Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201918
Afar erfitt ástand skapaðist víða um norðanvert landið í síðustu viku í kjölfar óveðursins sem
gekk yfir landið á þriðjudag og miðvikudag. Hefur þetta áhlaup verið kallað Sprengilægðin og
ekki að ósekju. Áhrif þess voru meðal annars víðtækt rafmagnsleysi, köld hús, skortur á vist-
um, fjarskiptaleysi, ekki var hægt að mjólka kýr, hross og fé grófst í fönn og áfram mætti telja.
Þá var ungs manns leitað í Eyjafirði eftir að krapaflóð hreif hann með sér við Núpá í Sölvadal
á miðvikudagskvöldið. Leituðu hundruðir björgunarsveitarfólks og annarra við afar erfiðar að-
stæður. Lík unga mannsins fannst svo eftir hádegi á föstudag. Í kjölfar slyssins og aðstæðna víða
um allt norðanvert landið var búnaður og mannskapur sendur norður fyrir heiðar til aðstoðar
heimafólki við leitar- og björgunarstörf. Herkúles birgðaflutningavél danska hersins fór m.a.
norður á fimmtudag með mannskap og búnað. Þá sendu björgunarsveitir af Vesturlandi sömu-
leiðis mannskap, en okkar landshluti fór hvað best út úr þessu hamfaraveðri sem geisaði á land-
inu um miðja síðustu viku og töldu Vestlendingar ekki eftir sér að leggja brýnu máli lið.
Björgunarfélag Akraness sendi björgunarsveitarmenn og snjóbíl til Hólmavíkur til aðstoðar
við ýmis verkefni strax á miðvikudeginum. Aðfararnótt fimmtudags fór sjö manna hópur með
fimm vélsleða og tvo jeppa í Eyjafjörð til að aðstoða við leit að piltinum sem þá var enn sakn-
að við Núpá.
Nokkrir félagar úr Björgunarsveitinni Brák í Borgarnesi fóru norður í Húnavatnssýslu og
veittu félögum sínum þar liðsinni við að leysa úr fjölda verkefna sem þar biðu. Unnu þeir
meðal annars að því að berja ísingu af háspennulínum til að koma rafmagni á bæi að nýju.
Björguðu þeir auk þess ellefu hrossum sem grafist höfðu í fönn. „Allir vinna saman og marg-
ar samhentar hendur ná að saxa á verkefnalistann,“ segir í færslu björgunarsveitarfólks á Fa-
cebook.
Þrír félagar úr Björgunarsveitinni Oki í Borgarfirði aðstoðuðu meðal annars við leitina í
Sölvadal. Til að komast norður var ekið á Hvammstanga um Heydal og Laxárdalsheiði, en
mannskapurinn þurfti að bíða meðan raflína var klippt í sundur því hún hékk yfir veginn.
Komust þó á leiðarenda í vondu skyggni og tókust á við verkefni sem biðu. Vitjuðu meðal
annars bænda sem höfðu verið án rafmagns í langan tíma. Af einum bænum var einstaklingur
ferjaður yfir á annan bæ þar sem var rafmagn og hiti var á húsum.
Hér hefur einungis verið nefnt brot af þeim verkefnum sem björgunarsveitafólk tók að sér
í liðinni viku.
mm/ Ljósmyndir eru frá Landsbjörgu,
nema annað sé tekið fram.
Björgunarsveitarfólk til leitar- og
björgunarstarfa á Norðurlandi
Við leit á bökkum Núpár í Sölvadal. Lík 16 ára pilts, Leifs Magnusar Grétarssonar Thislands fannst laust
eftir hádegi á föstudag. Ljósm. Björgunarfélag Akraness.
Hluti búnaðar björgunarsveita í Sölvadal. Ljósm. Björgunarfélag Akraness.
vipmyndir af störfum björgunarsveitafólks síðustu vikuna. Ljósm. Landsbjörg.