Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 44

Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201944 Fréttaannáll ársins 2019 í máli og myndum Hressar ungar konur Vinnufélagarnir og vinkonurnar Erla Ágústsdóttir, Klara Ósk Kristinsdóttir, Ester Alda Hrafnhildar Bragadóttir og Inga Rósa Jónsdóttir starfa hjá Sigur-görðum sf. á Laufskálum í Borgarfirði. Þær voru í sumar að vinna við hellulagningu gangbrautar á móts við Menntaskólann í Borgarnesi. Þessar öflugu stúlkur segja að verkefni þeirra fái mikla athygli, ekki síst útlendinga sem aldrei segjast hafa séð stúlkur vinna slík verk. Fjölmenn Járngerðarhátíð Járngerðarhátíð var haldin á Eiríksstöðum í Dölum um mán- aðamótin ágúst og september. Eiríksstaðir, ásamt Hurstwic, buðu gestum að koma á hátíðina þar sem þeim gafst tækifæri til að kynnast lífi fólks á víkingaöld með því að sjá, snerta, prófa og gera hluti á þann hátt sem fólk gerði fyrir þúsund árum. Járn úr mýrarrauða var til dæmis búið til í fyrsta sinn í þúsund ár á hátíðinni. Auk þess má nefna glerperlugerð, vatt- arsaum og flatbrauðsbakstur en einnig fræðslu hjá Ásatrúar- félaginu. Ljósleiðaravæða sveitirnar Lagning ljósleiðara um dreifbýli í Borgarbyggð hófst í haust, en dreifbýlið er það eina á Vesturlandi sem eftir á að koma ljósleiðara um. Búið er að ljúka ljósleiðaravæðingu allra þétt- býliskjarna á landinu, en Mjófirðingar tengdust síðastir nú í nóvember. Sökum landstærðar var Borgarbyggð skipt niður í 18 sjálfstæða áfanga í þessu verkefni. Hugsunin með áfanga- skiptingu er margþætt og m.a. til þess að íbúar geti fylgst með framkvæmdum, afmörkun hvers svæðis og ekki síst hvenær þeir geta vænst þess að röðin komi að þeim. Upplýsingar um áfangaskiptinguna, hvaða hlutverki hún gegnir og fleira henni tengdri má finna á upplýsingasíðu verkefnisins, á vefslóðinni ljósborg.net. Hefur farið í 176 leitir Í aðdraganda stærstu réttahelgarinnar á Vesturlandi hrepptu margir bændur og smalar þeirra slæmt veður um miðjan sept- ember. Allir skiluðu sér þó heim, en margir kaldir. Meðfylgj- andi mynd er úr Þverárrétt í Borgarfirði. Jóhann Oddsson, bóndi á Steinum í Stafholtstungum, var þá nýkominn úr leit á Holtavörðuheiði. Þetta var jafnframt 60. haustið sem hann fer í leitir, fór fyrst þegar hann var fjórtán ára. Öll árin, utan þess fyrsta, hefur Jóhann farið í þrjár leitir að hausti. Hann hef- ur því farið 176 sinnum í leitir sem jafnvel er talið heimsmet. Hér stendur Jóhann við Steinadilkinn í Þverárrétt. Erfiðleikar í fiskvinnslu Fyrir lok september var starfsfólki fiskvinnslunnar Ísfisks á Akranesi sagt upp störfum, samtals á fimmta tug manna. Fyrirtækið hafði þá nýlega komið sér fyrir í fiskvinnsluhús- næði við Bárugötu eftir flutning starfseminnar úr Kópavogi. Nokkru síðar fékkst skilyrt lánsloforð frá Byggðastofnun, en erfiðlega hefur gengið að uppfylla þau skilyrði. Starfsfólk fyr- irtækisins hefur verið í afar þröngri stöðu eftir þetta, með- al annars vegna þess að atvinnuleysisbætur fást ekki greiddar meðan fyrirtækið hefur ekki verið úrskurðað gjaldþrota, eða lausn finnst á fjárhagsvandræðum þess. Datt í lukkupottinn Það var ung kona á Vesturlandi sem fékk draumasímtalið mánudaginn 14. október síðastliðinn þegar starfsmaður frá Íslenskri getspá hringdi í hana og tilkynnti henni um vinning sem hún hafði fengið á áskriftarmiðann sinn í EuroJackpot lottóinu. „Ég er nú bara alveg steinhissa,“ voru hennar fyrstu viðbrögð þegar henni var sagt að um væri að ræða vinning upp á rúmar 124 milljónir króna. Konan og eiginmaður henn- ar eru búin að vera með miðann í áskrift undanfarið, eina röð sem kostar 300 krónur á viku. Þau eru að vonum alsæl með vinninginn og það fjárhagslega öryggi sem hann veitir þeim inn í framtíðina og þáðu þau fjármálaráðgjöf sem vinnings- höfum sem vinna milljónavinninga stendur til boða. Heitt vatn fannst í Ólafsdal Í byrjun nóvember komu bormenn frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða niður á heitt vatn skammt fyrir neðan skóla- húsið í Ólafsdal. Það er Minjavernd sem stendur að uppbygg- ingu á staðnum og sagði Þorsteinn Bergsson framkvæmda- stjóri að vatnsfundurinn hafi glatt sitt gamla hjarta. „Þetta mun gjörbreyta öllum möguleikum til heilsársrekstrar í Ólafs- dal en í það minnsta lengja rekstrarárið verulega,“ sagði Þor- steinn í samtali við Skessuhorn. Vatnið sem fannst er 35 gráðu heitt og skilar borholan um fimm sekúndulítrum. Lýsuhólslaug endurgerð Framkvæmdum við Lýsuhólslaug á Snæfellsnesi lauk í júní eftir miklar endurbætur. Laugarsvæðið er hið glæsilegasta en það var steypt upp í breyttri mynd. Þar eru áfram tveir heitir pottar, en jafnframt var settur upp kaldur pottur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.