Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 90

Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 90
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201990 Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norðurlandskjördæm- is vestra, skrifaði opinskáa grein á Facebook síðu sína í liðinni viku undir fyrirsögninni „Ég er miður mín.“ Hann tekur fram að slíka fyr- irsögn sé ekki pólitískt skynsamlegt að setja fram, en gerir það engu að síður. „Ég geri það vegna þess að ég finn til ábyrgðar. Í 15 ár hef ég ver- ið að láta mig varða hagsmuni fólks. Hagsmuni allra landsmanna - reynt að tala fyrir hagsmunum fólks sem býr á landsbyggðinni. Allan tímann hef ég skynjað stuðning, skilning þeirra sem búa á svonefndu höf- uðborgarsvæði. Við erum ein þjóð. Samt er það þannig að íbúar lands- byggðar, sveitanna, horfa fram á allt aðrar aðstæður en megin- þorri landsmanna. Við þolum hærri kostnað við flutning á rafmagni, verri tengingar og minni gæða þeirra tenginga. Við örfáir íbúar sveitanna þurfum að byggja upp og viðhalda ógnarstóru dreifikerfi - eftir að hafa á árum áður tekið þátt í að byggja upp með gjöldum okk- ar fyrir uppbyggingu á svonefndum þéttbýlissvæðum. Það berum við nú ein. En það er samt kerfið sem á að vera grunnur að því allir geti notið þess að skipta um orkugjafa fyrir bíla - svo eitthvað sé nefnt. Samt er mestallt rafmagn framleitt í virkjunum sem standa í sveitum - flutt með kerfum sem liggja um lönd bænda.“ Haraldur segir að sem betur fer hafi verið gert stórátak í lagn- ingu jarðstrengja fyrir dreifiveitur. „Ástandið væri hrikalegt núna - ef svo væri ekki. Gleymum því ekki. En engin kerfi og engin mannvirki geta heldur verið þannig að þau þoli hvað sem er.“ Haraldur þekk- ir hvaða tjón margir kollegar hans í stétt kúabænda standa frammi fyrir. „Afurðatap kúa sem ekki var hægt að mjólka í marga daga - glötuð framleiðsla sem hellt var í svelginn. Skemmdar girðingar, tjón á hús- um. Þeir fjármunir verða ekki sóttir í afurðaverð til bænda. Það er enn önnur saga.“ Undir lok langrar færslu sinn- ar skrifar Haraldur: „Ég veit um skammtímahugsun sem liggur að baki því að rækta ekki, að styrkja ekki grundvöll atvinnugreina þeirra sem á landsbyggðinni lifa. Skamm- sýnin sem hefur veikt t.d. matvæla- framleiðslu sveitanna. Ég hef hlust- að óteljandi sinnum á hvernig má búa til óendanlegar tekjur fyrir rík- ið að setja aflaheimildir á uppboð. Hvernig við getum skapað gríðar- legan arð af því að hækka rafmagn til iðnaðar. Ég er miður mín vegna þess að mér finnst hafa afhjúpast hve mik- ill munur er á aðstöðu fólks og mér hefur ekki tekist betur til að tala máli þeirra. Ég hef ekki sett veg- tyllur fyrir mig í efsta sæti - það gera fæstir. Ég er ekki að ásaka neinn um gera það - en vil að sé hlustað á hvað ég segi. Að það verði breytingar - raunverulegar breytingar. Fánýti karps pólitíkur um mörg málin - eins og um eitt- hvað ímyndað meira frelsi ef bara megi flytja meira og meira inn. Um hvort samningur við þjóðkirkjuna sé eðlilegur - eða hvort einstaka fjárveiting standist nákvæmar um óvænt og ófyrirséð i fjáraukalög- um - verða hjóm þegar hugsað er um fólk sem situr sambandslaust í köldum húsum - rafmagnlausum sjúkrahúsum. Ég ber mína ábyrgð. Við búum við óblítt veðurfar - það verða áföll,“ segir Haraldur; „Setj- um fólkið í fyrsta sæti en ekki póli- tíska tækisfærismennsku.“ mm Þegar maður flytur tímabundið til útlanda, á stað þar sem skort- ur er á skýjum og magn sólar er í öfugu hlutfalli við verð á mat og drykk, þá gefast margar stundir til lestrar. Samfélags- og aðrir miðl- ar gefa núna merkilega mynd af ástandinu á Íslandi eftir atburði síðustu viku. Þegar þetta aðventu- hret er yfirstaðið og landsmenn eru farnir að fá yfirsýn yfir það hvað gerðist eiginlega, er farið að örla á samviskubiti og svitadrop- um hjá einstaka opinberum starfs- manni. Ekki þó þeim fótgöngulið- um veitu og vega. Þeir hafa bara svitnað vegna vinnu en ekki sekt- arkenndar og eiga mikið hrós skil- ið fyrir sitt framlag. En greinilegt er að hægt hefði verið að gera bet- ur, bregðast hraðar við og sækja fleiri í undirbúning. Það rifjast upp fyrir mér nokk- ur atvik í mínu starfi sem forsvars- manns björgunarsveitar til fjölda ára þar sem ég hef þurft á þjónustu opinberra starfsmanna að halda. Bæði ráðinna og kjörinna. Ég kann of margar sögur af hrokafull- um tilsvörum eða ótrúlegum töf- um á afgreiðslu erinda. Eða ótrú- legu skilningsleysi á eðli okkar starfsemi og engar tilraunir gerðar til að setja sig í spor okkar. Þetta er þó ekki algilt enda hefðu björgun- arsveitir Íslands aldrei getað sinnt sínum verkum í síðustu viku ann- ars. Þeir taka til sín sem eiga. Ég er núna að lesa allar afsak- anirnar hjá ráðamönnum: Tetra klikkaði, rafmagnið klikkaði, út- varpið klikkaði... en ekki ég! Þá rifj- ast upp allir fundirnir, öll erindin, allar beiðnirnar, allar umsóknirnar sem maður hefur sótt, sent og sífr- að yfir í gegnum árin fyrir björg- unarsveitina. Og viðbrögðin hafa verið á ýmsa vegu. „Já góði minn, þú aftur“, „ja, við erum nú hætt að styrkja“, „já setjum þetta í nefnd“ eða: „Þessir björgunarsveitamenn! Þeir halda bara að þeir geti fengið allt og viti allt.“ En þegar innviðirnir hjá þriðj- ungi landsmanna hrundu í eftir- minnilegu fárviðri þá voru þessi tilsvör gleymd og ekki notuð þeg- ar þurfti að bjarga málum, virkja plan A. Þá var gott að geta fengið fólk til aðstoðar sem gat allt, vissi allt og rukkaði ekki neitt. Ég á til góða sögu um það þegar fólk áttar sig á í hverju okkar starf felst. Eitt sinn hafði samband við mig forstjóri í stóru fyrirtæki sem vildi kaupa af björgunarsveitinni aspir. Á þeim tíma þræluðum við okkur út við að stinga upp aspartré og selja. Þessi góði maður vildi fá ákveðið magn en sagði svo strax: „Fæ ég ekki 30% afslátt?“ Ég er stundum seinn til svars en í þetta skiptið stóð ekki á svari. „Þann- ig að þegar þú hringir í björgun- arsveitina vegna þess að þakið þitt er að fjúka og biður um tíu menn, á ég þá að biðja um 30% afslátt og senda þér sjö?“ Spurði ég. Frekari umræður um afslætti urðu ekki. Þetta er nú tilefni skrifa minna. Að minna enn og aftur á þá stað- reynd að í tuga ára hafa konur og menn þessa lands unnið ótrúlega ötult og óeigingjarnt starf við að undirbúa sig fyrir viðlíka hamfar- ir eins og dundu á Íslandi þriðju- daginn 10. desember. Ekki látið þvergirðingshátt embættismanna stoppa sig. Það að hægt hafi ver- ið að senda þrjá snjóbíla og lið björgunarsveitafólks á valda staði á undan óveðrinu var ekki gert með mánaðar fyrirvara. Það þurfti bara eitt samtal til þess. Og sem betur fer þurfti ekki að senda neitt erindi á opinbera stofnun. Þá hefði þetta lið aldrei farið neitt. Íslendingar hafa byggt upp eitt besta björgunarkerfi í heimi. Það er plan A. Allt hjal um að það þurfi að byggja upp plan C eða að skoða hvað fór úrskeiðis er svo sem gott og gilt en svifaseinir opinberir starfsmenn eiga bara að viður- kenna vanmátt sinn fyrir óblíðum náttúruöflum norðurhjara og láta fagfólk í verkið. Náttúran bíður ekki eftir ákvörðun nefndar. Kæru opinberu starfsmenn, jafnt ráðnir sem kjörnir. Þegar við þurfum að leita til ykkar með er- indi vegna starfa okkar fyrir björg- unarsveit, eru þið til í að sinna okkar erindum jafn hratt eða næst- um jafn hratt og þið viljið að við sinnum ykkar erindum? Ég efast um það að einhvert ykkar, strand í fjöru eða á fjallvegi hafi áhuga á sambærilegum svörum og ég vís- aði til í upphafi þessarar greinar: „Já góði minn, þú aftur“, „ja, við erum nú hætt að sækja í dag“, og „já setjum þetta í nefnd.“ Sameinumst um að efla enn frekar þann ótrúlega samtaka- mátt sem birtist í björgunarsveit- um Íslands. Plani A. Hikum ekki við að taka á þeim málum sem við, fagfólkið, hert í hverju aðventu- hretinu á fætur öðru, bendum á að þurfi að bæta. Og sameinumst um að tryggja að þau sem að rjúka út í sortann til bjargar um leið og flestir flýja inn, hafi þann búnað og öryggistæki sem eru algjörlega nauðsynleg til að tryggja örugga heimkomu allra mæðranna, feðr- anna, systranna og bræðranna sem eru að brjótast á milli bæja til að sinna náunganum eða eru að leita að og bjarga fólki og fénaði. Ekki spyrja hvað getur björg- unarsveitin gert fyrir mig held- ur spyrjum: Hvað get ég gert fyrir björgunarsveitina! Podgorica Svartfjallalandi, þar sem sumarið gleymdi að fara. Sól og endalaust logn. Ásgeir Kristinsson. Höf. er fv. formaður Björgunar- félags Akraness. Landsmenn allir hafa á nýliðnum dögum upplifað fátíðar afleiðingar vetrarveðurs. Óveðrið hefur opin- berað gríðarlega veikleika í grunn- innviðum landsins. Þúsundir íbúa hafa verið án án rafmagns og fjar- skiptasamband verið í lamasessi og er ekki að fullu komið í eðlilegt horf enn þegar þetta er ritað. Yfir 800 björgunarsveitarmenn hafa sinnt um 1000 útköllum vítt og breitt um landið og sem fyrr stað- ið vaktina með miklum sóma, hafa unnið gott starf sem gerir hvern Ís- lending stoltan. Rafmagnsleysið og slitrótt fjar- skipti hafa gífurleg áhrif á öryggi og líf fólks. Það er óásættanlegt að fólk og fyrirtæki þurfi að búa við slík skilyrði. Það er grundvallaratr- iði að raforkuöryggi sé tryggt bæði í þéttbýli og dreifbýli. Í því felst að stjórnvöld í fyrsta lagi tryggi að fjármunum sé varið í uppbyggingu raforkukerfisins og að fjármunum fengnum, þá sé í öðru lagi greiðlega og hindrunarlaust hægt að vinna að úrbótum á flutningskerfi raforku og tryggja, a.m.k. að því leyti ör- yggi fólks um landið allt. Á þessu hefur verið mikill mis- brestur. Eftir þá reynslu sem við erum enn að vinna úr virðist harla ljóst að endurskoða þurfi lands- skipulag það sem snýr að viðhaldi innviða og uppbyggingu þeirra. Þetta á við um flutningskerfi raf- orku, fjarskiptin, vegi, hafnir og flugvelli svo eitthvað sé nefnt. Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra sem við eigum að nálgast yfirveg- að og af þeirri alvöru sem tilefnið sannarlega gefur. Við þurfum að yfirfara ýmsa þá lagaþætti sem snúa að umhverfis- vernd, skipulagi og úrskurðamál- um, gera úrvinnsluna markvissari og horfa hiklaust til þjóðarörygg- is í því sambandi, til almannahags- muna og hlutskiptis íbúa lands- byggðar sérstaklega. Mikilvægt er að árétta að með þessu er ekki sneitt að núverandi umhverfis- og skipulagsákvæðum eða verndar- sjónarmiðum. Vistvænar aðgerðir og sjálfbærni á og þarf að vera stöð- ugt leiðarljós en við höfum ekki haldið vöku okkar og breytinga er þörf. Innviðir, hvort sem átt er við raf- orku, menntakerfi, samgöngur eða heilbrigðisþjónustu, eiga að vera með þeim hætti að sem minnstu máli skiptir hvar fólk kýs að búa. Það hefur ekkert skort á loforð og fyrirheit en niðurstaðan er enn sem fyrr; íbúum á landsbyggðinni er haldið í stöðugri óvissu með hver staðan verði til framtíðar. Það er samdóma álit þingflokks Samfylkingarinnar að það skuli vera forgangsverkefni stjórnvalda að jafna búsetuskilyrði og stuðla að velferð og öryggi fólks um allt land. Ég leyfi mér einnig sem almenn- ur borgari að koma hér í lokin á framfæri þökkum til viðbragðs- aðila, björgunarsveitarfólks, heil- brigðisstarfsmanna, hjálparsamtaka og allra þeirra sem lagt hafa hönd á plóg marga undanfarna sólarhringa og eru jafnvel enn að störfum á landssvæðum sem illa urðu úti. Með ósk um gleðilega jólahátíð, Guðjón S. Brjánsson Höf. er alþingismaður Samfylking- ar í NV kjördæmi. Haraldur bóndi í heyskap. Ljósm. úr safni Skessuhorns. Haraldur kveðst miður sín yfir varnarleysi landsbyggðarfólks Pennagrein Ótraustir innviðir og orka Pennagrein Plönin sem fuku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.