Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 93

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2019, Síða 93
stöður óljósari varðandi áhættuþætti/áhættuhegðun. reynsla skólahjúkrunarfræðings sýndi að hEiLung hentar vel til skimunar á heilbrigði unglinga í framhaldsskólum. Áreiðanleiki og réttmæti innra samræmi hEiLung á verndandi þáttum var gott og mældist með Cronbach’s alpha yfir α=0,8 sem er mjög gott fyrir nýtt skimunartæki (Polit og Beck, 2012). hins vegar var ekki hægt að þáttagreina atriðin sem mynduðu áhættu - kvarðann. Það getur verið vegna þess að stuðst var við tvíkosta flokkunarkvarða (já/nei) og því fékkst ekki næg dreifing svara. Tvíkosta svarmöguleikar hafa áður valdið erfiðleikum við úr- vinnslu gagna og benda rannsóknir til þess að ef mælitæki er sett yfir á Likert-kvarða geti það haft jákvæð áhrif á áreiðan- leika og réttmæti þess (kristján ketill Stefánsson o.fl., 2014). Það gefur tilefni til þess að skoða fyrir næstu prófun á hEiL- ung hvort færa eigi svarmöguleikana á áhættuþáttum/áhættu - hegðun yfir á Likert-kvarða. hugsmíðaréttmæti skimunartækis segir til um hvort það mæli það sem því er ætlað að mæla og hvort niðurstöður þess séu í takt við fyrri rannsóknir og kenningar (Polit og Beck, 2012). Sú kenning sem var lögð til grundvallar þróun hEiL- ung var kenning um seiglu (rew og horner, 2003). hún bygg ist á tveimur hugsmíðum, þ.e. verndandi þáttum og áhættu þáttum. fylgniútreikningar og t-próf sýndu að hugtökin sjálfsmynd og sjálfstrú ásamt breytunum gengi í skóla og and- leg og líkamleg heilsa flokkuðust á svipaðan hátt og hugmynda - fræðin um verndandi þætti og rannsóknir, sem gerðar hafa verið á þessum breytum, gefa til kynna. Það þýðir að sterkar vísbendingar eru um það að skimunartækið hEiLung sýni fram á hugsmíðaréttmæti þeirra breyta sem ætlað er að meta verndandi þætti. Þegar niðurstöður þessarar rannsóknar eru bornar saman við fyrri rannsóknir styðja þær að miklu leyti hugsmíðaréttmæti rannsóknarinnar. Líkt og í fyrri rann- sóknum var fylgni á milli sjálfsmyndar og sjálfstrúar (judge o.fl., 2003) en auk þess kom fram í niðurstöðum að þeir sem voru með sterkari sjálfsmynd töldu andlega líðan sína betri, eins og kom fram hjá Vigdísi hrönn Viggósdóttir og guðrúnu kristjánsdóttir (2016). Einnig kom í ljós að þeir sem voru með mikla sjálfstrú töldu sig vera við betri andlega líðan en þeir sem minni sjálfstrú höfðu og aðrar rannsóknir hafa sýnt svip - uð tengsl (Bandura, 1993). að sama skapi voru tengsl á milli gengis í skóla við sjálfstrú þau sömu og í fyrri rannsóknum en þeir sem voru með mikla sjálfstrú töldu sér ganga betur í skóla en hinir sem lakar gekk í skóla (Mcgeown o.fl., 2014). niður - stöður bentu til þess að nemendur sem höfðu meiri sjálfstrú fengu færri stig á áhættukvarða en hinir sem minni sjálfstrú höfðu. Þó að þær niðurstöður hafi ekki verið marktækar er samhljómur á milli þeirra og fyrri rannsókna (Prince-Embury, 2015). Einnig kom fram í niðurstöðum að þeir sem töldu sig við verri andlega heilsu fengu fleirri stig á áhættukvarða en það svipar til niðurstaðna annarra rannsókna (Cairns o.fl., 2014). Til frekari stuðnings hugsmíðaréttmætinu hlóðu næstum öll þau atriði saman í þáttagreiningu sem höfðu sameiginlega merkingu. Tvær af spurningunum undir sjálfsmyndarþætt- inum voru fengnar úr kvarða rosenberg um sjálfsvirðingu sem er eins þáttar kvarði (Schmitt og allik, 2005) og styrkir það því niðurstöður þessarar rannsóknar. Spurning varðandi líkams - ímynd féll einnig undir sjálfsmyndarþátt en það er í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna (Martín-albo o.fl., 2007). Spurningum sem féllu innan sjálfstrúarþáttar svipaði til spurn- inga úr mælitæki sem mælir almenna sjálfstrú en rannsóknir hafa bent til þess að það sé eins þáttar mælitæki (Scholz o.fl., 2002). niðurstöður rannsóknarinnar gefa því góða hugmynd um hugsmíðaréttmæti hEiLung hvað varðar verndandi þætti en frekari rannsóknir þarf til þess að meta hugsmíðarétt- mæti áhættuþátta/áhættuhegðunar. ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 3. tbl. 95. árg. 2019 93 Tafla 5. Munur á meðaltölum á áhættukvarða eftir gengi í skóla, mati á andlegri heilsu og líkamlegri heilsu fjöldi Meðaltal Staðalfrávik t df p Gengi í skóla Áhættuhegðun Mjög vel / vel 36 3,58 2,23 -2,89 58 0,005** nokkuð vel / fremur illa 24 5,25 2,11 Mat á andlegri heilsu Áhættuhegðun Mjög góð / góð 41 3,88 2,33 -2,03 58 0,047* Sæmileg / léleg 19 5,16 2,14 Mat á líkamlegri heilsu Áhættuhegðun Mjög góð / góð 50 3,88 2,24 -3,07 59 0,003** Sæmileg / léleg 11 6,09 1,76 a) Í spurningu um gengi í skóla voru sameinaðir svarmöguleikarnir mjög vel og vel og síðan nokkuð vel og fremur illa. b) Í spurningum um andlega og líkamlega heilsu voru sameinaðir svarmöguleikarnir mjög góð og góð og síðan sæmileg og léleg. * Marktækni við p<0,05 ** Marktækni við p<0,01
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.