Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 80

Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 80
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201980 Sigurgeir Erlendsson, eða Geiri bakari eins og hann er oftast kall- aður, hefur bakað snúða, vínar- brauð og ástarpunga ofan í Borg- nesinga síðan hann flutti í bæjar- félagið árið 1975, þá aðeins 19 ára gutti. Geiri kemur frá Siglufirði og eftir útskrift úr gagnfræðiskól- anum á Sigló fór hann rakleiðis að læra bakarann í Iðnskólanum á Siglufirði. „Ég vissi snemma að ég vildi verða bakari. Mér fannst alltaf svo góð lykt þegar ég labbaði fram hjá bakaríinu heima. Við guttarnir kíktum oft á bakvið þegar við vor- um orðnir svangir eftir að hafa ver- ið að leika okkur tímunum saman, og alltaf fengum við eitthvað gott í gogginn hjá Ingimar Láka bakara,“ svarar Geiri þegar blaðamaður spyr af hverju hann valdi bakaraiðnina. Hringir í Berta bakara Í Iðnskólanum á Siglufirði var hægt að læra allar helstu iðngreinar þar á meðal bakarann sem Geiri skráði sig í strax eftir gaggó, þá 16 ára. Sam- hliða náminu vann hann í bakaríinu á Siglufirði hjá Ingimar og síðar hjá Theodór Júlíussyni bakara þangað til það lokaði og var hann þá kom- inn með ágæta reynslu í bakaraiðn- inni þrátt fyrir ungan aldur. Þegar bakaríinu á Siglufirði var lokað þá átti Geiri eitt ár eftir í starfsnámi til að fá bakararéttindi sín. Hann brá á það ráð að setja sig í samband við annan Siglfirðing, Albert Þorkels- son bakarameistara, sem þá ann- aðist rekstur Brauðgerðar Kaup- félags Borgfirðinga í Borgarnesi. „Ég þekkti Berta aðeins í gegnum íþróttirnar og vissi að hann væri bakari. Hann spilaði badminton og ég hitti hann stundum á badmin- tonmótum á Siglufirði. Ég hringdi í hann í mars 1975 og spurði hvort ég mætti koma í eitt ár sem hann samþykkti,“ útskýrir Geiri. Kynnist dóttur bakarans Nítján ára gamall flutti Geiri í Borgarnes til að vinna í eitt ár hjá Berta bakara í brauðgerðinni. „Ég kem í Borgarnes í apríl 1975 og ætlaði mér bara að stoppa í eitt ár,“ segir Geiri en þar kynntist hann Önnubellu Albertsdóttur, bakara- dótturinni, og mætti segja að fram- tíðin hafi verið ráðin fyrir bakar- ann frá Siglufirði. Bakaríið á þess- um tíma var til húsa við Egilsgötu, við hliðina á Kaupfélaginu sjálfu. Þar starfaði Geiri samhliða Berta bakara. Það leið svo ekki á löngu þar til Geiri og Annabella fóru að stinga saman nefjum og þar til þau stofnuðu til fjölskyldu og fjárfestu í sinni fyrstu íbúð á Skúlagötunni. Fyrir átti Annabella einn son, Við- ar Héðinsson, sem Geiri tók und- ir sinn væng eftir að þau Annabella byrjuðu saman og ól upp sem sinn eigin son. Elsta dóttir þeirra hjóna, Rakel Dögg, fæddist svo 1976. Geirabakarí stofnað Geira líkaði vel í Borgarnesi og hélt áfram að baka fyrir bæjarbúa og nærsveitunga hjá tengdaföður sín- um í brauðgerðinni hjá Kaupfélag- inu. Þar starfaði hann í sjö ár áður en hann fór að starfa í Íþróttamið- stöðinni í Borgarnesi 1982, sama ár og Íþróttamiðstöðin var formlega opnuð. Árið 1988 sneri Geiri sér aftur að bakstri og setti á fót sitt eigið fyr- irtæki ásamt Önnubellu. Fékk bak- aríið nafnið Geirabakarí. Nýja bak- aríið var staðsett í verslunarhúsinu Nesbæ að Borgarbraut 57 með fína vinnuaðstöðu til að hnoða deig og baka brauð í kjallara húsnæðisins. „Þarna hlupum við með pönnurn- ar upp stigann, fullar af snúðum og vínarbrauðum. Svo þegar einhver datt þá hló maður alveg eins og vitleysingur. Sem betur fer meiddi sig enginn,“ rifjar Annabella upp. „Þegar við vorum að velja nafn- ið á sínum tíma þá reyndi ég að fá þá til að skíra bakaríið Bellubakarí, en þeir eru svo frekir svo það hét Geirabakarí,“ bætir hún kímin við. Blaðamaður forvitnast í kjölfarið hvað var í boði fyrir viðskiptavini á þessum tíma? „Bakaríin í gamla daga buðu öll upp á snúða og vín- arbrauð, heilhveitibrauð, fransk- brauð, normalbrauð, rúgbrauð, harðar kringlur og tvíbökur. Þetta var kennt og svona var þetta bara,“ svarar Geiri og hlær. Geirabakarí var í beinni sam- keppni við brauðgerð Kaupfélags- ins eftir að það var stofnsett og mætti segja að það hafi gustað um Geira í kjölfarið, en töluvert hug- rekki þurfti í þann slag þar sem mikil kaupfélagshefð ríkti í bænum og nágrannasveitum á þessum tíma. Áratug seinna, 1998, kaupir Geiri og fjölskylda rekstur brauðgerðar- innar og var Siglfirðingurinn þarna orðinn einvaldur á brauðmarkaðin- um í Borgarnesi. Eftir kaupin var Geirabakarí í stuttan tíma rekið á tveimur stöðum, í Nesbæ við Borg- arbraut og við Egilsgötu þar sem brauðgerðin var til húsa, áður en öll starfsemin sameinaðist og var flutt á Sólbakka. Í kjölfar samrunans þá breytti Geiri Egilsgötu í íbúðir og seldi þær svo. Brauðverksmiðjan Umgjörðin á bakaríinu breyttist í verksmiðjustíl þegar hún var komin upp á Sólbakka. Þá hafði Geiri gert samninga við KB og Bónus í bæn- um um að framleiða fyrir verslanir sínar gegn því að hann setti ekki upp búð sjálfur. „Ég keypti þarna á Sól- bakka og við vorum með bakaríið þar. Svo þegar átti að endurnýja samninginn aftur, bæði við Bónus og Kaupfélagið, þá sögðu þeir bara nei því þeir fengu ódýrara brauð úr Reykjavík. Þá var það bara búið hjá okkur þarna upp frá og við fórum í rauninni á hausinn,“ útskýrir Geiri. „Þetta var erfiður tími þarna og við hefðum bara átt að fara í gjaldþrot og byrja upp á nýtt. Í staðinn gerist það að bankinn tekur eignina á Sól- bakka og við setjum upp bakarí við hliðina á Bónus við Digranesgötu áður en það húsnæði var stækkað,“ segir hann. „Þá var Bónus bara ein húsalengja og við fengum svona lít- ið bil þarna við endann. Það var rosalega kósý og krúttlegur staður,“ bætir Annabella við. Seinna bættist Hagkaup við Bón- ushúsnæðið og var Geira og fjöl- skyldu boðið að færa bakaríið í bogann sem snýr að Borgarfirði og Hafnarfjalli, sem þau samþykktu og hefur Geirabakarí verið þar síðan 2006. „Þeir voru mjög almennileg- ir að bjóða mér þetta pláss,“ segir Geiri þakklátur. Vinsæll áningarstaður Í dag er Geirabakarí einn vinsælasti áningarstaður vegfarenda og geta margir ekki hugsað sér að keyra í gegnum Borgarnes án þess að koma við í Geirabakaríi og fá sér kaffi og sætabrauð. Geiri þakkar fyrir stað- setninguna þar sem þessi nálægð við veginn hefur eflt starfsem- ina til muna og segja jafnvel sum- ir að Geirabakarí sé orðið hálfgert kennileiti fyrir bæinn við brúnna. „Líklega gengi ekki eins vel ef bak- aríið væri niðri í bæ,“ segir Geiri hugsi. „Sumarið er háannatími hjá okkur en veturinn svosem drjúg- ur líka. Mér finnst þó eitthvað hafa dregið saman í nóvember og des- ember frá því í fyrra,“ bætir hann við en í fyrra varð rekstur Geira- bakarís 30 ára og spyr blaðamað- ur hvaða tilfinningu hann fær þeg- ar hann lítur yfir þessa þrjá áratugi. „Ég verð stundum þreyttur við til- hugsunina, auðvitað komu dagar á þessum tíma sem voru erfiðir, en þetta er bara búið að vera skemmti- legt,“ svarar bakarinn. „Búið að gera ýmislegt um árin“ Nú eru rúm 44 ár síðan Geiri mætti í Borgarnes, þá 19 ára gamall, og hefur hann heldur betur fund- ið sér eitthvað að gera á þessum tíma. Ásamt því að baka fyrir bæði Kaupfélagið og fyrir sitt eigið bak- arí þá vann hann eins og fyrr seg- ir í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi um stund. Hann stofnaði Borgar- sport með Ólafi Helgasyni heitn- um, gerði upp Búðarklett ásamt fjórum öðrum félögum og starf- aði oft þar sem dyravörður á kvöld- in ásamt því sem hann byggði hús- ið þeirra Önnubellu. „Það er búið að gera ýmislegt um árin,“ segir Geiri sem var einnig virkur innan Knattspyrnudeildar Skallagríms. Auk þess er Geiri mikill fjölskyldu- maður en saman eru börn Geira og Önnubellu fjögur; Viðar, Rakel Dögg, Sóley Ósk og Sigríður Dóra og barnabörnin orðin tíu talsins og það ellefta á leiðinni. Úr kjallara upp á sjöundu hæð Geiri sem fæddur er 1954 segist ekkert vera farinn að spá í hvenær hann ætli að hætta að vinna og er lítið að stressa sig á því. „Ég er að róast þó ég æsist stundum,“ seg- ir Geiri og Annabella grípur fram í. „En svo segir hann alltaf, jæja, þarf að gera eitthvað! Þarf að gera eitthvað!“ Ég segi bara, sittu kyrr og slakaður á maður. Hann er svo hræddur um að sofna. Hann er bú- inn að fá að vinna þessi maður,“ segir hún í nýju íbúðinni þeirra hjóna að Borgarbraut 57 í spjalli við blaðamann Skessuhorns. Mætti segja að hringnum hafi verið lokað núna því baksturinn byrjaði í kjall- aranum í Nesbæ að Borgarbraut 57 og nú er fjölbýlishúsið sem þau búa í á sömu lóð, falleg og björt íbúð á sjöundu, en í töluvert nýrra húsi og með töluvert betra útsýni ef út í það er farið. En hvað varðar framtíðar- sýn Geirabakarís þá er Geiri róleg- ur í þeim efnum. „Það kemur bara þegar að því kemur. Ég er hins veg- ar afar þakklátur fyrir öll þessi ár og vil ég sérstaklega þakka góðu starfs- fólki og viðskiptavinum nær og fjær fyrir árin,” segir Geiri að endingu. glh „Ég ætlaði bara að stoppa eitt ár í Borgarnesi“ Rætt við hjónin Sigurgeir Erlendsson og Önnubellu Albertsdóttur um rekstur Geirabakarís Bakarafjölskyldan í nýja bakaríinu í Nesbæ árið 1988. Hér heldur Geiri bakari á Sóley Ósk. Við hliðina á feðginunum koma Viðar og Rakel Dögg ásamt Önnubellu. Geiri og Annabella í íbúðinni sinni uppi á sjöundu hæð að Borgarbraut 57 á sama reit og þegar þau stofnuðu Geirabakarí í Nesbæ, rúmum 30 árum síðar. Geiri hefur sett glassúr á sætabrauð síðan hann var 16 ára gutti. Vinnuaðstaðan í Geirabakaríi við Digranesgötu, þar gengur allt eins og vel smurð vél.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.