Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 50

Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 50
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201950 Kveðjur úr héraði Jólahugleiðing úr Dalabyggð Því samfélagið er við fólkið „Þú manst að danssýningin í skól- anum er í dag,“ sagði ég við mann- inn minn i morgun. Ætlaði svo að bæta við að það væri best að hann færi einn í þetta sinn því ég þyrfti að klára verkefni sem ég hefði tekið að mér. En náði að hugsa þetta bet- ur áður en orðunum sleppti. Auðvi- tað færi ég líka. Það er ekki hægt að neita sér um svona skemmtun, það er alltaf svo svakalega gaman að sjá krakkana dansa og springa úr gleði og spenningi á dansgólfinu. Svo er auðvitað mikilvægt að við foreldr- arnir virðum verkefni barnanna okk- ar og veitum þeim athygli og hvetj- um þau áfram. Danssýningin var æði, stoltir krakkar að sýna fimi svo glöð og ánægð. Ég fór út í hversdag- inn aftur með bros á vör. Ég er ekk- ert öðruvísi en aðrir með þetta, verð að minna mig á að fara hægar um, líta í kringum mig og njóta þess sem nærumhverfið hefur uppá að bjóða. Sumt getur bara beðið! Það er svo margt sem lyftir manni upp í skammdeginu og fullt í boði hérna hjá okkur í Dalabyggð. Við erum kannski ekki með stóra tónleika með landsþekktum tón- listarmönnum og ljósasjói eða vin- sælustu verslanirnar í þorpinu okk- ar. En hér í aðdraganda jólanna er boðið upp á kaffihúsakvöld, tón- leika, vöfflukaffi, hugvekjur, að- ventukvöld, opið hús hjá félagasam- tökum, leiksýningu og jólahlaðborð svo eitthvað sé nefnt. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Og ef eitthvað er ekki í boði sem þig langar til að njóta þá er oft hæg- ur leikur að kíkja á hvað nágranna- sveitarfélögin hafa upp á að bjóða eða bara græja það sjálfur. Mig langar að deila með ykk- ur venju, sem ég hef notað lengi og virkar vel. Það er að ef ég verð óánægð með eitthvað t.d. þjónustu sem er í boði eða alls ekki í boði, þá spyr ég mig; Hvað get ég gert í því? Það þýðir ekkert að vera fúll við eldhúsborðið sitt, það eru ekki alltaf einhverjir aðrir sem eiga að gera hlutina og breyta og bæta. Við getum gert svo margt og það er hlutverk okkar í samfélaginu að vera gefendur ekki síður en þiggj- endur og er ekki síður mikilvægara í smærri samfélögum, því samfélag er við, fólkið, sem þar búum. Þetta er búið að vera gott ár. Börnin að verða sjálfstæð og full- orðin, búreksturinn stóráfallalaus og við gömlu haft drjúgan tíma til að gera skemmtilega hluti saman. Ófáar fjallgöngurnar höfum við far- ið á þessu ári, sem toppa hver aðra. Það sem stendur uppúr er þakk- læti, þakklæti sem maður má svo gjarnan vera duglegri að sýna. Ég er þakklát fyrir fjölskylduna mína, ótrúlega stolt af börnunum og glöð fyrir barnabörnin sem eru orðin þrjú. Það er svo frábært að eiga hlut í þessum krílum, og ekki síður að sjá börnin sín verða foreldra. Ég er þakklát fyrir að vera heilsuhraust, ég er þakklát fyrir samfélagið mitt, að vera hluti af svo stórri fjölskyldu sem það er. Njótum þess sem við eigum. Ég óska ykkur öllum yndislegra gleði- ríkra ánægjulegra hátíðardaga. Helga á Erpsstöðum Jólakveðja frá Akranesi: Mikilvægt að njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum um jólin Það er eitthvað við aðdraganda jólanna og jólahátíðina sjálfa sem fær mann alltaf til að hlakka til. Þetta er tíminn til að hitta og njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum og láta gott af sér leiða. Þeg- ar ég hugsa til baka til jólanna þá minnist ég þess sem yndislegs tíma og þær minningar sem koma upp tengjast oftar en ekki litlu hlutun- um í aðdraganda jólanna og sam- verunnar um jólin. Jólin heima hjá mér, á meðan ég var að alast upp, voru með nokkuð föstu sniði. Aðventukransinn var búinn til fyrir fyrsta sunnudag í að- ventunni og síðan var tekið til við að baka að minnsta kosti tíu sort- ir af smákökum til að eiga um jólin. Það var mjög mikilvægt að eiga sem flestrar sortir. Í desember var svo tekið til við að þrífa allt hátt og lágt þar sem allt varð að vera sérstaklega hreint um jólin og ef eitthvað þurfti að mála þá varð það að gerast fyr- ir jól. Á Þorláksmessukvöld var svo jólatréð skreytt. Klukkan sex á að- fangadag var farið í kirkju en venju- lega tók pabbi okkur börnin með þangað á meðan mamma var heima með afa að hlusta á jólamessuna á meðan hún hugaði að matnum. Í matinn var alltaf rækjukokteill í forrétt með ristuðu franskbrauði og jólakokteilsósu, hamborgarhryggur í aðalrétt og heimagerður ís í eft- irrétt. Að loknum matnum feng- um við krakkarnir að taka upp einn pakka á meðan foreldrarnir gengu frá og svo var tekið til við að opna pakkana. Að því loknu var farið í að lesa upp jólakortin frá vinum og vandamönnum. Á Jóladagsmorg- un bankaði mamma alltaf uppá hjá okkur krökkunum og færði okkur ekta súkkulaði í bolla og smákök- ur í rúmið. Þegar ég svo stofnaði sjálf til fjöl- skyldu reyndi ég að halda í eitthvað af þessum siðum þó svo einhver málamiðlun hafi átt sér stað þar sem við vorum tvö sem komum að fjöl- skyldunni. Það var þó skemmtilegt að sjá í aðalatriðum hversu keimlík- ir siðirnir hafa verið í gegnum tíð- ina hjá íslenskum fjölskyldum. Þó svo ég hafi notið aðdraganda há- tíðarinnar og jólanna sjálfra þá fann ég stundum fyrir stressi í kringum mig þar sem verkefnin voru mörg sem búið var að búa til í aðdrag- anda jólanna. Í dag er ég búin að læra að njóta jólanna enn betur og aðdraganda þeirra með því að fækka þeim verk- efnum sem skipta mig minna máli. Ég legg minni tíma í að þrífa og baka og meiri tíma í að njóta sam- verunnar með fjölskyldu og vinum. Nú er sá siður kominn á að við hitt- umst í byrjun desember hjá foreldr- um mínum og skreytum piparkökur og piparkökuhús með börnum og barnabörnum. Við hittum vini yfir jólahlaðborðum og njótum samver- unnar á ýmsan hátt með börnunum okkar. Við skreytum fyrr fyrir jól- in en áður til að njóta jólaljósanna lengur í svartasta skammdeginu og eins skreytum við jólatréð nokkr- um dögum fyrir jól til að hafa meiri tíma til að njóta þess. Eins höldum við okkur við einfaldleikan í elda- mennskunni á aðfangadag þannig að ekkert geti klikkað á þeim vett- vangi og við náum að njóta tímans með fjölskyldunni yfir góðum mat. Við mannfólkið eigum það til að vilja alltaf gera meira, flottara og betra en áður því við teljum það gefi okkur meira. Við eigum því til að drekkja okkur í verkefnum sér- staklega fyrir jólin því þá á allt að vera svo fínt og flott. Við megum ekki gleyma að staldra við og hugsa um það sem virkilega skiptir máli og gefur okk- ur góðar minningar. Litlu hlutirn- ir geta oft verið miklu merkilegri og skemmtilegri en stóru hlutirn- ir. Við eigum að gefa okkur tíma til að vera með þeim sem okkur þyk- ir vænt um, spjalla saman, spila og jafnvel að púsla saman því það get- ur gefið okkur heilmikið, og hvaða tími er betri fyrir samveruna en jól- in. Munum að njóta hátíðarinnar og forgangsraða verkefnunum okk- ar ásamt því að vera góð við hvort annað. Við getum alltaf haldið jól- in hátíðleg án þess að ná að gera allt sem við viljum gera. Jólakveðja frá Akranesi, Ingibjörg Valdimarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.