Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 91

Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 91
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 91 ,,Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann,“ leggur Halldór Kiljan í munn Jóni Hreggviðssyni. Hvað er skáldskap- ur og hvað er ekki skáldskapur? Er allt skáldskapur sem er stuðlað (sbr. Æri Tobbi)? Eða er allt skáldskap- ur sem höfundurinn ákveður að sé það (sbr. sum órímuð ljóð samtím- ans)? Hver hefur vald til að dæma þar um? Trúlega allt frá því að menn fóru að raða saman orðum eftir ákveðnum reglum hafa verið til menn sem hafa ort nokkuð á skjön við hefðina og svo undarlegt sem það er hefur kveðskapur þeirra oft geymst ekki síður en sá hefðbundni á vörum manna. Sigurður Jónsson fæddist á Hall- kelsstöðum í Hvítársíðu 9. septem- ber 1859 og andaðist í Hólakoti, húsbýli frá Signýjarstöðum, 19. júlí 1932. Voru foreldrar hans Jón Þorleifsson og Sigríður Jónsdóttir komin þá að Hallkelsstöðum norð- an úr Miðfirði en bæði ættuð héð- an úr héraði. Nokkuð er fjallað um þau í Borgfirskri Blöndu 3. bindi og vísast til þess þar ef einhvern lang- ar að fræðast meira um þau. Sig- urður sem lengst var þekktur undir nafninu Siggi Ha var uppalinn ým- ist heima í Hólakoti eða sem sveit- ar- eða tökubarn eða niðursetn- ingur sem þótti ekki sæmdarheiti á þeim árum og vafalaust hefur hlýja verið við neglur skorin í uppeldinu. Ungur að árum varð Sigurður fyr- ir því að heyrn hans bilaði. Þó ekki meira en svo að vandræðalítið var að tala við hann en þurfti samt að brýna röddina nokkuð. Hvað sem öðru líður náði Siggi því að verða fullgildur vinnumaður og meðal annars hjá séra Guðmundi í Reyk- holti, séra Magnúsi á Gilsbakka og á Húsafelli sem bendir til þess að hann hafi verið talinn þokkalega vinnandi á sína vísu. Líklega var hann lengst hjá Jóni Magnússyni í Stóra Ási. Þó var lunderni hans svo háttað að helst þurfti hann að vera nokkuð sjálfráður um sín verk og þoldi ekki vel gagnrýni frekar en ýmsir stjórnmálamenn og stór- höfðingjar nútímans. Siggi taldi sig sjálfur til skálda og ekki þeirra lak- ari enda taldi hann faðerni sitt ekki með sama hætti og kirkjubækurn- ar: ,,Bólu Hjálmar kom í Krókinn þegar mamma var þar,“ og þar með var faðernið augljóst og þurfti ekki fleiri sannana við. Hvað sem annars má um Sigga segja var hann skepn- umaður og skepnuvinur. Góður fjárhirðir á þeirra tíma vísu. Fóðr- aði vel án þess að eyða miklum heyj- um. Einhvern tímann orti hann um eina af ánum sínum og er þó sú vísa rétt kveðin sem er meira en hægt er að segja um megnið af hans kveð- skap: Ein er gömul ærin mín er hún blökk um nárana, á henn stendur áttin sín út úr hverju háranna. Á þessum tímum var það alltítt að bændur áttu í einhverjum viðskipt- um sín í milli og voru þá einhverjar skepnur algengur gjaldmiðill. Eitt sinn eftir að Siggi er orðinn ein- setumaður í Hólakoti kom að vor- lagi kind með marki nágrannabónd- ans sem hafði verið látin í einhverj- um viðskiptum á einn Krókbæjanna sem voru margar orðlagðar fjár- jarðir. Eitthvað lenti Siggi í snún- ingum við þessa skepnu ásamt ung- lingsstelpu úr nágrenninu og hrökk þá útúr honum að hann væri ekk- ert viss um að kjötið á þessum til- tekna bæ væri betra en annars stað- ar á vorin þó það væri það kannske á haustin. Siggi var talinn allgóður hesta- maður og átti oft góð hross þó kannske væru ekki héraðsfræg- ir gæðingar. Þar á meðal átti hann hryssu eina jarpa að lit sem hann renndi oft á skeiði. Sökum gæða hennar varð honum einhvern tím- ann að orði: ,,Nú væri gaman að eiga góða konu undir þá jörpu.” Eitt sinn að vorlagi var hann að temja moldóttan fola sem hann átti. Í þeirri för hitti hann nágranna sinn sem spurði hvort folinn væri ekki orðinn fjögra vetra? ,,Nei” svaraði Siggi ,,Hann er ekki fjögra vetra. Hann er ekki fjögra vetra fyrr en 17 vikur af sumri”. Einn vetur að minnsta kosti var Siggi vetrarmaður hjá séra Magn- úsi Andréssyni á Gilsbakka og orti þá um reiðhest húsbóndans: Skjóttan veit ég hér eitt dýraljónið sem ber af öðrum jórum. Flugvakur hann fer um grund skyrpir mold og grjóti stóru. Þægur, lipur þrek hann ber það ég heyri lesið. Jarpskjóttur á lit hann er ættaður frá Eyjólfi. Ein hestavísa enn að minnsta kosti mun til eftir Sigga en vissara mun honum hafa þótt að taka það fram: Rekur hann við á rúnaspjald. Ristir á gaddinn heljar. „Þetta er hestavísa“. Um tíma var Sigurður fjósamað- ur í Reykholti hjá séra Guðmundi og lagfærði fjósastéttina meðal ann- ars. Að því verki loknu fæddist þessi vísa: Stúlkurnar á stéttinni stikla út í fjósið eftir Sigurð útbúin -ætli hann fái hrósið. Ófeiminn var Siggi að segja mein- ingu sína hver sem í hlut átti og orti um húsbónda sinn: Það er ljótur ósiður eftir kristnum lögum að hann séra Guðmundur lætur binda hey á sunnudögum. Þegar Siggi var í Reykholti var þar ráðsmaður Eggert Jónsson frá Ausu, síðar á Rauðsgili, og þótti Sigga hann bera óþarflega mik- ið í prestinn kvartanir um stráka- pör prestssonanna og virðist Siggi því hafa haft fullan skilning á því að strákar eru alltaf strákar: Eggert þar frá Ausu var eftirhermukráka margt óþarft í milli bar með ósiði stráka. Annars minnist hann veru sinnar í Reykholti á þessa leið: Í Reykholti í Reykholtsdal reyndi ég að vera, fannst það á við feitan hval fólk vildi ei mig þéra. Þó Siggi væri alinn upp við harð- rétti og vafalaust takmarkaða hlýju tókst honum að verða þokkalega stautlæs að minnsta kosti á prent og glögga skrift og var frekar bók- hnýsinn. Stálminnugur mun hann líka hafa verið og jafnvel á það sem sómakærir menn kærðu sig ekk- ert um að munað væri. Töluverð- ur orðhákur líka ef honum mislík- aði sem vel gat skeð en jafnframt þakklátur og tryggur þeim sem viku hlýlega að honum. Eitt sinn með- an Siggi var í Stóra Ási hafði hann komið að Giljum og kom þaðan með eftirfarandi skilaboð: Jóhannes bóndi Giljum á sem Odds býr undir hnjúki hann hreppstjórann í Ási sér vinnu- mann í skóg bað ljá sá maurapúki. Ekki þótti honum heldur bú- mannlegt ef eldiviður entist ekki sem skyldi: Giljabóndinn greinir frá í Góulokin orðinn sé hann eldiviðarlaus. Geti ekki soðið ofan í sig. Eins og glöggir sjá fylgja vísur Sigga ekki endilega ströngum brag- reglum og er það trúlega ástæða þess að þær vildu oft breytast örlítið í meðförum milli manna. Gjarnan mun hafa fylgt næstu vísu þessi at- hugasemd: ,,Við hjálpum hvor öðr- um við Haukur.“ (Haukur Eyjólfs- son frá Hofsstöðum, prýðilega hag- mæltur maður): Ásgrímur og andskotinn ættu að vera saman held ég af því heimurinn hafa mundi gaman. Og sjálfum sér lýsir hann á þenn- an veg: Sigurður í Hólakoti mælir vel og er nú fróður, hagkveðningur landasjóður. Hann er kvenfólkinu góður. Ekki er mikið vitað um ásta- mál Sigga nema aldrei lék grunur á að þau hafi borið ávöxt. Friðrika Sveinsdóttir var vinnukona á Stein- dórsstöðum, kölluð Frikka og til hennar mun eftirfarandi: Allra handa ljóðasmíð auðs og landa virði er sú banda komin fríð austan úr Landafirði. Þegar Siggi leyfði vildarvinum sínum að heyra bætti hann gjarn- an við til skýringar: ,,Þeir segjast vera hættir að skilja mig núna, - ég sé orðinn þungskilinn eins og Ein- ar Ben“. Ekki er heldur sá tónn í honum að hann láti aðra segja sér fyrir verkum þegar hann yrkir: Hólakotið heldur snoturt býli. Frikku tek ég víst til mín og spyr oddvitann ekkert að því. Og síðan þessi: Hólakot er heljarjörð hana kaupir Siggi. Allar hennar brekkur og börð heyja Frikka og Siggi. Þegar ég fór að grúska í kveðskap Sigga kom það mér mest á óvart að hann virðist hafa lagt í að yrkja Landafræði hvort sem hann hef- ur haft landafræðibók til stuðnings eða hvernig hann hefur gert sér þá heimsmynd sem til þurfti hvern- ig eitt land fellur að öðru. Heyrt hef ég nefnda tvo menn sem kunnu nokkuð úr þessum fræðum. Ingvar Magnússon heitinn á Hofsstöðum og Jón heitinn Ingólfsson á Breiða- bólsstað. Það litla sem ég hef getað grafið upp er þetta: Suður af Júða (Júda) liggur land Ljónafjöllum undir Þar hefur staðið óbrotið stjórnarstand nú um þessar mundir. Næstu línur virðast líka vera úr þessum brag en þá vantar hvaða land er átt við: Í þessu landi leggst þjóðinni margt til ágæti en verst er óstjórnarstandið það stendur allt á veikum fæti. Svo er auðvitað spurning hvort næstu línur eru úr þessum ljóða- bálki eða hvort hér er á ferð sér- tæk lýsing á okkur Íslendingum eða jafnvel sígildur kveðskapur um rík- isstjórnina: Efni skal inna: Í þessu landi má ráðleysingja finna. Sigurður hafði nokkuð sérstakt göngulag og lyftist mjög mikið í hverju skrefi þannig að sást ofan á hann skjóta upp kolli nokkru eftir að samferðamenn hans voru komn- ir í hvarf. Þrátt fyrir þessar æfingar var hann allröskur göngumaður og orti um sjálfan sig: Ég geng fjall sem jafnsléttu uppá fjallið háa. Hraustur kall og harðfengur hettuskalli Sigurður. Í smalamennsku gengu þeir nafnar hann og Sigurður Snorrason upp Bæjarfellið á Húsafelli og þá kastaði Siggi fram þessu afbrigði: Göngum fjalls um jafnsléttu uppá fjallið háa. Hraustir karlar harðfengir hettuskallar Sigurðir. Aðspurður hvort þetta væri ekki afbökun á gamalli vísu svarði hann; „Nei þær eru margar líkar hjá mér“. Þegar unnið var við fyrstu Kljáfoss- brúna kom Siggi að því starfi og ók meðal annars hjólbörum við steypu- vinnu. Vildi hann þá að meira til- lit væri tekið til sín en annarra þar sem hann væri með bestu börurn- ar. Gjarnan urðu Sigurði líka ljóð á munni þegar hann frétti af nýjum trúlofunum samanber þessa: Sigurður á Kolsstöðum er í góðu standi. Ætlar að giftast Kristínu og ganga í hjónabandið. Og þá var ekki síður ástæða til yrkinga ef fréttist um eitthvert ósamkomulag nýgiftra hjóna. (Og flámæli var ekkert séraustfirskt fyr- irbrigði): Er nú komið slet á hjónabandið nýja efni það ég flet á Úlfsstaðina. Eftir að Siggi var orðinn einsetu- maður í Hólakoti urðu ýmsir til að víkja góðu að honum bæði með mat og öðru. Þar á meðal var Þuríður Ólafsdóttir húsfreyja á Þorgauts- stöðum: Þorgautsstaða Þuríður hér af flestum ber fríð með kosti besta. Alltaf hún í öllu er mér eins og móðir besta. Ætli við ljúkum svo ekki þess- um þætti með vísu sem var eign- uð Hauki Eyjólfssyni á Hofsstöð- um þegar fréttist að Nikulás í Auga- stöðum ætlaði að senda Sigga í leit fyrir sig. Kannske er hún meira í ætt við það viðhorf sem Siggi mátti þola lengst af ævi sinnar. Þó virðist mér af því sem ég hef kynnt mér að flest- um hafi verið hlýtt til hans: Ætlar að senda oddvitinn upp í fjallasalinn heyrnarlausan húskarl sinn haltan, blindan, galinn. Helstu heimildir: Borgfirsk Blanda 3. bindi. Þórður Krist- leifsson Samantekt eftir Andrés Eyjólfsson Kveðskapur eftir Sigga Ha - handrit Magnús Kolbeinsson Siggi Ha Eftir Guðmund Frímann úr Hjartaásnum, janúar 1956 Munnlegar heimildir úr ýmsum áttum. Með þökk fyrir lesturinn og góð- um óskum um gleðileg jól og far- sælt komandi ár. Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Vísnahorn Er nú komið slet - á hjónabandið nýja! Kvæðamannsins Sigga Ha í Hólakoti minnst Siggi Ha í Hólakoti í miðið ásamt tveimur sveitungum sínum úr Hálsasveit. Til vinstri er Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum en til hægri er Jón Helgason skáld frá Rauðsgili. Ljósm. í eigu Safnahússins í Borgarnesi. Ljósmyndari óþekktur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.