Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 51

Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 51
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 51 Kveðjur úr héraði Jólakveðja úr Borgarfirði: Fallegar minningar eru dýrmætar Senn líður að jólum, tuskan komin á loft og hugurinn færist nær jóla- bakstrinum. Ég held í hefðir hvað varðar jólaundirbúninginn en þó töluvert léttari og öðruvísi en var á Skallagrímsgötunni á mínum upp- eldisárum, þá var allt þrifið hátt og lágt og skreytt á Þorláksmessu undir kveðjum Ríkisútvarpsins. Mamma á heiður skilinn fyrir að komast í gegnum þetta allt saman á einum degi með sjö barna stóð hangandi í pilsfaldinum, en systir hennar var dugl g að hjálpa henni með þetta. Frá því ég hóf búskap með mínum manni og við eignuðumst börnin höfum við alltaf klárað allan þenn- an helsta jólaundirbúning eins og jólahreingerningu og bakstur, dúk- ar á borð og jólaskraut í glugga í stofu og eldhúsi fyrir fyrsta í að- ventu. Aðventan er svo tíminn til að njóta þess sem búið er að baka, taka á móti gestum í aðventukaffi á sunnudögum með dúkuðu borði, smákökum og heitu súkkulaði úr fallegu rósóttu súkkulaðikönnunni sem Guðrún á Þursstöðum átti, fara á tónleika og hitta mann og annan. Já aðventan er til að njóta. Hugurinn reikar aftur til barn- æsku þegar þessi tími gekk í garð. Heildsalar komu í búðina til pabba í Jónsbúð með fullar töskur af leik- föngum, styttum og jólaskrauti sem glitraði svo fallega og litirnir – mað- ur minn! Tími var kominn til að setja upp jólahillurnar, eina plássið sem eftir var í búðinni var á miðju gólfinu þar sem matvara var í hill- um, hveiti, morgunkorn, brauð, krydd og ýmislegt þess háttar. Í þess- ar hillur voru settar jólakúlur, stór- ar og skrautlegar með jólabarninu í jötunni á framhlið kúlunnar og svo voru þarna svo fallega bláar litl- ar kúlur seldar tíu saman í knippi, vikupeningurinn frá ömmu var ein- mitt fyrir eins og einu knippi, tíu krónur. Þessar kúlur voru svo settar á greni sem hengt var upp um alla veggi í herberginu. Svo voru engla- hárin og skrautið sem maður dró í sundur hengd í loftið, gluggana eða utan um herbergis hurðina. Nóg var til af skrauti í Jónsbúð. Svo var það allt dótið sem mann langaði að eiga. Pabbi varð að setja upp „útibú“ í einu herbergi uppi í byggingu. Þar var hann með málverk, silkirósir og allskonar dót, byssur, púsluspil, Barbie-dúkkur, bíla, stóra og smáa, dúkkuvagna og svo má lengi telja. Þarna skiptumst við systkinin á að vera í afgreiðslunni. Það var mikið af dóti sem seldist og ég var alltaf svo hissa þegar einhver keypti silki- rósirnar en þær fengu að gleðja ein- hverja í jólapakka á þessum árum. Á Þorláksmessukvöld þegar fór að hægjast um í búðinni gekk mað- ur hring eftir hring og sagði frekar hátt hversu sumir hlutir væru falleg- ir og mann langaði að eiga, það varð að vera nógu hátt svo pabbi mundi örugglega heyra það og mögulega væru þessir tilteknu hlutir í jóla- pakkanum. Aðfangadagur er runninn upp og við systkinin fáum að skreyta fal- legt lifandi jólatré sem pabbi var búinn að kaupa, allar kúlurnar sem voru til og englahárin, svo voru fal- leg ljós sett á tréð og toppur með ennþá meira fíneríi fékk að skarta efst á trénu, pakkarnir fóru undir tréð þegar búið var að borða kvöld- matinn. Eftir jólatrésskreytinguna fórum við í bað hvert af öðru og við yngstu systkinin gátum farið tvö saman, svo áttum við stelpurn- ar að leggja okkur á teppalagt rúm- ið en strákarnir að ná í gosflöskur og ávexti niður í búð fyrir kvöldið. Það var bara ómögulegt að sofna, spennan var svo mikil. Dagurinn var heila eilífð að líða en það kom að því að mamma var búin að hafa til og strauja kjólana, skyrturnar og sokkabuxurnar, skórnir pússaðir og allt klárt. Við vorum komin í okkar fínasta púss, mamma búin að setja tíkaspena í okkur systurnar og við sest inn í stofu áður en klukkurn- ar klingdu í útvarpinu. Núna voru jólin komin og ilmur af dásamleg- um rjúpum lék um vit okkar. Borð- haldið gekk fljótt yfir og allir dug- legir að klára sín verk, strákarn- ir settu pakkana undir jólatréð og við stelpurnar hjálpuðum mömmu með uppvaskið. Þá gat sprengingin hafist. Pakkaflóðið var svo mikið og hamagangurinn, allir pakkarnir búnir og krakkarnir farnir að leika sér með dótið sem var svo mikið og viti menn, jú það var þarna, dótið sem talað var sem hæst um kvöld- ið áður svo eyru pabba heyrðu. All- ir fóru svo uppgefnir í háttinn eftir langan aðfangadag. Mín ósk er að njóta aðventunn- ar og óska lesendum Skessuhorns þess sama. Fallegar minningar eru dýrmætar. Ég óska ykkur gleðiríkra jóla. Aðventukveðja, Jóhanna Erla Jónsdóttir Ljósmynd af systkinahópi Jóhönnu Erlu þegar hún var lítil.Jóhanna Erla Jónsdóttir Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Við sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða. Þjóðbraut 1 - Akranesi - sími 431 3333 GLEÐJUM MEÐ GÆÐUM SK ES SU H O R N 2 01 6 Þjóðbraut 1 - Akranesi - sími 431 3333 GLEÐJUM MEÐ GÆÐUM SK ES SU H O R N 2 01 6 Þjóðbraut 1 - Akranesi - sími 431 3333 GLEÐJUM MEÐ GÆÐUM SK ES SU H O R N 2 01 6 SPEEDTSBERG ROSENDAHL KJÖTHITAMÆLIR GLERUPS KAY BOJESEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.