Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 89

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Qupperneq 89
Því er mikilvægt að horft sé til þeirra beggja þegar verið er að skoða verndandi þætti ásamt gengi í skóla og andlegri og lík- amlegri líðan. Sjálfsvirðing (e. self-esteem) einstaklings, sem er sá þáttur sjálfsmyndar sem oftast er mældur, er með já - kvæða fylgni við jákvæðar hugmyndir hans um líkama sinn (Martín-albo o.fl., 2007). auk þess eru unglingar með sterka sjálfsmynd líklegri en aðrir til að telja líkamlega og andlega heilsu sína góða (Vigdís hrönn Viggósdóttir og guðrún krist- jánsdóttir, 2016). Þá er einnig jákvæð fylgni á milli sjálfs- myndar og almennrar heilsu (Moksnes o.fl., 2016) og góðs gengis í skóla (Dudovitz o.fl., 2017). Sjálfstrú er mikilvægur þáttur í því hvernig einstaklingur tekst á við lífið en þeir sem eru með mikla sjálfstrú eiga auðveldara með að takast á við erfið verkefni á farsælan hátt (Bandura, 1993). rannsóknir benda til þess að einstaklingum með mikla sjálfstrú gangi betur í skóla og séu ólíklegri til að stunda áhættuhegðun en þeir sem hafa litla sjálfstrú (Chapman o.fl., 2011; Mcgeown o.fl., 2014; Prince-Embury, 2015) og að gott gengi í skóla sé verndandi þáttur gegn andlegri vanlíðan líkt og þunglyndi (Langille o.fl., 2012; Oberle o.fl., 2011). Þá getur gott gengi í skóla einnig aukið sjálfstrú einstaklingsins (Butz og usher, 2015, Deković, 1999). undir hugsmíðina áhættuþættir falla oft þættir sem eru andstæða þeirra sem falla undir verndandi þætti. Þannig getur veik sjálfsmynd og lítil sjálfstrú haft gagnstæð áhrif við sterka sjálfsmynd og mikla sjálfstrú. fram hefur komið í rannsóknum að veik sjálfsmynd tengist verri andlegri líðan (Carbonell o.fl., 2002; Deković, 1999; Moksnes o.fl., 2016) og að þeir sem eru með litla sjálfstrú eru líklegri til að vera þunglyndir og finna frekar fyrir kvíða en þeir sem eru með mikla sjálfstrú (Band- ura, 1993). Þá má einnig sjá að unglingum sem gengur verr í skóla eru líklegri til að stunda áhættuhegðun eins og áfengis- drykkju heldur en þeim sem gengur vel (Donath o.fl., 2012) en andleg vanlíðan tengist einnig aukinni áfengisdrykkju (Cairns o.fl., 2014). klíníska skimunartækið hEiLung var þróað til þess að greina og meta verndandi þætti en jafnframt áhættuþætti/ áhættuhegðun í lífi unglinga með það að markmiði að stuðla að heilbrigði þeirra (Sóley S. Bender, 2019). klínísk skimun- artæki eru að jafnaði hugsuð til að safna miklum upplýsingum á stuttum tíma og þau geta nýst vel í starfi skólahjúkrunar - fræðinga (Brynja Örlygsdóttir o.fl., 2016). rannsóknir benda til þess að heilbrigðisstarfsmenn veigri sér við að ræða um erfið mál, líkt og áhættuhegðun og líðan unglinga (Salerno, 2008), og því er mikilvægt að þeir hafi tæki sem auðveldar það ferli. jafnframt er mikilvægt að skólahjúkrunarfræðingar öðlist heildræna sýn á heilbrigði unglinga. Megintilgangur þessarar rannsóknar var að forprófa klín- íska skimunartækið hEiLung með tilliti til áreiðanleika og réttmætis en einnig til að skoða hagnýtingu þess. Lagðar voru til grundvallar tvær rannsóknarspurningar: Er klíníska skim- unartækið hEiLung áreiðanlegt og réttmætt? hvernig nýtist klíníska skimunartækið hEiLung við mat á heilbrigði ung- linga? Aðferð rannsóknin fól í sér forprófun (e. pilot test) til að meta áreiðan - leika og réttmæti klíníska skimunartækisins hEiLung. auk þess voru hálfstöðluð viðtöl við skóla hjúkrunar fræð ing tekin til þess að meta hagnýtt gildi skimunartækisins. Þátttakendur Stuðst var við tilgangsúrtak (e. purposive sample). Í þessari rannsókn voru þátttakendur valdir út frá því að þeir voru nem- endur í framhaldsskóla og leituðu til skólahjúkrunarfræðings til heilsueflingar. fyrirhugað var að fá um 80 þátttakendur. Skimunartækið HEILUNG fjallað er um þróun skimunartækisins hEiLung í grein Sól - eyjar S. Bender (2019) og er vísað í þá grein til frekari upp - lýsingar. hEiLung er ætlað að skima eftir verndandi þáttum og áhættuþáttum/áhættuhegðun. alls voru 34 spurningar í skimunartækinu sem komu inn á margvíslega þætti er varða heilbrigði unglinga: líkamlega, andlega, félagslega, kynheil- brigðislega og lífsstílslega þætti. Til að kanna bakgrunn nem- enda voru þeir spurðir um aldur (hlutfallskvarði) og kyn (tví- kosta flokkunarkvarði). Spurt var um gengi í skóla (fimm punkta Likert-kvarði). Einnig voru nemendur spurðir hvernig þeir teldu andlega og líkamlega heilsu sína vera (fjögurra punkta Likert-kvarði). Sjö atriði mældu verndandi þætti (fimm punkta Likert-kvarði) og 22 atriði mældu áhættuþætti/áhættu- hegðun (tvíkosta flokkunarkvarði). fyrir verndandi þætti var lægst hægt að fá 7 stig og hæst 35; fleiri stig bentu til fleiri vernd- andi þátta. fyrir áhættuþætti/áhættuhegðun var hægt að fá 0 til 22 stig þar sem fleiri stig gáfu til kynna meiri áhættu. Skimun- artækið hEiLung var alls tvær blaðsíður og sett upp á þann hátt að auðvelt væri fyrir skólahjúkrunarfræðing að lesa úr því. Framkvæmd Vísindanefnd heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og háskóla Íslands gaf leyfi fyrir rannsókninni og var hún tilkynnt til Per- sónuverndar nr. S7560/2015. Leyfi voru einnig fengin hjá rektor viðkomandi framhaldsskóla, yfirhjúkrunarfræðingi á heilsugæslu Miðbæjar, skólahjúkrunarfræðingi, nemendum 18 ára og eldri og forráðamönnum nemenda yngri en 18 ára. Sett var það skilyrði að skólahjúkrunarfræðingur væri í að minnsta kosti 50% stöðu til þess að rannsókn gæti farið fram í viðkomandi skóla. aðeins einn skóli uppfyllti það skilyrði. Vorið 2016 voru um 850 nemendur á fjórum skólaárum í þeim framhaldsskóla. Áður en skimunartækið hEiLung var lagt fyrir nemanda fékk hann upplýsingablað um rannsóknina og hún útskýrð fyrir honum. Ef nemandi var 18 ára eða eldri var óskað eftir undirrituðu samþykki hans fyrir þátttöku í rannsókninni. Ef hann var yngri en 18 ára gat hann ákveðið hvort hann svaraði skimunartækinu en gagnagreining var háð samþykki forráða - manns. haft var samband við 29 forráðamenn; 15 samþykktu þátttöku í gegnum tölvupóst en hringt var í hina 14 til þess að ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 89
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.