Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 42

Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 42
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201942 Fréttaannáll ársins 2019 í máli og myndum Hannesson, bóndi á Norðurreykjum í Borgarfirði, en hann hóf að þessu sinni slátt 25. maí og var um leið fyrstur íslenskra bænda á þessu sumri til að hefja slátt. Arfaslakt laxveiðisumar Sumarið var laxveiðimönnum erfitt um vestanvert landið. Miklir þurrkar gerðu árnar vatns- og súrefnissnauðar og þeg- ar árið er gert upp verður þess einkum minnst sem lélegasta laxveiðisumars frá því mælingar hófust. Þessi ungi maður náði hinsvegar þessum nýgengna laxi á neðsta svæðinu í Norðurá í lok júní, en mikið ofar vildi laxinn ekki ganga sökum vatns- skorts. Fasteignamat hækkaði mest á Vesturlandi Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkaði mest á Vesturlandi á yfirstandandi ári, eða um 10,2%. Næst mest hækkaði mat- ið á Suðurnesjum, eða um 9,8% og þá um 8% á Suðurlandi. Heildarhækkun fasteignamats á landinu öllu nemur 6,1%. Sum sveitarfélög á Vesturlandi ákváðu að koma til móts við fasteignaeigendur og lækkuðu álagningarprósentu. Höfðu þau í huga að uppfylla markmið lífskjarasamninga um hófleg- ar gjaldahækkanir á árinu. Óvissustigi lýst yfir „Vegna langvarandi þurrka á Vesturlandi hefur ríkislögreglu- stjóri, í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum,“ sagði í tilkynningu frá almannavarnanefnd ríkislögreglustjóra sem send var í júní til stjórnenda sveitarfélaganna í landshlutan- um og viðbragðsaðila. Ástæðan var skrjáfaþurr gróður vegna þurrka. „Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, almanna- varnir í héraði, ásamt viðbragðsaðilum, hafa áhyggjur af hættu á gróðureldum á Vesturlandi, sérstaklega í Skorradal. Því er talið rétt að lýsa yfir óvissustigi til samræmis við vinnu og við- brögð þessara aðila.“ Óvissutigi var aflýst viku af júlí eftir að tók að rigna lítilsháttar og nýgræðingur hafði tekið yfirhönd- ina. Ekki kom til stórvægilegra elda á árinu, en hættan mun áfram verða til staðar við þessar aðstæður. Á meðfylgjandi mynd æfa slökkviliðsmenn í Borgarbyggð í Skorradal síðasta sumar. Veikindi vegna myglu og rakaskemmda Hópur fólks á Akranesi, sem á það sameiginlegt að hafa veikst vegna rakaskemmda og myglu í atvinnuhúsnæði, ritaði land- lækni bréf í sumar. Farið var fram á að embættið beitti sér fyrir aðgerðum í heilbrigðiskerfinu vegna veikinda sem rekja má til sýkts húsnæðis. Hópurinn sá sig knúinn til að fara fram á þetta þar sem hann stendur frammi fyrir ráðaleysi sérfræðinga þegar kemur að veikindum sem rekja má til rakaskemmda í húsum. „Það eru jafnvel til læknar sem væna sjúklinga um ímyndun- arveiki. Kerfið er því máttlaust þegar kemur að þessu,“ sögðu tvær konur sem gáfu viðtal í Skessuhorn í sumar. Þær eiga það sameiginlegt að hafa orðið veikar vegna sýkts atvinnuhúsnæð- is. Kallað er eftir viðbrögðum heilbrigðiskerfisins og frá eig- endum húsa þar sem mygla og rakaskemmdir geta orsakað fjölþætt sjúkdómseinkenni. Refurinn aðgangsharður Refinn á meðfylgjandi mynd skaut Snorri Jóhannesson, grenjaskytta á Litla-Kroppsmúla í Reykholtsdal, í júní. Ref- urinn hafði verið í aðfangaferð í greni sitt en út úr kjafti hans taldi Snorri hvorki fleiri né færri en ellefu mófuglsunga, eink- um stelk og þúfutittling. Snorri segir ekki óalgengt að full- orðnar tófur fari í allt að fjórar svona aðfangaferðir á sólar- hring þegar varp stendur sem hæst. Fullorðnu dýrin í gren- inu voru tvö og miðað við sömu afköst hafa þau veitt hátt í 90 unga á sólarhring. Vafasamir verktakar Hún sætti tíðindum, frétt í Skessuhorni í sumar um flokk er- lendra verktaka sem fór um sveitir og bauð malbik á heim- reiðar. Forsendur fyrir vinnu þeirra voru í besta falli vafasam- ar. Meðal annars var komið að Lækjarkoti, lögbýli skammt norðan við Borgarnes. Bankað var upp á og boðin viðgerð á holum! Var það samþykkt. Nokkrum klukkutímum síðar var aftur bankað og nú til að rukka fyrir verkið. Þeir voru þá bún- ir að leggja eitt lag af olíumöl yfir allan 900 metra langa af- leggjarann heim að bænum. Engar lagfæringar höfðu verið gerðar á ósléttum veginum og því var hann heldur verri en áður en verkið hófst. Þrjár milljónir króna áttu húsráðendur að borga. Því var bætt við ef upphæðin yrði ekki greidd sam- dægurs hækkaði reikningurinn í sex milljónir. Frétt þess efnis fór eins og eldur um sinu og hrökkluðust verktakar þessir úr landi nokkrum dögum síðar. Stappfullt á ferðaþjónustustöðum Víða á Snæfellsnesi féllu met í fjölda ferðamanna 22. júlí. Stór hluti gesta kom úr þremur skemmtiferðaskipum sem lágu samtímis við höfn í Grundarfirði með hátt í fjögur þúsund farþega innanborðs, sem margir þeirra fóru í skoðunarferðir um Snæfellsnes. En auk skemmtiferðaskipanna voru óvenju- lega margir á ferð um Snæfellsnes um og eftir þessa helgi. Bæði erlendir og innlendir ferðamenn. Þannig var stappfullt á öllum tjaldstæðum helgina áður, mikið annríki á öllum þjón- ustustöðum og hillur tómar í verslunum. Veðurblíða og sum- arleyfistími í hámarki voru helstu skýringar, en svo virðist sem landinn hafi almennt stimplað sig út úr vinnu í vikunni áður og haldið á vit íslenskra ævintýra. Allir fyrrum Í ljósmyndasafni Skessuhorns leynast tugþúsundir mynda sem aldrei hafa birst opinberlega. Hér er ein þeirra. Þessi þrír eiga það sameiginlegt að hafa verið sveitarstjórar í Borgarbyggð. F.v. Páll S Brynjarsson, Óli Jón Gunnarsson og Gunnlaugur A Júlíusson. Myndin var tekin þegar Spölur gaf íslenska ríkinu eitt stykki Hvalfjarðargöng haustið 2018. Strönduðu á Löngufjörum Í júlí fundust um fimmtíu dauðir grindhvalir á svokallaðri Gömlu-Eyri á Löngufjörum. Hvalirnir höfðu legið þarna dauðir í nokkra daga ef marka má myndir sem teknar voru eftir að þeir fundust. Ekki er akfært á þennan stað, en hægt að komast þangað fótgangandi og á hestum á fjöru. Voru þeir því látnir liggja þar sem náttúran sér um eyðingu þeirra. Stefnt að fækkun sveitarfélaga Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur mótað tillög- ur um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033. Er þetta í fyrsta sinn sem slík heildstæð stefna á vegum ríkisins er mótuð fyrir sveitarstjórnarstigið. Þar er meðal annars lagt til að stefnt verði að fækkun sveitar- félaga með því að setja mörk um að lágmarki 250 búi í hverju sveitarfélagi við kosningarnar 2022. Þrjú sveitarfélög á Vest- urlandi eru nú með færri íbúa, þ.e. Skorrdalshreppur, Helga- fellssveit og Eyja- og Miklaholtshreppur. Þá er að auki lagt til að þúsund íbúar verði að lágmarki í hverju sveitarfélagi í kosningum 2026. Þá bætast við sveitarfélögin Hvalfjarðar- sveit, Dalabyggð og Grundarfjarðarbær sem öll eru með inn- an við þúsund íbúa. Verði tillagan samþykkt mun sveitarfé- lögum á Vesturlandi því fækka um a.m.k. sex á næstu sjö árum og verða því hugsanlega fjögur árið 2026. Kanadamenn í uppbyggingu þangverksmiðju Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti á fundi sínum í lok ágúst að hefja viðræður við kanadíska fyrirtækið Acardian Seaplants Ltd. um uppbyggingu rannsóknar-, vinnslu- og afurðamið- stöðvar þangs í Stykkishólmi. Er sú niðurstaða í samræmi við niðurstöðu ráðgjafarnefndar sem fjallaði um málið. Val Stykk- ishólmsbæjar stóð á milli tveggja fyrirtækja, annars vegar kan- adíska félagsins, en hins vegar Íslenska kalkþörungafélagsins ehf., sem er í írskri eigu. Gert er ráð fyrir að athafnasvæði fyrirtækisins verði við Kallhamra, suðvestan flugvallar, fjarri íbúabyggð. Framhald á næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.