Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 61
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 61
Fornihvammur í dag.
um með þrjár ljósavélar í sérhúsi á
bakvið húsið og þær voru keyrðar
á dísel olíu. Þá var verið að leggja
rafmagn upp í Sveinatungu sem er
næsti bær neðan við í dalnum, um
átta kílómetra frá Fornahvammi.
Pabbi hafði samband við Halldór
E Sigurðsson og bað um að fá raf-
magn og hann skyldi borga helm-
inginn á móti ríkinu. Það hafðist
ekki í gegn og var fellt á þingi svo
við neyddumst til að flytja aftur til
Reykjavíkur,“ útskýrir María.
Fjölskyldan færði sig um set til
Reykjavíkur þar sem móðir Maríu
hélt áfram að elda fyrir fólk. Hún
sá m.a. um mötuneytið á Kirkju-
sandi en vann svo lengst hjá Húsa-
smiðjunni, í um 20 ár. „Pabbi varð
veikur og hann vann ekki mikið eft-
ir árin okkar í Fornahvammi. Hann
dó 86 ára og þar þá orðinn blind-
ur,“ segir María. „Pabbi var mikið
ljúfmenni. Hann vann jafnt og þétt
en átti það til að taka túra þegar
hann drakk, fara á fyllerí með sveit-
ungunum sem var vinsælt í gamla
daga eins og t.d. í kringum réttirn-
ar og svona. Mamma smakkaði hins
vegar aldrei vín. Þau jöfnuðu vel
hvort annað út, fólk má nefnilega
ekki vera of líkt.“
Móðir Maríu varð 96 ára gömul
en hún dó 13. október á þessu ári
og saknar María rútínunnar að
heimsækja mömmu sína á Hrafn-
istu og spjallsins um gömlu tímana.
„Mamma sagði mér mikið frá sinni
æsku sem hjálpaði mér að kynnast
henni betur. Ég vildi að ég hefði
þekkt þá hlið á henni fyrr þar sem
við mamma elduðum soldið grátt
silfur í gegnum tíðina. Ég tel að það
hafi farið í hana hvað ég varð fljótt
sjálfstæð og gerði allt sem mér datt
í hug, kannski eitthvað sem hún
sjálf hafði ekki tök á að gera þeg-
ar hún var ung. Ég ætlaði t.d. að
fara í Bændaskólann á Hvanneyri.
Pabbi var búinn að fá fyrir mig inni
þar þegar sú gamla tók í taumana.
„Nei takk, þú verður ekki ein með
öllum strákunum þarna,“ sagði hún
staðföst. Hún hafði alltaf lokaorðið
og enginn kostur var að rökræða þá
ákvörðun, svo ég fór til Reykjavíkur
og kláraði gagnfræðinginn þar. En
eins og ég segi þá voru síðustu tvö
árin með mömmu afskaplega góð.
Ég vildi að ég hefði bara þekkt hina
hliðina á henni fyrr. Það er ýmis-
legt í þessu lífi sem maður ræð-
ur ekki við en það þýðir ekkert að
velta sér upp úr því,“ segir María
hreinskilin.
„Bölvaður villimaður“
María er mikil veiðiáhugakona og
segist hafa það áhugamál frá föð-
ur sínum. Hún gengur reglulega til
rjúpna og skýtur gæs, stundar lax-
veiði og fór meira að segja í veiði-
leiðangur til Afríku ein síns liðs fyr-
ir nokkrum árum eftir að hún varð
ekkja. „Ég var 11 eða 12 ára þeg-
ar ég fékk að skjóta fyrst af byssu
en þá var ég löngu búin að stelast
í kindabyssuna og prófa hana. Ég
fékk smá ákúrur, ekki frá pabba,
hann var svo mikið ljúfmenni,
heldur bara frá mömmu,“ seg-
ir hún og brosir. „Stundum þegar
mamma og pabbi skruppu í Borg-
arnes þá fórum við krakkarnir og
röðuðum flöskum á stóra olíut-
ankinn, maður hugsaði ekki langt
þá, og við vorum að skjóta á þær.
Þetta var stóri olíutankurinn fyr-
ir ljósavélarnar. Við þóttumst vera
svo klár að við gætum alveg skot-
ið flöskurnar og það gekk svosem
hjá okkur en hefðu skotin ekki rat-
að rétta leið þá hefðum við kveikt í
öllu draslinu. Maður var oft eins og
bölvaður villimaður,“ segir María
og hlær.
María fór ung að starfa hjá Vega-
gerðinni að byggja brýr, þ.á.m.
Borgarfjarðarbrúnna og þvæld-
ist mikið um landið og bjó þá í
vinnuskúrum. Árin í þeirri vinnu
urðu tuttugu. Á þeim árum kynntist
hún bónda sínum Sigurgeiri Sigur-
geirssyni en hann varð bráðkvadd-
ur árið 2016. Saman eiga þau þrjú
börn og níu barnabörn. „Þeg-
ar krakkarnir komust á þann ald-
ur að þurfa að vera allan vetur-
inn í skólanum þá fluttum við upp
í Spóahóla fyrst en byggðum svo
upp í Grafarvogi og ég byrjaði að
vinna á tilraunastöðinni á Keldum
sem rannsóknarmaður. Þar var ég
síðari hluta míns starfstíma,” bætir
María við. Nú á María vin, Gunn-
ar Bender veiðifréttamann. „Hann
kom og tók viðtal við konuna með
veiðidelluna og hefur ekki farið
síðan,“ segir hún og hlær.
Hlýjar minningar
Blaðamaður spyr að lokum hvers
hún sakni mest frá tímunum í
Fornahvammi og stendur ekki á
svari. „Ég fór eiginlega aldrei að
heiman, ég er með bústað þarna í
Sveinatungulandi sem ég fer reglu-
lega í svo ég er alltaf að fara heim.
Það eru afskaplega margar hlýjar
og góðar minningar sem ég á frá
Fornahvammi og árunum okkar
þar. Þarna var náttúrlega fjölskyld-
an, vinir manns og náttúran allt
um kring. Mér hefur alla tíð fund-
ist þetta dásamlegir tímar. Ég man
t.d. á síðustu árunum hjá mömmu
og pabba í Fornahvammi þegar það
var sett upp skíðalyfta. Þá komu
krakkar úr nágrannaskólunum, al-
veg frá Akranesi og öllum Borgar-
firði og þeim kennt að renna sér á
skíðum og voru í heila viku í Forna-
hvammi. Ég man líka á haustin, 15.
október hvert ár, þá byrjaði rjúpna-
veiðin. Allir rjúpnaveiðimenn komu
og gistu hjá okkur og fengu nesti
frá okkur. Menn komu svo eft-
ir langan dag oft rosalega þreyttir
og sumir meira að segja týndust, en
skiluðu sér alltaf á endanum. Pabbi
seldi veiðileyfið á 25 krónur. Við
vorum með kerfi þar sem við feng-
um mennina til að skrifa nafn sitt á
spjöld sem þeir áttu svo að skila til
okkar þegar þeir voru komnir heilir
á höldnu aftur í Fornahvamm. Við
þekktum nefnilega ekki alla sem
komu og notuðum þessi spjöld til
að stemma af hverjir væru búnir að
skila sér,“ útskýrir María að end-
ingu.
Í dag er einungis svínakofinn eft-
ir í Fornahvammi og nýttur sem
gangnamannaskáli, en stóra húsið
var brennt árið 1983 eftir að gisti-
og veitingarekstri hafði verið hætt
og jörðin farin í eyði. Reksturinn
gekk ekki eins vel hjá þeim sem
tóku við eftir að foreldrar Maríu
fóru þaðan. Hótelið var talið ónýtt
og kveikt var í því. Fjárhúsin voru
hins vegar rifin og byggt úr efninu
á annarri jörð í Borgarfirði.
glh. Ljósm. úr einkasafni.
Gunnar Guðmundsson bóndi á Fornahvammi að heyja á Farmal Cub 1960.Þrjú af Fornarhvammssystkinunum.
Gömul auglýsing fyrir Fornahvamm.
Hafdís, Árni og María Björg við
vegprestinn hjá Fornahvammi. Þar
stendur að 185 km séu til Reykjavíkur
og 118 til Blönduóss.