Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 20198
Grunsamlegir í
Garðavík
BORGARNES: Tilkynnt var
um grunsamlegar mannaferð-
ir í Garðavík í Borgarnesi um
hálf níu leytið á fimmtudags-
kvöld. Foreldri hafði samband
við neyðarlínu vegna þess að
dóttir hennar tjáði henni að
maður hefði verið að elta hana.
Hún ávarpaði mannninn sem
svaraði henni ekki og við það
varð stúlkan hrædd. Maðurinn
fór síðan inn í rauðan bíl, þar
sem voru fyrir tveir karlmenn
og fleiri. Allir sem stúlkan sá
voru d ökkklæddir og ekki
ungir menn, að sögn lögreglu.
Tilkynnandi vildi meina að á
sama tíma í fyrra hefði verið
brotist inn í heimahús á svip-
uðum slóðum, á meðan tón-
leikar stóðu yfir í bænum eins
og einmitt þetta kvöld. Eftir-
grennslan lögreglu bar ekki
árangur.
-kgk
Skóf ekki
rúðuna
AKRANES: Lögreglan hefur
haft afskipti af ökumönnum
í vikunni sem hafa trassað að
skafa framrúður bifreiða sinna
nægilega vel áður en ekið er
af stað. Einn slíkur var stöðv-
aður á Akranesi síðastliðinn
laugaradag og var sektaður um
20 þúsund krónur fyrir vikið.
Maðurinn viðurkenndi brot
sitt en var frekar ósáttur við
störf lögreglu. -kgk
Lenti í skafli
GRUNDARFJ: Umferð-
aróhapp varð við Fellsenda á
norðanverðu Snæfellsnesi um
kl. 16:00 á fimmdudag. Öku-
maður missti stjórn á bifreið
sinni þegar hann lenti í snjó-
skafli. Engin slys urðu á fólki
en bifreiðin skemmdist að
framan og er óökuhæf eftir
óhappið.
-kgk
Sveitarstjóri Borgarbyggðar
Borgarbyggð er landstórt sveitarfélag
með um 4000 íbúa og 6 þéttbýliskjarna
sem eru Borgarnes, Hvanneyri, Bifröst,
Kleppjárnsreykir, Varmaland og Reykholt. Þar
er öflugt skólasamfélag með 5 leikskólum, 2
grunnskólum, menntaskóla og 2 háskólum.
Hjá sveitarfélaginu starfa um 300 manns
og einkunnarorð þess eru: Menntun, saga,
menning.
Nánari upplýsingar um sveitarfélagið má finna á
www.borgarbyggd.is.
Nánari upplýsingar veita Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511-1225.
Umsóknarfrestur er til og með 28. des. 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og
kynningarbréf.
Menntunar- og hæfniskröfur:Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
Intellecta, Síðumúli 5, 108 Reykjavík, sími 511 1225.
Öfugu megin
AKRANES: Lögregla kom
fram athugasemdum við tölu-
vert marga ökumenn sem lagt
höfðu bíl sínum á móti akst-
ursstefnu í síðustu viku, eink-
um á Akranesi. Þar skildu lög-
reglumenn miða eftir á fram-
rúðum bifreiða með þeim til-
mælum til ökumanna að fara
að umferðarlögum og stuðla að
greiðari og öruggari umferð.
Lögregla minnir á að óheim-
ilt er að leggja á móti aksturs-
stefnu. Ástæðan er sú að þegar
bifreið er lagt á móti aksturs-
stefnu þá sér ökumaðurinn ekki
út í umferðina. Ef lagt er réttu
megin þá sér ökumaður strax
út í umferðina. Af sömu ástæð-
um eru bílar með stýrið vinstra
megin í þeim löndum þar sem
ekið er á hægri vegarhelmingn-
um, til að ökumaður hafi sem
besta yfirsýn yfir akbraut og út
í umferðina.
-kgk
Heilahristingur
BORGARNES: Slys varð í
íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi
á föstudagskvöld. Unglings-
piltur lenti í samstuði við mót-
herja í íþróttaleik, féll í gólfið
og fékk högg á höfuðið. Reynd-
ist hann hafa hlotið heilahrist-
ing af og komið með sjúkrabíl
undir læknishendur.
-kgk
Erlendur
án réttinda
VESTURLAND: Við eftir-
lit með umferð í vikunni sem
leið stöðvaði Lögreglan á Vest-
urlandi för erlends ökumanns í
umdæminu. Nokkurra tungu-
málaörðugleika gætti í sam-
skiptum við ökumanninn, að
sögn lögreglu. Gat hann ekki
sýnt fram á að hann hefði gild
ökuréttindi og fékk hann því
ekki að halda för sinni áfram.
-kgk
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar var samþykkt með fimm
atkvæðum eftir seinni umræðu í sveitarstjórn síðast-
liðinn fimmtudag, sem og þriggja ára áætlun. Fulltrú-
ar Framsóknarflokks sátu hjá þegar greidd voru atkvæði
um áætlunina í heild sinni. Tekjur A og B hluta eru áætl-
aðar 4.591 milljónir króna á næsta ári en rekstrargjöld
A og B hluta, án fjármagnsliða, 4.293 milljónir. Áætl-
að er að fjármagnsliðir verði 114 milljónir og rekstrar-
niðurstaða samstæðunnar því jákvæð um 183 milljónir
á næsta ári. Áætlað er að fjárfestingar og framkvæmd-
ir A og B hluta sveitarsjóðs á næsta ári nemi 654 millj-
ónum króna.
Álagninig fasteignaskatts í A flokki verður 0,36% og
lækkar úr 0,4%. Í B flokki verður hún 1,32% og 1,39%
í C flokki. Lóðaleiga verður 1,5% af fasteignamati íbúð-
arhúsalóða og 2,0% af mati annarra lóða. Áfram verður
50% afsláttur af gatnagerðargjöldum og 100% afsláttur
af lóðagjöldum árið 2020. Við fyrri umræðu um fjár-
hagsáætlun hafði verið samþykkt að álagningarhlutfall
útsvars í Borgarbyggð yrði 14,52% af tekjum, sem er há-
marksútsvar og gjaldskrár verða ekki hækkaðar umfram
2,5% eins og lagt var til í lífskjarasamningunum svoköll-
uðu. Dvalargjöld hækka ekki í gjaldskrám leikskólanna.
Engin framtíðarsýn
Fulltrúar Framsóknar lögðu fram bókun þar sem þeir
sögðu meirihlutann á yfirstandandi kjörtímabili ekki
hafa neina framtíðarsýn og sóa tekjum sveitarfélagsins.
Fyrirtækjum hefði ekki fjölgað í sveitarfélaginu og lít-
ið eða ekkert af íbúðum og húsnæði væri í byggingu. „Á
meðan engin sýn er til staðar og engin geta til þess að
leiða verkefni áfram og klára dæmið munum við fylgj-
ast með tekjum sveitarfélagsins ausið stefnulaust,“ seg-
ir í bókuninni. „Það er lykilatriði að skýr framtíðarsýn
liggi fyrir til grundvallar ákvörðunum með heildarhags-
muni íbúa að leiðarljósi. Meirihlutinn getur ekki leng-
ur komist hjá því að upplýsa íbúa um sameiginlega sýn
sína á fjölmörg ókláruð mál. Raunverulegur fjárhagsleg-
ur og samfélagslegur ávinningur fyrir íbúa helgast af því
að sveitarstjórn geti lagt fram framsækna framtíðarsýn,“
segir í bókun Framsóknarmanna sem kölluðu eftir því að
slík sýn yrði lögð fram eigi síðar en 1. mars á næsta ári.
Skýr stefna
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram bókun þar sem þeir
sögðu ánægjulegt að starfa í þágu sveitarfélags þeg-
ar fjárhagurinn væri sterkur og vel gengi. Engu að síð-
ur væri mikilvægt að gæta vel að jafnvægi milli fram-
kvæmda, þjónustu og fjármuna. „Það má ekki safnast
upp mikil framkvæmdaþörf eða ganga of nærri skerð-
ingu þjónustu við íbúa en heldur ekki ganga of nærri
fjárhag sveitarfélagsins við framkvæmdir. Það þarf að
finna eðlilegt jafnvægi milli þessara þátta. Ljóst er að
mikil framkvæmdaþörf var komin víðs vegar í sveitarfé-
laginu og því þurfti að láta hendur standa fram úr erm-
um en bæði sú fjárhagsáætlun sem lögð var fram árið
2019 og sú sem lögð er fram hér í dag bera þess merki.
Samhliða þessu var þó gætt að aðhaldi í rekstri og leitast
við að bæta þjónustu við íbúa,“ segir í bókun meirihlut-
ans, sem þvertók fyrir að ekki hefði verið lögð fram nein
framtíðarsýn. „Sú fjárhagsáætlun sem lögð er fram hér í
dag varpar með skýrum hætti ljósi á þá stefnu sem meiri-
hlutinn hefur markað í samstarfi við starfsmenn sveitar-
félagsins. Styður hún þá sýn að hér verði öflugt, fjöl-
skylduvænt samfélag sem hugar vel að öllum aldurshóp-
um og fyrirtækjum í sveitarfélaginu.“ kgk
Spá afgangi frá rekstrinum
Tekist á um fjárhagsáætlun Borgarbyggðar