Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 77

Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 77
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 77 ir það. „Ég er reyndar hættur að finna fyrir þessu en maður var lengi á eftir að fá svona flash back,“ seg- ir hann. Vildu komast heim Eftir stóra skjálftann vildu þau helst bara snúa heim aftur en fríið var þó bara rétt að byrja. „Við hringdum í utanríkisráðuneytið og þar var okk- ur sagt að pakka í töskur og vera til- búin með vegabréfin okkar,“ seg- ir Rúnar. „Okkur hafði dreymt um þetta frí svo ótrúlega lengi en eftir að hafa lent í þessu vildum við bara komast heim strax,“ segir Rúnar og bætir því við að þau hafi verið á strandhóteli á þessum tíma á stað sem hefði lent undir í flóðbylgju, en sem betur fer kom engin flóð- bylgja. „Við þorðum varla að sofna eftir skjálftann svo við settum disk á dollu af Pringles snakki svo við myndum vakna ef það kæmi annar skjálfti. Ef diskurinn myndi brotna vorum við búin að ákveða að fara bara heim. Sem betur fer fórum við tveimur dögum seinna til Ubud sem er uppi í fjöllum og minni hætta á flóðbylgju. Þar vorum við aðeins rólegri en við fundum samt alveg litla skjálfta lengi á eftir,“ segja þau og bæta því við að dvölin á Balí hafi verið alveg einstök. „Fólkið á Balí breytti lífi okkar. Þar var fullt af fólki sem átti kannski ekkert en það upplifði sig samt ekki fátækt. Það kvartaði enginn og allir voru alltaf glaðir og brosandi. Við Íslending- ar mættum taka þetta til fyrirmynd- ar,“ segir Rúnar. „Bílstjórinn okk- ar fékk 23 þúsund krónur á mánuði og hann sagðist vera einn af þeim heppnu. Þegar við svo létum hann fá um tíu til fimmtán þúsund krón- ur í þjórfé eftir daginn sagðist hann ekki þurfa þetta því hann væri ekki fátækur. Hann bjó samt bara í kofa með þriggja mánaða barn,“ segir Rúnar. Tveir hjartslættir Rúnar og Eyrún komu aftur til Ís- lands á sunnudegi og hófst glasam- eðferðin strax á mánudeginum. Meðferðin gekk vel og í eggheimtu náðust 17 egg og tólf voru frjóvguð. „Eftir að egg er frjóvgað þykir best að bíða með að setja það upp þar til það er orðið fimm daga gamalt, þá kallast það blasti,“ útskýrir Eyrún. Á fimmta degi var svo eitt sett upp og sex blastar settir í frysti. Stuttu síðar fengu þau svo jákvætt þung- unarpróf. „Það var ótrúlega mik- ið sjokk að sjá prófið, að þetta hafi bara tekist í fyrstu tilraun,“ segir Eyrún. „En svo var eiginlega meira sjokk að sjá tvo hjartslætti í snemm- sónar,“ bætir Rúnar við. „Það ger- ist varla að egg skipti sér svona þeg- ar fimm dagar eru liðnir frá frjóvg- un og svo gerðist það hjá okkur sem er alveg ótrúlegt,“ heldur Rúnar áfram. Meðgangan gekk ekki áfalla- laust fyrir sig en Eldar var með óút- skýrða vökvasöfnun í öðru heila- hvelinu alla meðgönguna. „Það var ekkert vitað hvað væri að eða hvort það væri yfir höfuð eitthvað að honum. Þetta gat þýtt litningagalli eða svo margt annað eða bara ekki neitt,“ segir Rúnar. „Það var mikið sjokk að fá þessar fréttir en við vor- um alveg harðákveðin í að taka bara því sem kæmi,“ bætir Eyrún þá við. Tveir heilbrigðir drengir Í síðasta sónarnum kom í ljós að vökvasöfnunin var farin sem vissu- lega var mikill léttir fyrir þau bæði. „Ég fór bara að grenja þegar við fengum þær fréttr, þvílíkur léttir. Þetta hafði verið rússíbani frá fyrsta degi og að fá svo þessar fréttir var bara svo gott að ég get ekki einu sinni komið því í orð,“ segir Rún- ar og brosir. Í þessum síðasta són- ar kom einnig í ljós að hjartsláttur annars tvíburans væri að taka dýf- ur þegar Eyrún fékk samdrætti og endaði hún í bráðakeisara þennan dag. „Þegar fylgjan var skoðuð kom í ljós að Atlas hafði fengið 80% af næringunni allan tímann svo Eldar var mikið minni en Atlas og þurfti að fara á vökudeild,“ segir Rúnar. Þeir bræður döfnuðu vel og fengu að fara heim með foreldrum sínum viku síðar. „Eldar var ekki einu sinni orðinn tvö kíló þegar við fórum heim. Honum leið alltaf best þeg- ar hann var með Atlasi. Hjartalínu- rit og mettun hjá Eldari hafði ver- ið að fara upp og niður þar til þeir voru settir saman í eina vöggu, þá bara jafnaði þetta sig alveg. Það var alveg magnað að sjá,“ segir Rúnar og bætir því við að drengirnir dafni báðir vel í dag. Ætlar að láta þekja sig húðflúrum Rúnar og Eyrún eru bæði vel skreytt húðflúrum frá toppi til táar. „Ég ætla ekki að hætta fyrr en ég er búinn að láta þekja mig alveg frá tám upp á haus,“ segir Rúnar en aðspurður segist hann ekki ætla að láta flúra andlitið. Hann var 18 ára þegar hann fékk fyrsta húðflúrið og segist vera fegin því að hafa ekki mátt fá sér húðflúr fyrr. „Foreldr- ar mínir bönnuðu mér að fá mér húðflúr fyrir 18 ára aldurinn og ég mæli bara með því að allir for- eldrar geri það. Maður er bara ekki nógu þroskaður fyrir þessa ákvörð- un fyrr og ég myndi meira að segja mæla með því að fólk bíði alveg til tvítugs,“ segir Rúnar. Hann segist eiga mjög lítið eftir til að klára allan líkamann. „Ég bara fæ mig ekki í að klára en ég mun gera það. Þetta er bara farið að vera svo ótrúlega vont og ég er komin með alveg ógeð,“ segir hann og hlær. „Mér finnst þetta verða verra með hverju flúrinu og veit að það eru margir sem eru mikið flúraðir sammála því,“ seg- ir hann. „Ég mun samt klára, ég get ekki verið ókláraður.“ Eyrún er ekki með alveg jafn mörg húð- flúr en hún er þó búin að láta þekja stóran hluta líkamans og segjast þau bæði hafa fengið sinn skammt af at- hugasemdum frá fólki vegna húð- flúranna. „Við förum ekki í sund án þess að fá athugasemdir,“ segir Eyrún. „Því miður eru það yfirleitt neikvæðar athugasemdir en ég held samt að þetta viðmót sé að breytast og það deyr vonandi út með eldri kynslóðum,“ bætir Rúnar við. Að- spurð segjast þau oftast fá spurn- ingar um hvernig þau haldi að lík- aminn þeirra muni líta út þegar þau verða gömul. „Ég svara því alltaf bara að ég verði ánægður ef ég verð svo heppinn að fá að verða gamall, það fá það ekkert allir,“ segir Rún- ar og brosir. „Þú finnur ekkert topp- íþróttamenn sem eru að drekka eða nota fíkniefni“ Eins og segir hér að framan er Rún- ar Grundfirðingur en hann ólst upp á Kvíabryggju. Þar kynntist hann kraftlyftingum sem hann hefur stundað frá 15 ára aldri. „Það var frekar sérstakt að alast upp á Kvía- bryggju. Fjölskyldan mín var þar í 30 ár og starfaði sem fangaverðir, kokkar eða varðstjórar,“ segir Rún- ar og bætir því við að þetta hafi ver- ið heldur óhefðbundnar uppeldis- aðstæður. „Þetta var sérstakt um- hverfi sem ég held að hafi spilað inn í hversu erfitt barn ég var. Á sama tíma held ég að þetta hafi verið góð forvörn fyrir mig. Að sjá mennina sem sátu þarna inni átti klárlega þátt í að móta mig að þeim manni sem ég er í dag,“ segir hann. Eft- ir að hafa kynnst lyftingum var ekki aftur snúið og Rúnar ákvað strax að hann vildi verða heimsmeistari í greininni. „Ég er svo manískur að ef ég ætla mér eitthvað hætti ég ekkert fyrr en ég næ því markmiði,“ segir hann og hlær en Rúnar náði markmiðinu á heimsmeistaramóti í Las Vegas haustið 2017. Þar að auki hefur hann þrisvar orðið Evr- ópumeistari og margoft Íslands- meistari. „Ég er annar Íslending- urinn til að vera stigahæstur af öll- um í mínum þyngdarflokki á Evr- ópumóti. Hinn Íslendingurinn var Magnús Ver,“ segir Rúnar og bros- ir. Rúnar lagði allt í það markmið sitt að verða heimsmeistari og part- ur af því var að bragða aldrei áfengi eða önnur vímuefni. „Það pass- aði bara ekki inn í þetta markmið mitt að drekka eða nota eiturlyf. Þú finnur ekkert toppíþróttamenn sem eru að drekka eða nota fíkniefni,“ segir hann. Rúnar starfar sem kraft- lyftingaþjálfari hjá Thors Power- gym í Kópavogi, líkamsræktarstöð í eigu Hafþórs Júlíusar Björnsson- ar. „Ég hef aðeins tekið mér pásu núna frá keppni og er að einbeita mér að þjálfuninni,“ segir hann og bætir því við að hann taki að sér að þjálfa allskonar fólk. „Það er mikill misskilningur að kraftlyftingar séu bara fyrir jötna, Þetta er góð und- irstaða fyrir alla líkamsrækt,“ segir Rúnar. Ljósmyndaáhuginn mikill Rúnar starfar einnig sem áhugaljós- myndari en hann byrjaði að taka myndir af alvöru fyrir nokkrum árum. „Ég haf alltaf haft gaman að ljósmyndun og alltaf pælt í mynda- vélum á öllum símum sem ég hef átt. Fljótlega eftir að við Eyrún fórum að vera saman keyptum við okkur almennilega vél og ég hef ekki hætt að taka myndir síðan. Vegna þess að ég er svona manískur þá tek ég alltaf allt alla leið og ég bara kenndi mér sjálfur það sem ég kann,“ seg- ir Rúnar og hlær. Aðspurður seg- ir hann það vera skemmtilegast að taka portret myndir eða lands- lagsmyndir. „Ég tek líka að mér að mynda brúðkaup, fermingar og allt þetta hefðbundna, það borgar reikningana,“ segir hann og bros- ir. „En ég hef tekið að mér ótrú- lega fjölbreytt verkefni og hef í raun gert ótrúlega hluti á stuttum tíma,“ bætir Rúnar við, en hann tók upp auglýsingu fyrir Super- bowl, tók allar myndirnar á heima- síðu Netgíró auk þess sem hann hefur tekið margar myndir fyrir Viðskiptablaðið og ýmis fatafyrir- tæki. Rúnar er einnig mikill áhuga- maður um tónlist og var í mörg ár í rokkhljómsveitinni Endless dark ásamt nokkrum öðrum strákum úr Grundarfirði og Ólafsvík. „Við túr- uðum mikið erlendis og spiluðum víða á Íslandi líka. Vorum á Eistna- flugi sex eða sjö sinnum og líka á Iceland Airwaves nokkrum sinn- um. Við höfum farið til Kanada, Englands og víðar,“ segir Rúnar en hljómsveitin hætti fyrr á þessu ári. „Þetta er ekkert rosalega fjöl- skylduvænt og núna vill maður bara meira vera heima. Tónlistin var líka ekki að borga reikningana svo ég læt ganga fyrir það sem gefur mér tekjur, ljósmyndunin og þjálfunin,“ segir Rúnar. Setti Íslandsmet í réttstöðu Eyrún er fædd og uppalin í Ár- bænum, þar sem hún bjó í 20 ár. „Svo kynntist hún geðsjúkum sveita- manni,“ segir Rúnar og horfir bros- andi á Eyrúnu sem tekur undir það. Eyrún var í mörg ár á kafi í fimleik- um auk þess sem hún prófaði kraft- lyftingarnar eftir að hún kynntist Rúnari. „Ég ætla ekkert að leggja kraftlyftingar fyrir mig en það var gaman að prófa aðeins,“ segir hún og Rúnar bætir þá við að hún hafi meðal annars sett Íslandsmet í rétt- stöðu. „Eftir að hafa verið í fimleik- um í svona mörg ár var ég komin með mikið keppnisskap svo ég varð að prófa lyftingarnar og langaði að keppa og ná árangri. Ég kláraði það og stefni ekkert á að gera það aftur. Núna lyfti ég bara fyrir gamanið og til að halda mér í formi,“ segir hún. Eyrún er förðunarfræðingur og naglafræðingur að mennt og stefn- ir á að læra uppeldis- og menntun- arfræði í framtíðinni. „Ég hef mik- ið unnið með börnum og mér þykir það skemmtilegt og langar að gera það áfram,“ segir hún. Vilja ala strákana upp í Grundarfirði Spurður hvort hann sjái fyrir sér að flytja aftur heim í Grundarfjörð segist Rúnar vilja flytja þangað aft- ur sem fyrst. „Ég ætlaði aldrei að flytja frá Grundarfirði og það end- ar með því að við flytjum þangað,“ segir Rúnar og brosir. „Við erum alveg sammála um að vilja ala strák- ana upp þar frekar en hér í bæn- um. Við viljum frekar að hætturn- ar tengist því að leika sér uppi í gili eða úti í læk heldur en hætturnar við að þeir séu hér í umferðinni, kannski að skjótast niður á Stjörnu- torg. Það eru forréttindi að alast upp úti á landi og við viljum að þeir fái að njóta þess,“ segja þau að end- ingu. arg/ Ljósm. aðsendar Rúnar er einnig áhugaljósmyndari og á margar fallegar myndir. nar var í mörg ár meðlimur í hljómsveitinni Endless dark. Rúnar tekur hnébeygju á Balí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.