Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 58
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201958
„Ég finn mig því knúna til að biðja þá
dönskukennara sem ég hef haft gegn-
um mína skólagöngu afsökunar,“
skrifaði Þorgerður Erla Bjarnadóttir
fyrir rúmum þremur árum í grein sem
innihélt afsökunarbeiðni og birt var í
Skessuhorni. Ástæða afsökunarinnar
var sú að Þorgerður hafði fengið inn-
göngu í Kaupmannahafnarháskólann
til að læra dýralækningar og fann sig
knúna til að biðja alla dönskukenn-
ara sína afsökunar á áhugaleysi, tuði
og nöldri í gegnum sína skólagöngu í
garð dönskunnar en aldrei hafði hana
grunað að flytja til Danmerkur til
þess að læra eitthvað á dönsku.
Nú, þremur árum seinna, setti
blaðamaður Skessuhorns sig í sam-
band við Þorgerði til að forvitn-
ast um hvernig námið hefur gengið
og að sama skapi til að heyra hvern-
ig danskan hennar Þorgerðar hefur
þróast frá því hún flutti út.
Bóndi inn við beinið
Eins og fyrr segir þá er Þorgerður að
læra dýralækningar við Kaupmanna-
hafnarháskóla á kampusnum sem er
staðsettur í Frederiksberg. Hún hóf
nám haustið 2016 og útskrifaðist með
BS gráðu í dýralækningum síðast-
liðið sumar en er núna í framhalds-
náminu, kandídat, sem þarf að ljúka
til að geta fengið starfsréttingi sem
dýralæknir. „Ég man eftir því þegar
ég var yngri hvað mér þótti allt sem
kom að líffræði, náttúrufræði, líf-
færafræði og þess háttar afar spenn-
andi og því er kannski engin furða þó
að heilbrigðisstéttin sé minn starfs-
vettvangur. Aftur á móti þá ætlaði
ég alltaf að verða manna-læknir, ekki
dýralæknir, og tók ég markvisst stefn-
una á það eftir menntaskóla,“ út-
skýrir Þorgerður en hún útskrifaðist
frá Menntaskóla Borgarfjarðar árið
2010. „Ég fór í inntökuprófið fyr-
ir læknadeild HÍ strax eftir stúdents-
prófið og komst ekki inn. Eftir það
var það nánast árlegur viðburður hjá
mér í júní að reyna við inntökuprófið
í læknadeildina. Ég var ekki langt frá
því að ná inn í nokkur skipti en það
er þá vert að taka fram að ég lærði
aldrei almennilega fyrir þetta þannig
að það var engin furða að ég kæmist
ekki í gegn. Ég sat þó ekki aðgerða-
laus á milli júní-mánaða. Ég prufaði
að læra geislafræði í eitt ár, hjúkrun
í hálft ár og endaði svo í búvísindum
í Landbúnaðarháskólanum á Hvann-
eyri. Þar fann ég mig betur enda alltaf
verið mikill bóndi inn við beinið. Allt
frá því að ég eignaðist mína fyrstu
kind, hana Gullkinn, hjá afa Steina
hefur búskapur verið mér kær. Meira
að segja þó að ég sé staðsett í Dan-
mörku stóran hluta ársins held ég enn
úti rollubúskap í samstarfi við föður-
bróður minn, Unnstein Þorsteins-
son, og auðvitað með dyggri aðstoð
foreldra minna,“ bætir hún við.
Á síðasta ári Þorgerðar í BS náminu
við Landbúnaðarháskólann á Hvann-
eyri ákvað hún að sækja um skólavist
í læknadeildinni í Kaupmannahafn-
arháskólanum.
Óvart í dýralækningar
„Þegar ég sendi inn fyrstu umsókn-
ina á netinu kom upp möguleiki á að
velja aðra námsbraut sem vara-val og
án þess að leiða hugann að því sér-
staklega valdi ég dýralækningar sem
voru nálægt toppnum á listanum
sem hægt var að velja úr. Ég hugsaði
svo sem ekki meira út í það þar sem
ég var nokkuð viss um að ég myndi
aldrei heyra frá þessum skóla aftur,
en mér til mikillar undrunar fékk ég
tölvupóst þess efnis að ég væri boðin
í inntökupróf í Kaupmannahöfn ein-
hverjum tveimur vikum seinna. Þetta
var í byrjun maí og ég sat í tíma í
áfanganum „Rekstur og áætlanagerð“
að mig minnir. Mér fannst því alveg
tilvalið að spyrja kennarann hvort ég
ætti að slá til eða ekki þar sem inn-
tökuprófið var á laugardegi og prófið
í áfanganum hjá honum var á þriðju-
deginum eftir og ég yrði því óundir-
búin. Hann sagði mér að ég ætti ekki
að hika, bara láta vaða, þannig að ég
sló til,“ segir Þorgerður sem flaug
til Kaupmannahafnar, fór í prófið
án þess að vita um hvað það var eða
hvernig það átti að ganga fyrir sig og
flaug svo heim aftur til að klára próf-
in á Hvanneyri. „Í þessu inntökuprófi
voru að ég held 320+ manns og að-
eins 180 hæstu áttu að fá boð í við-
tal. Ég taldi því nokkuð útilokað að
ég kæmist þar í gegn. Mér til mikillar
undrunar fékk ég einhverjum dögum
eftir prófið annan tölvupóst þar sem
ég var boðuð í viðtal í Kaupmanna-
höfn 2. júní en ég átti að útskrifast
frá Hvanneyri við hátíðlega athöfn 3.
júní. Ég ákvað að slá til, þetta yrði þá
bara útskriftar-skottúr fyrir útskrift.
Ég tek það fram að í viðtalinu talaði
ég bara ensku þar sem ég treysti mér
ekki til að tala skiljanlega dönsku og
þar sem ég taldi mjög ólíklegt að ég
kæmist inn í skólann þá ákvað ég að
hafa bara gaman af þessu. Ég spjallaði
við matsmennina, fór með gamanmál
milli þess sem ég svaraði spurningum
þeirra um mig og mitt ágæti. Það er
svo bara helmingur þeirra sem fara í
viðtalið sem er boðin skólavist,“ út-
skýrir Þorgerður. „Ég fór svo bein-
ustu leið í næturflug heim og rétt
náði inn í útskriftina mína frá Hvann-
eyri þar sem ég tók við BS gráðu í bú-
vísindum. Ég verð að viðurkenna að
ég var eiginlega búin að gleyma þessu
öllu yfir sumarið. Ég mætti í mína
sumarvinnu samviskusamlega og
var farin að plana að sækja um sem
stundakennari í einhverjum af skól-
unum í Borgarfirði. Það er nefnilega
þannig að maður fær svar um skóla-
vist hjá KU rafrænt um mánaðamót-
in júlí/ágúst svo biðtíminn eftir svari
er alveg tveir mánuðir. Ég var svo
vakin með SMS skilaboðum frá há-
skólanum snemma að morgni 31. júlí
þess efnis að ég ætti skilaboð á síð-
unni hjá þeim sem ég þyrfti áríðandi
að kíkja á. Mér til vægast sagt mikill-
ar undrunar var mér boðin skólavist
í dýralæknadeildinni og var það eins
og þessi frásögn ber vitni um alveg
óundirbúið og nánast óvart þannig
ég hugsaði mér að ég yrði allavega að
prufa og sló til.“
Góður dönskugrunnur
Þorgerður segist hafa skilið dönskuna
nokkuð ágætlega áður en hún flutti
fyrst út en treysti sér engan veginn
til að tala hana. Hún gat lesið hana
og skrifað með aðstoð orðabóka en
hafði engan vegin rétta framburð-
inn svo Danirnir gætu skilið hana.
„Danir skilja þó oft ekki hvern ann-
an milli landssvæða þannig ég veit
ekki af hverju ég var svona treg að
tala. Ég tek það fram að allt námið
er á dönsku frá upphafi; fyrirlestrar,
lesefni og glærur en þó eru langflest-
ar skólabækurnar sem okkur er ráð-
ið að kaupa á ensku. Ég reyndar fékk
að svara mínu fyrsta skriflega prófi
á ensku, undir eðlilegum kringum-
stæðum er leyfilegt að svara á dönsku,
sænsku eða norsku. Ég aftur á móti
féll í því prófi og ákvað þá að þráast
við að svara bara á dönsku og hef náð
þeim prófum öllum sem ég hef tek-
ið eftir það.
Hvað talmálið varðar þá læt ég
bara vaða í dag, þó svo að „R-in“ hjá
mér séu hörð og oft sé ég beðin að
endurtaka mig þá bara geri ég það.
En til allrar hamingju þá er ég full-
fær á skilning á töluðu og lesnu máli
á dönsku og auðvitað skrifa hana líka
mikið betur en ég gerði fyrst, eða
það þykir mér í það minnsta,“ seg-
ir Þorgerður og bætir því jafnframt
við að hefði ekki verið fyrir dönsku
grunninn sem hún fékk í grunnskóla
og menntaskóla þá hefði hún aldrei
nokkurn tímann treyst sér til að prufa
þetta nám sem hún er í. „Bara sú stað-
reynd að inntökuprófið var á dönsku
og aðeins með skóladönskuna á bak-
inu náði ég að klóra mig framúr því
og vera með 180 hæstu finnst mér
bera kennslunni góða sögu.“
„Har du hest?“
Þorgerður segir Dani vera ágætt fólk,
flestir ljúfir í samskiptum og að þeir
taki manni nánast undantekningar-
laust vel. „Mín reynsla er sú að Dan-
irnir reyni nær alltaf að hjálpa manni
áfram hiksti maður á setningunum
eða orðunum sem maður er að reyna
að koma frá sér, með þykka íslenska
hreimnum auðvitað. Ég verð þó að
bæta við að öllum reglum fylgir und-
antekning og þegar ég var að ljúka
mínu fyrsta ári, kom kennari upp að
mér í líffærafræði og sagði mér að
ef ég ætlaði ekki að tala almennilega
dönsku þá ætti ég bara að hunskast
heim og fara að læra eitthvað annað.
Það má líka fylgja sögunni að þessi
sami kennari var sá sem tók mig í við-
talið til að komast inn í skólann, þar
sem ég talaði bara ensku með hans
leyfi. Ég ætla þó ekki að erfa það við
hann þar sem ég er enn hér, rúmum
þremur árum seinna og verð vonandi
aðeins lengur,“ segir hún kímin.
Blaðamaður spyr hvort Danmörk
og danskan séu farin að skjóta rót-
um og hvort að það hafi einhvern
tímann komið fyrir að Danirnir hafi
haldið að hún væri innfædd? „Það
held ég að séu litlar sem engar líkur
á að verði nokkurn tímann. Ef það er
ekki minn þykki íslenski hreimur sem
kemur upp um mig þá er það auðvi-
tað nafnið. Þegar maður fer í próf í
háskólanum þarf maður að stimpla
sig inn með nemendakorti og alltaf
fæ ég sama svipinn frá yfirsetufólkinu
sem les á skjáinn þegar ég legg kort-
ið mitt að lesaranum. „Øh... dette kan
jeg ikke sige! Porg-..Porgærd-... kom-
mer du fra Island? Kan du lige sige dit
navn en gang? Igen? Igen? En gang
til?...Har du hest?“ er dæmigert sam-
tal þegar ég fer í próf. Það er líka orð-
in viss spenna þegar nýir kennarar eru
að taka manntal í verklegum tímum,
hvaða útgáfa af nafninu skyldi koma
næst! Ég verð þó að hrósa skólanum,
eftir að hafa verið kölluð öllum út-
gáfum af nafninu mínu með allskonar
mismunandi stafsetningum, þá loks-
ins núna heiti ég réttstafsettu nafni í
kerfinu hjá þeim og réttstafsett nafn
er á prófgráðunni minni sem ég bjóst
alls ekki við. Annars hef ég brugðið
á það ráð að notast við gælunafn til
að gera þeim lífið léttara svona dags-
daglega. Það reyndar leiðir til þess að
kennararnir muna eftir mér og ég veit
ekki alveg hvað mér finnst um það
enda hefur mér alltaf líkað mikið bet-
ur að falla inn í bakgrunninn.“
„Hygge“
Þorgerður segir ýmsar hefðir skrýtn-
ar í Danmörku en sú venja sem hún
kann afbragðsvel við er „hygge“.
„Hygge er bara að leyfa sér að hafa
það notalegt og sú venja er svo
rótgróin í Dönum að það var gefin
út heil bók til að kenna öðrum lönd-
um að „hygge sig“ eða hafa það nota-
legt og njóta augnabliksins. Það er
eitthvað sem ég held að sé hverjum
manni hollt að temja sér, þó upp að
vissu marki svo maður verði ekki bara
latur,“ segir hún og telur það ansi lík-
legt að „hygge“ stemningin eigi eft-
ir að fylgja sér heim til Íslands. „Það
mætti líkja þessu við einskonar hug-
leiðslu, að taka frá smá tíma til að
gera ekki neitt sérstakt og hafa það
notalegt.“
Dýralæknir
á Vesturlandi
Ef allt gengur samkvæmt áætlun mun
Þorgerður útskrifast úr framhalds-
náminu í byrjun árs 2022 en hún fer
varlega í að setja sér stór plön að út-
skrift lokinni. „Við skulum byrja á
að útskrifast, er það ekki fínt plan?
Það væri auðvitað draumur að vinna
sem dýralæknir á Vesturlandi en við
verðum bara að sjá hvað tíminn ber í
skauti sér. Ég get þó lofað því að flug
eða utanlandsferð verður ekki á dag-
skránni hjá mér í þó nokkurn tíma
eftir að ég flyt heim, það er á hreinu,“
segir Þorgerður ákveðin að lokum.
glh
„Øh... dette kan jeg ikke sige! Porg-..
Porgærd-... kommer du fra Island?“
Rætt við Þorgerði Erlu Bjarnadóttur um dönskuna og námið út í Köben
Þorgerður segist alltaf hafa verið
mikill bóndi inn við beinið en hún
heldur úti rollubúskap á Íslandi þrátt
fyrir að verja stórum hluta ársins í
Danmörku.
Dýralækninganámið í Köben er fjölbreytt. Hér sést Þorgerður með kyrkislöngu
sem ekki er að finna í íslensku dýraríki.
Kaupmannahafnarháskólinn. Þorgerður til hægri ásamt Sólrúnu Dís
bekkjarsystur sinni.
Þorgerður pillar hér eistu á stærð við
hálfar grænar baunir úr ketti undir
handleiðslu Kristínar Þórhallsdóttur
dýralæknis.