Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 20194 Leiðari Jæja lesendur góðir, nú fer hátíð í hönd. Tími jólanna er upp runn- inn, þessarar gleði- og þakkarstundar kristinna manna og raunar einnig annarra óháð trú eða lífsskoðunum. Ásatrúarfólk fagnar til dæmis með sólstöðuhátíð, gleðst yfir hækkandi sól og þess sem aukin birta gerir fyr- ir okkur. Allir njóta hátíðisdaganna með sínum hætti, samveru með fjöl- skyldu og vinum, breyta út af venjunni í matseld og gefa gjafir. Við eig- um einmitt að njóta stundarinnar á okkar forsendum. Láta hvorki prjál né puð steypa okkur út í einhverja vitleysu. Svo koma áramótin, uppgjör liðins árs og lagðar áætlanir fyrir það næsta. Á liðnum vikum hef ég gripið í það verkefni að fara yfir líðandi ár. Skrif á fréttaannál er einfaldlega fastur liður í minni rútínu á þessum árstíma. Þá rifjast ýmislegt upp. Meðal annars alveg fádæma gott veður; sólríkt og hlýtt vor, sumar og haust. Við vorum svo minnt á það rækilega í síðustu viku á hvaða breiddargráðu við búum. Samspil hæða og lægða orsakaði veður sem þegar er ákveðið að fari í annála sem Sprengiveðr- ið. Gríðarleg ofankoma og ísing um norðanvert landið færði allt á kaf í snjó. Það orsakaði víðtækt rafmagnsleysi, fjarskipti rofnuðu og hús tóku að kólna. Við upplifðum í kjölfar þessa veðurs, eins og svo oft áður, sam- takamátt landsmanna þegar bregðast þurfti við og íbúum sem verst urðu úti komið til aðstoðar. Leit og björgun, allskonar aðstoð. Slysin gera ekki boð á undan sér og hugur allra er með unga manninum sem varð fyrir krapaflóði norður í Sölvadal og lést. En í þessu mikla veðri sáum við einnig hversu öfluga félaga við eigum í björgunarsveitum landsins. Ekki var vílað fyrir sér að aka norður í land þrátt fyrir foráttuvitlaust veður og slæma færð og koma íbúum annarra landshluta til aðstoðar. Ég hreinlega fyllist stolti og óendanlegu þakklæti yfir þeirri óeigingjörnu vinnu sem menn og konur í björgunarsveitum eru tilbúin að leggja á sig. Þá var ekki kvartað, heldur dreif fólk sig í hlýju fötin og hélt út í sortann. Í mínum huga er því engin vafi hverjir eru Íslendingar ársins. Eftir þetta hefur mikið verið rætt um hvort við séum farin að van- rækja hina lífsnauðsynlegu innviði. Raflínur þoldu ekki álagið og vara- afl skorti, fjarskipti brugðust og eftir stóð fólk án þess meira að segja að geta kallað eftir aðstoð. Að líkindum höfum við sofið á verðinum. Veður af þessu tagi hafa vissulega ekki verið algeng á síðustu misser- um og árum og ráðamenn hafa ekki haft efst á forgangslista sínum að veita fjármunum í að nútímavæða raforkukerfið og fjarskiptatæknina. Kannski höfum við sem búum á landsbyggðinni ekki heldur látið nægj- anlega vel í okkur heyra. Við erum vissulega orðinn minnihlutahópur í mengi landsmanna og erum nokkuð augljóslega að kenna á því. Næg- ir að nefna vegina í því sambandi. Allavega þykir mér einsýnt að íbúar landsbyggðarinnar þurfa að verða grimmari í hagsmunagæslu sinni. Við einfaldlega getum ekki og eigum ekki að sætta okkur við að of naumt er skammtað til okkar úr þjóðarsjóðnum enda eru þetta okkar skattpen- ingar. Þingmenn landsbyggðarinnar þurfa að sýna meiri snerpu en þeir hafa gert og hætta að láta stjórnast af kollegum sínum eða elítu embætt- ismanna á höfuðborgarsvæðinu. Við lok árs vil ég nota þetta tækifæri og þakka lesendum Skessuhorns og velunnurum öllum fyrir gott ár og ánægjuleg samskipti. Vona að þið njótið öll hátíðanna í kærleik og friði. Magnús Magnússon. Gleðileg jól Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Fjárhagsáætlun Dalabyggðar var samþykkt á fundi sveitarstjórnar á fimmtudag, sem og þriggja ára áætl- un fyrir árin 2021 til 2023. Í áætlun næsta árs er gert ráð fyr- ir jákvæðri rekstrarniðurstöðu sam- stæðu A og B hluta upp á 21,6 millj- ónir króna og að rekstrarniður- staða A hluta verði jákvæð um 37,7 milljónir. „Heildareignir eru áætl- aðar rúmur 1,4 milljarðar kr. í árs- lok 2020, skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar um 659 milljónir kr. og eigið fé um 804 milljónir kr.,“ segir í frétt um málið á vef Dalabyggðar. Áætlað veltufé frá rekstri A- hluta er 60 milljónir króna, eða 7,21% og samantekið fyrir A og B hluta 66,9 milljónir, eða um 6,3% af heildartekjum sveitar- félagsins. Áætlað er að fjárfesta fyrir sam- tals 112,7 milljónir króna vegna framkvæmda við grunn- og leik- skóla, viðhalds fasteigna á Laug- um, Vínlandssetur, fráveitu og lagningu ljósleiðara auk minni verkefna vegna viðhalds eigna og undirbúning stærri framkvæmda. kgk/ Ljósm. úr safni/ sm. Sjö umsækjendur voru um tvö störf presta sem auglýst voru nýverið laus til umsóknar í Garða- og Saur- bæjarprestakalli. Biskup Íslands auglýsti annars vegar eftir almenn- um presti og hins vegar eftir presti með áherslu á æskulýðs- og barna- starf og voru umsækjendur beðn- ir um að tilreina hvort starfið þeir sóttust eftir eða hvort bæði kæmu til greina. Umsóknarfrestur rann út 12. desember og gert er ráð fyr- ir að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar 2020. Þessir sóttu um: Sr. Haraldur Örn Gunnarsson – sækir um hið almenna prestsstarf. Sr. Jónína Ólafsdóttir - sækir um hið almenna prestsstarf. Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir - sækir um hið almenna prestsstarf. Sr. Gunnar Jóhannesson – sækir um bæði störfin. Sr. Ursula Árnadóttir – sækir um bæði störfin. Ægir Örn Sveinsson, mag. theol. – sækir um bæði störfin. Þóra Björg Sigurðardóttir, mag. theol. – sækir um bæði störfin. arg Jákvæður rekstur í kortunum Bítast um brauðin Akraneskirkja. Ljósm. úr safni Það er ekki hægt að minna of oft á að fólk gæti vel að eld- vörnum og er það sérstaklega mikilvægt núna, þegar marg- ir eru með kveikt á kertum og ýmsum jólaljósabúnaði. Þá er mikilvægt að yfirfara reykskynj- ara og ganga úr skugga um að rafhlöður séu í lagi. Gleðileg jól! Á fimmtudag er útlit fyrir norð- austan hvassviðri með snjó- komu austanlands og él verða um landið norðanvert en ann- ars úrkomulítið. Vægt frost en frostlaust við suðurströndina. Á föstudag og laugardag er út- lit fyrir að verði ákveðin norð- austlæg átt og slydda eða snjó- koma, einkum austantil á land- inu en áfram þurrt suðvestan- lands. Hiti breytist lítið. Á sunnu- dag, vetrarsólstöðum, og Þor- láksmessu verður norðaust- anátt með éljum eða slydduélj- um á Norður- og Austurlandi en bjart með köflum suðvestan- lands. Vægt frost, en víða frost- laust með ströndinni. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns hvað væri það besta við jólin. Flestir, eða 58% svarenda, sögðu það vera sam- veruna. Jólastemningin varð í öðru sæti með 15% en 14% svarenda sögðu ekkert vera gott við jólin. 10% sögðu að maturinn væri það besta og 3% kusu pakkana en kökurnar og konfektið fengu einungis 1% atkvæða. Í næstu viku er spurt: Hvernig leggst árið 2020 í þig? Allir þeir sem gefa af sér með einhverjum hætti svo allir geti átt gleðileg jól eru Vestlending- ar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.