Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Page 42

Skessuhorn - 18.12.2019, Page 42
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201942 Fréttaannáll ársins 2019 í máli og myndum Hannesson, bóndi á Norðurreykjum í Borgarfirði, en hann hóf að þessu sinni slátt 25. maí og var um leið fyrstur íslenskra bænda á þessu sumri til að hefja slátt. Arfaslakt laxveiðisumar Sumarið var laxveiðimönnum erfitt um vestanvert landið. Miklir þurrkar gerðu árnar vatns- og súrefnissnauðar og þeg- ar árið er gert upp verður þess einkum minnst sem lélegasta laxveiðisumars frá því mælingar hófust. Þessi ungi maður náði hinsvegar þessum nýgengna laxi á neðsta svæðinu í Norðurá í lok júní, en mikið ofar vildi laxinn ekki ganga sökum vatns- skorts. Fasteignamat hækkaði mest á Vesturlandi Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkaði mest á Vesturlandi á yfirstandandi ári, eða um 10,2%. Næst mest hækkaði mat- ið á Suðurnesjum, eða um 9,8% og þá um 8% á Suðurlandi. Heildarhækkun fasteignamats á landinu öllu nemur 6,1%. Sum sveitarfélög á Vesturlandi ákváðu að koma til móts við fasteignaeigendur og lækkuðu álagningarprósentu. Höfðu þau í huga að uppfylla markmið lífskjarasamninga um hófleg- ar gjaldahækkanir á árinu. Óvissustigi lýst yfir „Vegna langvarandi þurrka á Vesturlandi hefur ríkislögreglu- stjóri, í samráði við lögreglustjórann á Vesturlandi, lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum,“ sagði í tilkynningu frá almannavarnanefnd ríkislögreglustjóra sem send var í júní til stjórnenda sveitarfélaganna í landshlutan- um og viðbragðsaðila. Ástæðan var skrjáfaþurr gróður vegna þurrka. „Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, almanna- varnir í héraði, ásamt viðbragðsaðilum, hafa áhyggjur af hættu á gróðureldum á Vesturlandi, sérstaklega í Skorradal. Því er talið rétt að lýsa yfir óvissustigi til samræmis við vinnu og við- brögð þessara aðila.“ Óvissutigi var aflýst viku af júlí eftir að tók að rigna lítilsháttar og nýgræðingur hafði tekið yfirhönd- ina. Ekki kom til stórvægilegra elda á árinu, en hættan mun áfram verða til staðar við þessar aðstæður. Á meðfylgjandi mynd æfa slökkviliðsmenn í Borgarbyggð í Skorradal síðasta sumar. Veikindi vegna myglu og rakaskemmda Hópur fólks á Akranesi, sem á það sameiginlegt að hafa veikst vegna rakaskemmda og myglu í atvinnuhúsnæði, ritaði land- lækni bréf í sumar. Farið var fram á að embættið beitti sér fyrir aðgerðum í heilbrigðiskerfinu vegna veikinda sem rekja má til sýkts húsnæðis. Hópurinn sá sig knúinn til að fara fram á þetta þar sem hann stendur frammi fyrir ráðaleysi sérfræðinga þegar kemur að veikindum sem rekja má til rakaskemmda í húsum. „Það eru jafnvel til læknar sem væna sjúklinga um ímyndun- arveiki. Kerfið er því máttlaust þegar kemur að þessu,“ sögðu tvær konur sem gáfu viðtal í Skessuhorn í sumar. Þær eiga það sameiginlegt að hafa orðið veikar vegna sýkts atvinnuhúsnæð- is. Kallað er eftir viðbrögðum heilbrigðiskerfisins og frá eig- endum húsa þar sem mygla og rakaskemmdir geta orsakað fjölþætt sjúkdómseinkenni. Refurinn aðgangsharður Refinn á meðfylgjandi mynd skaut Snorri Jóhannesson, grenjaskytta á Litla-Kroppsmúla í Reykholtsdal, í júní. Ref- urinn hafði verið í aðfangaferð í greni sitt en út úr kjafti hans taldi Snorri hvorki fleiri né færri en ellefu mófuglsunga, eink- um stelk og þúfutittling. Snorri segir ekki óalgengt að full- orðnar tófur fari í allt að fjórar svona aðfangaferðir á sólar- hring þegar varp stendur sem hæst. Fullorðnu dýrin í gren- inu voru tvö og miðað við sömu afköst hafa þau veitt hátt í 90 unga á sólarhring. Vafasamir verktakar Hún sætti tíðindum, frétt í Skessuhorni í sumar um flokk er- lendra verktaka sem fór um sveitir og bauð malbik á heim- reiðar. Forsendur fyrir vinnu þeirra voru í besta falli vafasam- ar. Meðal annars var komið að Lækjarkoti, lögbýli skammt norðan við Borgarnes. Bankað var upp á og boðin viðgerð á holum! Var það samþykkt. Nokkrum klukkutímum síðar var aftur bankað og nú til að rukka fyrir verkið. Þeir voru þá bún- ir að leggja eitt lag af olíumöl yfir allan 900 metra langa af- leggjarann heim að bænum. Engar lagfæringar höfðu verið gerðar á ósléttum veginum og því var hann heldur verri en áður en verkið hófst. Þrjár milljónir króna áttu húsráðendur að borga. Því var bætt við ef upphæðin yrði ekki greidd sam- dægurs hækkaði reikningurinn í sex milljónir. Frétt þess efnis fór eins og eldur um sinu og hrökkluðust verktakar þessir úr landi nokkrum dögum síðar. Stappfullt á ferðaþjónustustöðum Víða á Snæfellsnesi féllu met í fjölda ferðamanna 22. júlí. Stór hluti gesta kom úr þremur skemmtiferðaskipum sem lágu samtímis við höfn í Grundarfirði með hátt í fjögur þúsund farþega innanborðs, sem margir þeirra fóru í skoðunarferðir um Snæfellsnes. En auk skemmtiferðaskipanna voru óvenju- lega margir á ferð um Snæfellsnes um og eftir þessa helgi. Bæði erlendir og innlendir ferðamenn. Þannig var stappfullt á öllum tjaldstæðum helgina áður, mikið annríki á öllum þjón- ustustöðum og hillur tómar í verslunum. Veðurblíða og sum- arleyfistími í hámarki voru helstu skýringar, en svo virðist sem landinn hafi almennt stimplað sig út úr vinnu í vikunni áður og haldið á vit íslenskra ævintýra. Allir fyrrum Í ljósmyndasafni Skessuhorns leynast tugþúsundir mynda sem aldrei hafa birst opinberlega. Hér er ein þeirra. Þessi þrír eiga það sameiginlegt að hafa verið sveitarstjórar í Borgarbyggð. F.v. Páll S Brynjarsson, Óli Jón Gunnarsson og Gunnlaugur A Júlíusson. Myndin var tekin þegar Spölur gaf íslenska ríkinu eitt stykki Hvalfjarðargöng haustið 2018. Strönduðu á Löngufjörum Í júlí fundust um fimmtíu dauðir grindhvalir á svokallaðri Gömlu-Eyri á Löngufjörum. Hvalirnir höfðu legið þarna dauðir í nokkra daga ef marka má myndir sem teknar voru eftir að þeir fundust. Ekki er akfært á þennan stað, en hægt að komast þangað fótgangandi og á hestum á fjöru. Voru þeir því látnir liggja þar sem náttúran sér um eyðingu þeirra. Stefnt að fækkun sveitarfélaga Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur mótað tillög- ur um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033. Er þetta í fyrsta sinn sem slík heildstæð stefna á vegum ríkisins er mótuð fyrir sveitarstjórnarstigið. Þar er meðal annars lagt til að stefnt verði að fækkun sveitar- félaga með því að setja mörk um að lágmarki 250 búi í hverju sveitarfélagi við kosningarnar 2022. Þrjú sveitarfélög á Vest- urlandi eru nú með færri íbúa, þ.e. Skorrdalshreppur, Helga- fellssveit og Eyja- og Miklaholtshreppur. Þá er að auki lagt til að þúsund íbúar verði að lágmarki í hverju sveitarfélagi í kosningum 2026. Þá bætast við sveitarfélögin Hvalfjarðar- sveit, Dalabyggð og Grundarfjarðarbær sem öll eru með inn- an við þúsund íbúa. Verði tillagan samþykkt mun sveitarfé- lögum á Vesturlandi því fækka um a.m.k. sex á næstu sjö árum og verða því hugsanlega fjögur árið 2026. Kanadamenn í uppbyggingu þangverksmiðju Bæjarstjórn Stykkishólms samþykkti á fundi sínum í lok ágúst að hefja viðræður við kanadíska fyrirtækið Acardian Seaplants Ltd. um uppbyggingu rannsóknar-, vinnslu- og afurðamið- stöðvar þangs í Stykkishólmi. Er sú niðurstaða í samræmi við niðurstöðu ráðgjafarnefndar sem fjallaði um málið. Val Stykk- ishólmsbæjar stóð á milli tveggja fyrirtækja, annars vegar kan- adíska félagsins, en hins vegar Íslenska kalkþörungafélagsins ehf., sem er í írskri eigu. Gert er ráð fyrir að athafnasvæði fyrirtækisins verði við Kallhamra, suðvestan flugvallar, fjarri íbúabyggð. Framhald á næstu opnu

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.