Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 94

Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 94
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201994 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvað verður í jólamatinn? Spurni g vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Elín Jóna Rósinberg „Hangikjöt og hamborgar- hryggur.“ Guðmundur Skúli Halldórsson „Léttreyktur lambahryggur og humar í forrétt.“ Haukur Þórðason „Léttreyktur lambahryggur og svínahamborgarhryggur.“ Þórdís Helga Benediktsdóttir „Hangikjöt.“ Jóhannes Gunnar Harðarson „Lambahryggur og önd.“ Snæfell og Haukar mættust í Dom- ino‘s deild kvenna í körfuknattleik á miðvikudagskvöld. Leikið var í Hafnarfirði. Haukar leiddu nánast allan leikinn og þó að Snæfellskon- ur hafi gert atlögu að þeim í þriðja leikhluta sigruðu Haukar að end- ingu með 20 stigum, 101-81. Haukakonur náðu undirtökunum snemma leiks. Varnarleikur Snæ- fellskvenna var ekki upp á marga fiska framan af, Haukar gengu á lagið og leiddu með 15 stigum eft- ir fyrsta leikhluta, 33-18. Snæfells- konur léku betur í öðrum fjórðungi og náðu að kroppa fjögur stig af forystu Hauka áður en flautað var til hálfleiks, 48-37. Snæfellskonur komu ákveðnar til síðari hálfleiks. Með góðum varn- arleik náðu þær hægt og þétt að minnka muninn í sex stig fyrir loka- fjórðunginn, 66-60. En Haukakon- ur tóku við sér á nýjan leik í fjórða leikhlutanum. Þær náðu tvisvar níu stiga rispum sem Snæfellskon- ur áttu ekki svar við. Fór því svo að lokum að Haukar sigruðu með 101 stigi gegn 81. Emese Vida var atkvæðamest í liði Snæfell. Hún skoraði 24 stig og reif niður 18 fráköst. Veera Pirtt- inen skoraði 19 stig, Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 13 stig og tók sjö fráköst, Anna Soffía Lár- usdóttir var með tíu stig og fimm fráköst, Tinna Guðrún Alexand- ersdóttir skoraði sjö stig og þær Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Rebekka Rán Karlsdóttir skoruðu fjögur stig hvor. Randi Brown var atkvæðamest í liði Hauka með 24 stig, níu frá- köst og átta stoðsendingar. Jennetje Guijt skoraði 21 stig, Lovísa Björt Henningsdóttir var með 18 stig og sjö fráköst og Rósa Björk Péturs- dóttir skoraði tólf stig. Snæfell situr eftir leikinn í sjötta sæti deildarinnar með sex stig og er átta stigum á eftir Haukum en með tveggja stiga forskot á Breiða- blik. Næsti leikur Snæfellskvenna er gegn KR í kvöld, miðvikudaginn 18. desember. Hann verður leikinn í Reykjavík. kgk Skallagrímskonur töpuðu naum- lega gegn Keflvíkingum, 69-63, þegar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik á mið- vikudagskvöld. Leikið var suður með sjó. Eftir að hafa misst Kefla- víkurliðið langt fram úr sér í síðari hálfleik náðu Skallagrímskonur að hleypa mikilli spennu í leikinn und- ir lokin. Því miður dugði það þeim þó ekki til að fá eitthvað út úr leikn- um. Mikið jafnræði var með liðun- um í upphafsfjórðungnum og þau skiptust á að leiða. Skallagrímskon- ur náðu smá rispu undir lok leik- hlutans og höfðu fjögurra stiga for- skot að honum loknum, 17-13. En þær áttu síðan afleitan annan leik- hluta, þar sem þær skoruðu aðeins þrjú stig. Annar leikhluti var um margt undarlegur, því Keflavík var líka stigalaust á löngum kafla. En undir lok fyrri hálfleiks náði heima- liðið góðum spretti og fór með tíu stiga forskot inn í hléið, 30-20. Keflavíkurliðið var heldur sterk- ara í þriðja leikhlutanum og náði að bæta fimm stigum við forystu sína og leiddi 55-40 fyrir lokafjórð- unginn. Þar voru Skallagrímskon- ur hins vegar betri og eftir því sem leið á minnkaði forskotið stöðugt. Þegar rétt rúm mínúta lifði leiks var forysta Keflavíkur komin nið- ur í fjögur stig. Nær komust Skalla- grímskonur hins vegar ekki. Kefla- vík sigraði að lokum með sex stig- um, 69-63. Emilie Hesseldal var atkvæða- mest í liði Skallagríms. Hún skor- aði 28 stig og reif niður 18 fráköst. Keira Robinson skoraði 14 stig og tók fimm fráköst, Maja Michalska skoraði tólf stig og tók 13 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með fimm stig og sex fráköst og Mathilde Colding-Paulsen skoraði fjögur stig. Daniela Wallen Morillo var stigahæst í liði Keflavíkur með 18 stig, en hún tók 15 fráköst og gaf sjö stoðsendingar að auki. Emelía Ósk Gunnarsdóttir var með tólf stig og sex fráköst og Anna Ingunn Svansdóttir skoraði tólf stig einnig. Skallagrímskonur hafa 14 stig í fjórða sæti deildarinnar, jafn mörg og Haukar í sætinu fyrir neðan en fjórum stigum minna en KR. Næsti leikur Skallagrímskvenna er útileik- ur gegn Breiðabliki í kvöld, mið- vikudaginn 18. desember. kgk/ Ljósm. Skallagrímur. ÍA beið lægri hlut gegn KV þeg- ar liðin mættust í 2. deild karla í körfuknattleik á laugardaginn. Leikið var í íþróttahúsinu við Jað- arsbakka á Akranesi. Leikurinn var hraður og fjörug- ur og þegar yfir lauk höfðu gestirn- ir skorað 115 stig gegn 99 stigum Skagamanna og fóru því með sig- ur af hólmi. ÍA situr í 11. sæti deildarinn- ar með fjögur stig, jafn mörg og lið Leiknis R. í sætinu fyrir ofan en fjórum stigum á undan botnliði Ármenninga. Næsti leikur Skaga- manna er á nýju ári þegar þeir mæta Njarðvík B á útivelli sunnudaginn 12. janúar næstkomandi. kgk Dregið var í átta liða úrslit Geysi- sbikars karla og kvenna í körfu- knattleik þriðjudaginn 10. des- ember síðastliðinn. Leikið verður í átta liða úrslitum dagana 19. og 20. janúar. Sigurvegarar þeirra leikja komast í fjögurra liða úrslit sem fara fram í Laugardalshöll dagana 13. og 14. febrúar næstkomandi. Skallagrímskonur voru einar eft- ir í pottinum af Vesturlandsliðu- num. Munu þær mæta ÍR á útivel- li í átta liða úrslitum. Keflavík tekur á móti KR, Valur fær Breiðablik í heimsókn og Haukar taka á móti Grindavík. Í átta liða úrslitum karla fær Fjöl- nir lið Keflavíkur í heimsókn, Sin- dri tekur á móti Grindavík, Stjar- nan fær Val í heimsókn og Tin- dastóll tekur á móti Þór Ak. kgk/ Ljósm. Skallagrímur. Vesturlandsslagur var í 1. deild karla í körfuknattleik á fimmtu- dagskvöld þegar Skallagrímur og Snæfell mættust í Borgarnesi. Um jafnan og spennandi leik var að ræða en að lokum fór svo að Snæ- fellingar sigruðu með 110 stigum gegn 101 stigi Borgnesinga. Jafnræði var með liðunum í upp- hafi leiks. Þá tóku Skallagríms- menn smá rispu áður en Snæfell- ingar náðu góðum kafla og leiddu eftir fyrsta leikhlutann, 25-29. Lið- in fylgdust að meira og minna all- an annan leikhluta og skiptust á að leiða allt þar til flautað var til hálf- leiks. Skallagrímsmenn höfðu held- ur yfirhöndina í þriðja leikhluta, leiddu framan af með örfáum stig- um en Snæfellingar fylgdu þeim eins og skugginn. Undir lok leik- hlutans náðu Borgnesingar góðum kafla og höfðu tíu stiga forskot fyr- ir lokafjórðunginn, 80-70. En Snæ- fellingar voru hvergi af baki dottn- ir. Þeir minnkuðu muninn í þrjú stig í upphafi leikhlutans og jöfn- uðu metin í 91-91 þegar fjórar mín- útur lifðu leiks. Borgnesingar náðu góðri rispu upp frá því og komust í 100-95. Þá tóku Snæfellingar smá sprett, jöfnuðu metin og komust síðan yfir í stöðunni 100-102 þegar mínúta lifði leiks. Þá hættu Borg- nesingar að hitta úr skotum sínum, en Snæfellingum brást ekki boga- listin. Snæfell sigraði að lokum með níu stigum, 101-110. Tveir yfir fjörtíu stig Isaiah Coddon átti stórleik í liði Skallagríms, skoraði 41 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsending- ar. Kristján Örn Ómarsson skoraði 17 stig, tók fimm fráköst og varði fimm skot, Marinó Þór Pálmason skoraði 16 stig og gaf 14 stoðsend- ingar, Almar Örn Björnsson var með tíu stig og tólf fráköst, Hjalti Ásberg Þorleifsson átta stig og sex fráköst, Kristófer Gíslason sex stig og Arnar Smári Bjarnason skoraði þrjú. Anders Gabriel Andersteg átti stórleik fyrir Snæfell, skoraði 41 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoð- sendingar. Aron Ingi Hinriksson skoraði 29 stig og gaf fimm stoð- sendingar, Pavel Kraljic var með tólf stig og 15 fráköst, Benjamín Ómar Kristjánsson skoraði tíu stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoð- sendingar, Guðni Sumarliðason var með sjö stig, Eiríkur Már Sæv- arsson fimm, Ísak Örn Baldursson fjögur og Viktor Brimnir Ásmund- arson skoraði tvö stig. Staðan í deildinni Úrslit leiksins gera það að verkum að liðin hafa sætaskipti í deildinni. Snæfellingar sitja nú í sjöunda sæti með fjögur stig og Skallagríms- menn eru í því áttunda með jafn mörg stig. Fjögur stig eru í Álftnes- inga í sætinu fyrir ofan en Sindri vermir botnsætið með tvö stig. Bæði lið leika næst á föstudag- inn, 20. desember næstkomandi. Snæfellingar taka á móti Hamri í Hólminum en Skallagrímsmenn mæta liði Vestra á Ísafirði. kgk Skallagrímskonur mæta ÍR í bikarnum Skagamenn töpuðu heima Isaiah Coddon sækir og Benjamín Ómar Kristjánsson er til varnar. Ljósm. glh. Snæfell sigraði Vesturlandsslaginn Eltu allan leikinn Helga Hjördís Björgvinsdóttir og liðs- félagar hennar í Snæfelli höfðu ekki erindi sem erfiði gegn Haukum. Ljósm. sá. Höfðu ekki erindi sem erfiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.