál. Og það tímarit sem á sínum tíma reið á vaðið með opinskáa kynlífsumfjöllun skrifaða af konu útfrá sjónarhól kvenna, bandaríska tímaritið Details, hampar nú nijög þessum pisdahöfundi. Ekki af ástæðulausu því þar er á ferðinni mestlesna ehti blaðsins aðjafnaði. Annað bandarískt blað, kvennatímaritið Har- per’s Bazaar, hefúr að undanfömu birt hveija greinina á fætum annarri í þessa áttina og þar koma fram ýmsar athyglisverðar staðreyndir, sem segja einfaldlega - þótt konur tali ekki urn klám þá nota konurklám. Kannski ekki eins mik- ið og karlmenn og kannski dálítíð öðmvísi, en eigi að síður. Sú tegund kláms sem fýrst og ffemst um ræðir em klámmyndir. Misbláar fullorðinsmyndir, allt frá svokölluð- um ,ffæðslumyndum“ sem em markaðssettar fýrir fólk „sem vill læra betur að þekkja sjálft sig í bólinu, finna nýjar aðferðir og betmm- bæta sig á þessum sviði“ og svo framvegis. Myndir sem eru stundum ekki annað en hreinar klámyndir nema að í stað einhvers söguþráðar til að tengja á milli samfarasena koma leiðbeiningamyndir og vissulega fylgir oft með heilmikil ffæðsla í myndum og máli. Svona myndir virðist konum þykja miklu rninna mál að viðurkenna að þær hafi horft á ogjafnvel orðið sér úti um sjálfar. Fræðslu- myndimar hafa hér á landi sem annars staðar selst vel, sérstaklega þegar boðið er upp á þær í fjarverslun eins og póstverslunum eða Sjón- varpsmarkaði, þar sem kaupandinn þarf ekki að standa augliti til auglits frammi fýrir af- greiðslufólki og fær spóluna senda í pósti án þess að nokkur geti getið sér til um innihald pakkans. Það er sem sé allt frá „fræðslumyndunum" og upp í miklu dökkblárri myndir sem um ræðir, nota bene án þess þó að flokkast undir óeðlis- myndir eða barnaklám. Heldur einfaldlega bláar fullorðinsmyndir. Skilgreiningin á því hvað sé klámmynd og hvað ekki er líka dálítið reikul og eðlilega ein- staklingsbundin, en ástæðan fýrir vinsældum „fræðslumyndbanda“ er líklega einmitt nafn- giftin. Það þykir sem sé mörgum allt annað mál að horfa á fræðandi kynlífsefni en klám- mynd. En í þessu sambandi má benda á at- hyglisverða skilgieiningu rithöfundarins Um- berto Eco (Nafn rósarinnar) í tímaritapistli um klámmyndir nýverið þar sem hann segir: „Það sem þú ert að horfa á er klámmynd sam- kvæmt þinni eigin skilgreiningu þegar að þú nennir ekki að horfa á atriðin þar sem verið er að búa til einhvem söguþráð og hraðspólar á milli samfarasena." Nýleg bandaiisk könnun sem gerð var á údáni klámmynda hjá 500 myndbandaleigum sýndi athyglisverðar niðurstöður. Rúmlega 25% allra klámmynda í údeigu vom teknar á leigu af konum. Væntanlega til að horfa á þær. Þetta er miklu stærra hlutfall en menn áttu von á að sjá í niðurstöðunum. Og þá er ekki inni í myndinni hversu stórt hlutfall kvenna biðu heima og horfðu líka á hin 75% klám- myndanna sem leigðar voru af karlmönnum. Nokkuð sem styrkir aðra staðreynd sem kom fram í annarri bandarískri rannsókn á meðal 300 kvenna á aldrinum 25-40 ára; konur sem horfa reglulega á klámmyndir gera það í yfir 90% tilvika með eiginmanni eða unnusta og tengja áhorfið sínu eigin samlífi. Sem sé kon- ur horfa almennt ekki einar á klám né nota það til kynferðislegrar örvunar í einrúmi á þann hátt sem sumir karlmenn gera. Hins vegar er þetta atriði sem ýmsir hafa bent á í skrifum sínum undanfarið, að konur ættu ein- mittaðgera. Það er fleira öðruvísi við hvemig konur nota klám. Eigandi klámbúðar í San Fransisco, kona, segir í viðtali við Harper’s Bazaai' mik- inn mun vera á kynjunum í þessum efnum. Hún hefur líklega nokkuð til síns máls, þar sem hún kallar saman bæði menn og konur til að horfa á og „krítísera“ nýjar klámmyndir. Reglan á slíkum ssýningum er sú að ef þrír eða fleiri biðja um hraðspólun er hraðspólað þar til einhver segir stopp. Yfirleitt þannig að karlmennirnir í hópnum vilja hraðspólayfir atriðin sem eiga að tengja á milli kynlífssena og horfa síðan á kynlífssenumar allar frá upp- hafi tíl enda. Konumar í hópnum vilja aftur á móti líka sjá atriðin sem sýna aðdragandann, helst langan og mikinn forleik áður en kemur að kynlífinu sjálfu. En þær hafa fæstar áhuga á að horfa á einhæfar tuttugu mínúdia samfara- senur frá upphafi tíl enda og þær hafa sjaldn- ast áhuga á „stelpusenum“. Það hefur líka sýnt sig í aukinni framleiðslu klámmynda fýrir konur sem eru gerðar undir leikstjóm kvenna, að uppbygging kynlífssena er talsvert ffábmgðin hefðbtmdna forminu að þessu leyti. Kvennamyndimar em sagðar um margt frábrugðnar hefðbundnum klám- myndum, þær hafi yfirleitt á sér fallegrayfir- bragð, konurnar eru í aðalhlutverkum en ekki einhverskonar þjónustuhlutverkum og kynlífið felist ekki bara í ólíkum samfarastell- ingum. Það fái að eiga sér langan og líflegan aðdraganda og ekki síðri eftirmála. Klám- myndir gerðar af konum em þá þáttur þessar- ar kvikmyndaframleiðslu sem hvað mestur vöxtur er í einmitt nú. En ef svona margar konur eins og þessar kannanir benda tíl em að horfa á klámmyndir hvort sem þær viðurkenna það eða ekki, hvað eru þær að fa út úr því? Svörin og vangaveltumar sem finna má í öll- um þessum nýlegu umfjöllunum eru rnörg. Tilbreyting, leit að einhverju nýju og öðruvísi tíl að hafa með í kynlífinu með maka sínum, er sjálfsagt það algengasta, hvort þá sem verið er að nota klámmyndir tíl að uppgötva nýjar aðferðir, tíl að hafa í gangi á skjánum um leið og eigið kynlíf er í gangi í rúminu, eða bara til að sitja uppi í sófa og upplifa alls kyns fantas- íur og aðstæður á skjánum. „Líklega opna klámmyndir konum dyr að ýmsum hlutum á kynlífssviðinu sem þær vilja vita af og vilja sjá, án þess að hafa endilega löngum eða áhuga á að upplifa í eigin persónu" Því líklega opna klámmyndir mörgum kon- um dyr að ýmsum hliðum kynlífsins sem þær vilja vita af og vilja sjá, án þess að hafa endilega áhuga eða löngun til að upplifa í eigin persónu. Þetta ættu allt að vera fullgildar ástæður fýrir því að konur horfi á klám ekki síður en karlmenn og þegai' horft er á hlutína í þessu samhengi er vandséð af hveiju konur ættu eitthvað síður að gera það en karlar. Og séum við ekki þeim mun ólíkari öðrum þjóð- um þá er býsna stór hópur íslenskra kvenna að horfa á klám þessa dagana. En eins og ger- ist erlendis má helst ekki tala um klám og alls ekki gefa í skyn að kona geti haft nokkra ástæðu tíl eða ánægju af því að horfa á klám. Og sjálfsagt er langt, langt í að það breytist Heimsmynd / ágúst - september (37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.