Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 27
náttstað. Hið fallega, alltumlykj-
andi skjólgóða barrtré skýlir og
verndar og hin litfríðu íslensku
hænsn gefa trénu góða ásýnd sem
væri á því hið fegursta jólaskraut.
Snjórinn sem sveipaði það í gær
er sem hið skærasta ljós, líkt því
sem frelsarinn færir okkur, - sem
veljum að fylgja þeim lífsstíl sem
hann boðar; kærleik, frelsi, frið,
sátt.
Það stafar himneskri
birtu upp af jötu
jólabarnsins
Íslenska Þjóðkirkjan býður þér,
fermingarbarn, foreldrum með
börnin ykkar blessuð, okkur sem
eldri erum - býður öllum að
koma, vera með í þeim fjölmenn-
ustu félagssamtökum hér á landi,
að skerpa á þekkingu, gildum, sið-
ferði og ekki síst að koma saman
af gleði að lifa trúna. Vilt þú nú á
þessu kirkjuári styðja við íslensku
Þjóðkirkjuna, hvers framtíð ég sé
sannarlega bjarta, með því að hug-
leiða fordómalaust fyrir hvað hún
stendur, móta hana, etv. breyta
henni sem stofnun og af sátt njóta
þjónustu íslensku Þjóðkirkjunn-
ar? Vilt þú gera hjarta þitt að jötu
Jesú Krists? Ég vil það.
Guð geymi okkur og gefi, þakk-
læti, sátt, hugarkyrrð, gleði og
megi Alheimsmóðiralls hjálpa
okkur öllum að losna úr fortíðar-
festu hugarangurs. Friður sé með
okkur öllum, hverjar svo sem að-
stæður okkar eru. Óttumst ekki.
Gleðileg jól.
Stafholtskirkja.
Ljósm. Kristján
Friðriksson.
Landbúnaðarháskóli Íslands sendir sínar
bestu óskir um gleðileg jól og gæfuríkt nýtt ár,
með þakklæti fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Gleðileg Jól