Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 20194
Leiðari
Jæja lesendur góðir, nú fer hátíð í hönd. Tími jólanna er upp runn-
inn, þessarar gleði- og þakkarstundar kristinna manna og raunar einnig
annarra óháð trú eða lífsskoðunum. Ásatrúarfólk fagnar til dæmis með
sólstöðuhátíð, gleðst yfir hækkandi sól og þess sem aukin birta gerir fyr-
ir okkur. Allir njóta hátíðisdaganna með sínum hætti, samveru með fjöl-
skyldu og vinum, breyta út af venjunni í matseld og gefa gjafir. Við eig-
um einmitt að njóta stundarinnar á okkar forsendum. Láta hvorki prjál
né puð steypa okkur út í einhverja vitleysu. Svo koma áramótin, uppgjör
liðins árs og lagðar áætlanir fyrir það næsta.
Á liðnum vikum hef ég gripið í það verkefni að fara yfir líðandi ár.
Skrif á fréttaannál er einfaldlega fastur liður í minni rútínu á þessum
árstíma. Þá rifjast ýmislegt upp. Meðal annars alveg fádæma gott veður;
sólríkt og hlýtt vor, sumar og haust. Við vorum svo minnt á það rækilega
í síðustu viku á hvaða breiddargráðu við búum. Samspil hæða og lægða
orsakaði veður sem þegar er ákveðið að fari í annála sem Sprengiveðr-
ið. Gríðarleg ofankoma og ísing um norðanvert landið færði allt á kaf í
snjó. Það orsakaði víðtækt rafmagnsleysi, fjarskipti rofnuðu og hús tóku
að kólna. Við upplifðum í kjölfar þessa veðurs, eins og svo oft áður, sam-
takamátt landsmanna þegar bregðast þurfti við og íbúum sem verst urðu
úti komið til aðstoðar. Leit og björgun, allskonar aðstoð. Slysin gera
ekki boð á undan sér og hugur allra er með unga manninum sem varð
fyrir krapaflóði norður í Sölvadal og lést. En í þessu mikla veðri sáum
við einnig hversu öfluga félaga við eigum í björgunarsveitum landsins.
Ekki var vílað fyrir sér að aka norður í land þrátt fyrir foráttuvitlaust
veður og slæma færð og koma íbúum annarra landshluta til aðstoðar. Ég
hreinlega fyllist stolti og óendanlegu þakklæti yfir þeirri óeigingjörnu
vinnu sem menn og konur í björgunarsveitum eru tilbúin að leggja á sig.
Þá var ekki kvartað, heldur dreif fólk sig í hlýju fötin og hélt út í sortann.
Í mínum huga er því engin vafi hverjir eru Íslendingar ársins.
Eftir þetta hefur mikið verið rætt um hvort við séum farin að van-
rækja hina lífsnauðsynlegu innviði. Raflínur þoldu ekki álagið og vara-
afl skorti, fjarskipti brugðust og eftir stóð fólk án þess meira að segja
að geta kallað eftir aðstoð. Að líkindum höfum við sofið á verðinum.
Veður af þessu tagi hafa vissulega ekki verið algeng á síðustu misser-
um og árum og ráðamenn hafa ekki haft efst á forgangslista sínum að
veita fjármunum í að nútímavæða raforkukerfið og fjarskiptatæknina.
Kannski höfum við sem búum á landsbyggðinni ekki heldur látið nægj-
anlega vel í okkur heyra. Við erum vissulega orðinn minnihlutahópur í
mengi landsmanna og erum nokkuð augljóslega að kenna á því. Næg-
ir að nefna vegina í því sambandi. Allavega þykir mér einsýnt að íbúar
landsbyggðarinnar þurfa að verða grimmari í hagsmunagæslu sinni. Við
einfaldlega getum ekki og eigum ekki að sætta okkur við að of naumt
er skammtað til okkar úr þjóðarsjóðnum enda eru þetta okkar skattpen-
ingar. Þingmenn landsbyggðarinnar þurfa að sýna meiri snerpu en þeir
hafa gert og hætta að láta stjórnast af kollegum sínum eða elítu embætt-
ismanna á höfuðborgarsvæðinu.
Við lok árs vil ég nota þetta tækifæri og þakka lesendum Skessuhorns
og velunnurum öllum fyrir gott ár og ánægjuleg samskipti. Vona að þið
njótið öll hátíðanna í kærleik og friði.
Magnús Magnússon.
Gleðileg jól
Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Fjárhagsáætlun Dalabyggðar var
samþykkt á fundi sveitarstjórnar á
fimmtudag, sem og þriggja ára áætl-
un fyrir árin 2021 til 2023.
Í áætlun næsta árs er gert ráð fyr-
ir jákvæðri rekstrarniðurstöðu sam-
stæðu A og B hluta upp á 21,6 millj-
ónir króna og að rekstrarniður-
staða A hluta verði jákvæð um 37,7
milljónir. „Heildareignir eru áætl-
aðar rúmur 1,4 milljarðar kr. í árs-
lok 2020, skuldir og skuldbindingar
eru áætlaðar um 659 milljónir kr. og
eigið fé um 804 milljónir kr.,“ segir
í frétt um málið á vef Dalabyggðar.
Áætlað veltufé frá rekstri A-
hluta er 60 milljónir króna, eða
7,21% og samantekið fyrir A og
B hluta 66,9 milljónir, eða um
6,3% af heildartekjum sveitar-
félagsins.
Áætlað er að fjárfesta fyrir sam-
tals 112,7 milljónir króna vegna
framkvæmda við grunn- og leik-
skóla, viðhalds fasteigna á Laug-
um, Vínlandssetur, fráveitu og
lagningu ljósleiðara auk minni
verkefna vegna viðhalds eigna og
undirbúning stærri framkvæmda.
kgk/ Ljósm. úr safni/ sm.
Sjö umsækjendur voru um tvö störf
presta sem auglýst voru nýverið
laus til umsóknar í Garða- og Saur-
bæjarprestakalli. Biskup Íslands
auglýsti annars vegar eftir almenn-
um presti og hins vegar eftir presti
með áherslu á æskulýðs- og barna-
starf og voru umsækjendur beðn-
ir um að tilreina hvort starfið þeir
sóttust eftir eða hvort bæði kæmu
til greina. Umsóknarfrestur rann
út 12. desember og gert er ráð fyr-
ir að viðkomandi geti hafið störf 1.
febrúar 2020.
Þessir sóttu um:
Sr. Haraldur Örn Gunnarsson –
sækir um hið almenna prestsstarf.
Sr. Jónína Ólafsdóttir - sækir um
hið almenna prestsstarf.
Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir -
sækir um hið almenna prestsstarf.
Sr. Gunnar Jóhannesson – sækir
um bæði störfin.
Sr. Ursula Árnadóttir – sækir um
bæði störfin.
Ægir Örn Sveinsson, mag. theol. –
sækir um bæði störfin.
Þóra Björg Sigurðardóttir, mag.
theol. – sækir um bæði störfin.
arg
Jákvæður rekstur
í kortunum
Bítast um brauðin
Akraneskirkja. Ljósm. úr safni
Það er ekki hægt að minna of
oft á að fólk gæti vel að eld-
vörnum og er það sérstaklega
mikilvægt núna, þegar marg-
ir eru með kveikt á kertum og
ýmsum jólaljósabúnaði. Þá er
mikilvægt að yfirfara reykskynj-
ara og ganga úr skugga um að
rafhlöður séu í lagi. Gleðileg jól!
Á fimmtudag er útlit fyrir norð-
austan hvassviðri með snjó-
komu austanlands og él verða
um landið norðanvert en ann-
ars úrkomulítið. Vægt frost en
frostlaust við suðurströndina.
Á föstudag og laugardag er út-
lit fyrir að verði ákveðin norð-
austlæg átt og slydda eða snjó-
koma, einkum austantil á land-
inu en áfram þurrt suðvestan-
lands. Hiti breytist lítið. Á sunnu-
dag, vetrarsólstöðum, og Þor-
láksmessu verður norðaust-
anátt með éljum eða slydduélj-
um á Norður- og Austurlandi en
bjart með köflum suðvestan-
lands. Vægt frost, en víða frost-
laust með ströndinni.
Í síðustu viku var spurt á vef
Skessuhorns hvað væri það
besta við jólin. Flestir, eða 58%
svarenda, sögðu það vera sam-
veruna. Jólastemningin varð
í öðru sæti með 15% en 14%
svarenda sögðu ekkert vera
gott við jólin. 10% sögðu að
maturinn væri það besta og 3%
kusu pakkana en kökurnar og
konfektið fengu einungis 1%
atkvæða.
Í næstu viku er spurt:
Hvernig leggst árið 2020 í þig?
Allir þeir sem gefa af sér með
einhverjum hætti svo allir geti
átt gleðileg jól eru Vestlending-
ar vikunnar.
Til minnis
Veðurhorfur
Spurning
vikunnar
Vestlendingur
vikunnar