Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Page 93
stöður óljósari varðandi áhættuþætti/áhættuhegðun. reynsla
skólahjúkrunarfræðings sýndi að hEiLung hentar vel til
skimunar á heilbrigði unglinga í framhaldsskólum.
Áreiðanleiki og réttmæti
innra samræmi hEiLung á verndandi þáttum var gott og
mældist með Cronbach’s alpha yfir α=0,8 sem er mjög gott
fyrir nýtt skimunartæki (Polit og Beck, 2012). hins vegar var
ekki hægt að þáttagreina atriðin sem mynduðu áhættu -
kvarðann. Það getur verið vegna þess að stuðst var við tvíkosta
flokkunarkvarða (já/nei) og því fékkst ekki næg dreifing svara.
Tvíkosta svarmöguleikar hafa áður valdið erfiðleikum við úr-
vinnslu gagna og benda rannsóknir til þess að ef mælitæki er
sett yfir á Likert-kvarða geti það haft jákvæð áhrif á áreiðan-
leika og réttmæti þess (kristján ketill Stefánsson o.fl., 2014).
Það gefur tilefni til þess að skoða fyrir næstu prófun á hEiL-
ung hvort færa eigi svarmöguleikana á áhættuþáttum/áhættu -
hegðun yfir á Likert-kvarða.
hugsmíðaréttmæti skimunartækis segir til um hvort það
mæli það sem því er ætlað að mæla og hvort niðurstöður þess
séu í takt við fyrri rannsóknir og kenningar (Polit og Beck,
2012). Sú kenning sem var lögð til grundvallar þróun hEiL-
ung var kenning um seiglu (rew og horner, 2003). hún
bygg ist á tveimur hugsmíðum, þ.e. verndandi þáttum og
áhættu þáttum. fylgniútreikningar og t-próf sýndu að hugtökin
sjálfsmynd og sjálfstrú ásamt breytunum gengi í skóla og and-
leg og líkamleg heilsa flokkuðust á svipaðan hátt og hugmynda -
fræðin um verndandi þætti og rannsóknir, sem gerðar hafa
verið á þessum breytum, gefa til kynna. Það þýðir að sterkar
vísbendingar eru um það að skimunartækið hEiLung sýni
fram á hugsmíðaréttmæti þeirra breyta sem ætlað er að meta
verndandi þætti. Þegar niðurstöður þessarar rannsóknar eru
bornar saman við fyrri rannsóknir styðja þær að miklu leyti
hugsmíðaréttmæti rannsóknarinnar. Líkt og í fyrri rann-
sóknum var fylgni á milli sjálfsmyndar og sjálfstrúar (judge
o.fl., 2003) en auk þess kom fram í niðurstöðum að þeir sem
voru með sterkari sjálfsmynd töldu andlega líðan sína betri,
eins og kom fram hjá Vigdísi hrönn Viggósdóttir og guðrúnu
kristjánsdóttir (2016). Einnig kom í ljós að þeir sem voru með
mikla sjálfstrú töldu sig vera við betri andlega líðan en þeir
sem minni sjálfstrú höfðu og aðrar rannsóknir hafa sýnt svip -
uð tengsl (Bandura, 1993). að sama skapi voru tengsl á milli
gengis í skóla við sjálfstrú þau sömu og í fyrri rannsóknum en
þeir sem voru með mikla sjálfstrú töldu sér ganga betur í skóla
en hinir sem lakar gekk í skóla (Mcgeown o.fl., 2014). niður -
stöður bentu til þess að nemendur sem höfðu meiri sjálfstrú
fengu færri stig á áhættukvarða en hinir sem minni sjálfstrú
höfðu. Þó að þær niðurstöður hafi ekki verið marktækar er
samhljómur á milli þeirra og fyrri rannsókna (Prince-Embury,
2015). Einnig kom fram í niðurstöðum að þeir sem töldu sig
við verri andlega heilsu fengu fleirri stig á áhættukvarða en
það svipar til niðurstaðna annarra rannsókna (Cairns o.fl.,
2014).
Til frekari stuðnings hugsmíðaréttmætinu hlóðu næstum
öll þau atriði saman í þáttagreiningu sem höfðu sameiginlega
merkingu. Tvær af spurningunum undir sjálfsmyndarþætt-
inum voru fengnar úr kvarða rosenberg um sjálfsvirðingu sem
er eins þáttar kvarði (Schmitt og allik, 2005) og styrkir það því
niðurstöður þessarar rannsóknar. Spurning varðandi líkams -
ímynd féll einnig undir sjálfsmyndarþátt en það er í samræmi
við niðurstöður fyrri rannsókna (Martín-albo o.fl., 2007).
Spurningum sem féllu innan sjálfstrúarþáttar svipaði til spurn-
inga úr mælitæki sem mælir almenna sjálfstrú en rannsóknir
hafa bent til þess að það sé eins þáttar mælitæki (Scholz o.fl.,
2002). niðurstöður rannsóknarinnar gefa því góða hugmynd
um hugsmíðaréttmæti hEiLung hvað varðar verndandi
þætti en frekari rannsóknir þarf til þess að meta hugsmíðarétt-
mæti áhættuþátta/áhættuhegðunar.
ritrýnd grein scientific paper
tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 93
Tafla 5. Munur á meðaltölum á áhættukvarða eftir gengi í skóla, mati á andlegri heilsu og líkamlegri heilsu
fjöldi Meðaltal Staðalfrávik t df p
Gengi í skóla
Áhættuhegðun Mjög vel / vel 36 3,58 2,23 -2,89 58 0,005**
nokkuð vel / fremur illa 24 5,25 2,11
Mat á andlegri heilsu
Áhættuhegðun Mjög góð / góð 41 3,88 2,33 -2,03 58 0,047*
Sæmileg / léleg 19 5,16 2,14
Mat á líkamlegri heilsu
Áhættuhegðun Mjög góð / góð 50 3,88 2,24 -3,07 59 0,003**
Sæmileg / léleg 11 6,09 1,76
a) Í spurningu um gengi í skóla voru sameinaðir svarmöguleikarnir mjög vel og vel og síðan nokkuð vel og fremur illa.
b) Í spurningum um andlega og líkamlega heilsu voru sameinaðir svarmöguleikarnir mjög góð og góð og síðan sæmileg og léleg.
* Marktækni við p<0,05
** Marktækni við p<0,01