Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019
Jól 2019
Gleðileg jól og heillaríkt
komandi ár
Starfsfólk Landmælinga Íslands
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár
Þökkum samskiptin
á árinu sem er að líða,
sérstaklega viðtökurnar við nýju
nafni og ásýnd fyrirtækisins.
Hlökkum til framhaldsins
– skiljum ekkert eftir.
Bæjarfulltrúar meirihluta Samfylk-
ingar og Framsóknar og frjálsra í
bæjarstjórn Akraness lögðu síðast-
liðinn þriðjudag fram bókun þegar
fjárhagsáætlun næsta árs var tekin
til síðari umræðu og afgreiðslu. Þar
segir að í fjárhagsáætlun Akranes-
kaupstaðar fyrir árið 2020 sé gert
ráð fyrir að rekstrarafkoma A-hluta
bæjarsjóðs verði jákvæð um 309
milljónir króna og að rekstraraf-
koma A- og B-hluta verði jákvæð
samtals um 310 milljónir króna.
„Á undanförnum árum hefur náðst
góður árangur í rekstri bæjarins.
Það sést vel á níu mánaða upp-
gjöri ársins í ár, þar sem rekstrar-
niðurstaða er jákvæð um rúmar 452
milljónir en áætlanir höfðu gert ráð
fyrir 266 milljóna rekstrarafgangi.
Þessi góða staða er til komin vegna
ábyrgrar fjármálastjórnar og gefur
okkur svigrúm til að ráðast í stór-
sókn í uppbyggingu innviða til að
Akranes verði áfram í fremstu röð
sveitarfélaga á Íslandi í að bjóða
upp á góða þjónustu fyrir íbúa á
öllum aldri.“
Þá segir í bókuninni að í fjár-
hagsáætlun næsta árs og þriggja
ára áætlun 2021-2023 birtist skýr
framtíðarsýn bæjarstjórnar. „Fim-
leikahús við Vesturgötu verður tek-
ið í notkun á næsta ári, uppbygg-
ing þjónustumiðstöðvar við Dal-
braut heldur áfram og bygginga-
framkvæmdir hefjast við nýjan leik-
skóla. Stóraukið fé er lagt í endur-
bætur á stofnanalóðum við leik- og
grunnskóla, haldið áfram með end-
urbætur á innra rými Brekkubæj-
arskóla og með tilkomu nýs leik-
skóla fæst einnig viðbót við hús-
næði Grundaskóla, en þessar fram-
kvæmdir eru unnar með það að
markmiði að bæta vinnuaðstæð-
ur starfsmanna og nemenda. Einn-
ig er á næsta ári gert ráð fyrir fjár-
munum til að tryggja Fjöliðjunni
gott húsnæði fyrir sína starfsemi til
framtíðar og byggð verður reiðhöll
á félagssvæði Dreyra.
Áfram verður unnið að stórum
skipulagsverkefnum, ráðist verð-
ur í gatnagerð í Skógahverfi til
að stuðla að áframhaldandi upp-
byggingu, uppbygging hefst í
Flóahverfi á næsta ári og þá mun-
um við einnig hefja úthlutun
lóða á Sementsreit. Uppbygg-
ing íþróttamannvirkja við Jaðar-
sbakka er sett á langtímaáætlun
og hefst árið 2022.“
Loks segir í bókun þeirra Val-
garðs L Jónssonar, Kristins Halls
Sveinssonar, Guðjóns Viðars
Guðjónssonar, Elsu Láru Arnara-
dóttur og Ragnars Sæmundsson-
ar: „Við gerð þessarar fjárhags-
áætlunar er aðhalds gætt í rekstri
og möguleikar nýttir til að draga
úr álögum á íbúa og fyrirtæki.
Farið er í einu og öllu að tilmæl-
um um stuðning stjórnvalda við
lífskjarasamninga, sem felur það
í sér að gjaldskrár kaupstaðarins
hækka ekki umfram 2,5% að með-
altali.“ mm
Meirihluti bæjarstjórnar fylgir
fjárhagsáætlun úr hlaði