Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201914 Aðalfundur Golklúbbsins Leynis var haldinn í Frístundamiðstöð- inni við Garðavöll þriðjudaginn 10. desember síðastliðinn. Þar kom fram að rekstrartekjur síðasta árs voru tæpar 112 milljónir, saman- borið við tæpar 79 milljónir árið 2018. Rekstrargjöld voru rúmar 96 milljónir, samanborið við tæpar 88 milljónir árið áður. Rekstraraf- koma klúbbsins var því jákvæð um rúmlega 15 milljónir króna. Í áætl- unum klúbbsins er gert ráð fyrir því að félagsgjöld hækki um 5% og aukin sókn verði í aðrar tekjur, s.s. framlög og styrki en líka þær tekjur sem hægt er að búa til á vellinum. Að sama skapi er gert fyrri almennu aðhaldi á völdum stöðum í rekstr- inum. Hækkun félagsgjalda var samþykkt á aðalfundinum. „Áfram- haldandi fjölgun var í hópi félags- manna sem er mikið ánægjuefni en félagsmenn telja 500 manns sem er mesti fjöldi klúbbsins frá stofn- un hans. Spiluðum hringjum fjölg- aði milli ára en spilaðir voru tæp- lega 22.000 hringir samanborið við rúmlega 14.000 hringi árið 2018,“ segir í frétt á vef Leynis. Mikil endurnýjun í stjórn Mikil endurnýjun varð í stjórn golfklúbbsins á aðalfundinum. Úr stjórn gegnu Þórður Emil Ólafs- son formaður, Ingibjört Stefáns- dóttir ritari, Eiríkur Jónsson með- stjórnandi og Berglind Helga Jó- hannsdóttir varamaður. Ný stjórn var kjörin og var Pétur Ottesen kjörinn formaður og með hon- um koma ný inn í stjórnina þau Ella María Gunnarsdóttir, Óli B. Jónsson og Hróðmar Halldórsson. Fyrir í stjórninni sátu þau Hörður Kári Jóhannesson og Heimir Berg- mann. Guðmundur Sigvaldason læt- ur auk þess af störfum sem fram- kvæmdastjóra um mánaðamót janúar og febrúar eftir sjö ár í starfi, eins og áður hefur verið greint frá í Skessuhorni. Viðurkenningar veittar Viðurkenningar voru veittar á að- alfundinum að venju. Guðmund- ar- og Óðinsbikarinn kom í hlut Guðna Arnar Jónssonar fyrir góð- an stuðning við barna- og ung- lingastarf klúbbsins undanfarin ár. Valdimar Ólafsson fékk háttvísi- verðlaun Golfsambands Íslands og Guðmundur Claxton fékk viður- kenningu fyrir mestu forgjafalækk- un ársins, en hann lækkaði forgjöf sína úr 54,0 í 18,2 á árinu 2019. Guðmundur Sigurjónsson fékk viðurkenningu fyrir flesta spilaða hringi, en þeir töldu hvorki fleiri né færri en 114 frá opnun vallar í vor til lokunar nú í haust. Nafn frístundamið- stöðvar opinberað Á aðalfundinum voru niðurstöð- ur úr nafnasamkeppni um nafn frí- stundamiðstöðvarinnar opinberað- ar. Efnt var til samkeppninnar nú í haust og gátu bæjarbúar sem aðrir sent inn tillögur. Fyrir valinu varð nafnið Garðavellir, en tillöguna átti Ólafur Grétar Ólafsson, félags- maður í Leyni. kgk/ Ljósm. úr safni/ mm. Líkamsræktin í Grundarfirði tók á dögunum í notkun nýjan spinn- ingsal fyrir viðskiptavini. Fullbók- að hefur verið í spinning síðan sal- urinn var opnaður og er þetta kær- komin viðbót við þjónustuna. Sig- urhanna Ágústa Einarsdóttir eig- andi og spinningleiðbeinandi er hér á meðfylgjandi mynd rétt fyrir einn tímann þar sem fréttaritari Skessu- horns fékk að svitna vel í átökun- um. tfk Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golf- klúbbnum Leyni og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur eru kylfingar ársins 2019. Golfsamband Íslands greindi frá vali sínu á fimmtudag. Er þetta í 22. sinn sem tveir kylfingar eru valdir, karl og kona. Valdís hef- ur þrisvar áður hlotið þessa við- urkenningu en Guðmundi Ágústi hlotnast hún nú í fyrsta sinn. Valdís Þóra lék sitt þriðja tíma- bil á Evrópumótaröðinni í golfi á liðnu ári og endaði tímabilið í 71. sæti stigalista mótaraðarinnar. Hún náði sínum besta árangri í Ástralíu í mars þegar hún hafnaði í 5. sæti. Á því móti var hún lengi vel í for- ystu en hún lék fyrsta hringinn á 63 höggum, sem var besta skor móts- ins. „Valdís komst í gegnum niður- skurðinn á 7 af 14 mótum á Evr- ópumótaröðinni á árinu. Hún komst inn á 2. stig úrtökumótsins fyrir LPGA atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum og verður með tak- markaðan keppnisrétt á Symetra atvinnumótaröðinni á næsta tíma- bili,“ segir á vef GSÍ. Guðmundur Ágúst var Íslands- meistari í höggleik í fyrsta skipti á árinu. Hann lék á Nordic Golf League atvinnumannamótaröð- inni þar sem hann sigraði á þrem- ur mótum og vann sér um leið þátt- tökurétt á Áskorendamótaröð- inni, sem er næst sterkasta atvinnu- mannamótaröð Evrópu. Auk þess komst Guðmundur inn á lokaúr- tökumótið fyrir Evrópumótaröð- ina. Hann hóf árið í 1656. sæti á heimslista atvinnumanna en er nú í 558. sæti, efstur Íslendinga. kgk Fjölgun félagsmanna og afgangur frá rekstri Nýr spinningsalur í Líkamsræktinni Valdís Þóra og Guðmundur Ágúst kylfingar ársins Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Valdís Þóra Jónsdóttir í keppni á Evrópumótaröðinni. OPIÐ hjá mér að Kirkjubraut 48, fimmtudaginn, föstudaginn og laugardaginn frá kl. 13:00-18:00 og eftir sam- komulagi í síma 862-1197 Kaffi á könnunni og te á katlinum LEIRLIST KERAMIK KJARVAL KERAMIK Kirkjubraut 48, 300 Akranesi Jólakveðja Kolbrún S. Kjarval SK ES SU H O R N 2 01 9 tilboð frá Gagnaveitunni ehf. Ljósleiðari Borgarbyggðar Sími 546 0400 Gegn árs binditíma þá er: - Ekkert stofng�ald. - Ekkert tengig�ald einungis er greitt fyrir lagnavinnu ef beinir þarf að vera annars staðar en hjá ljósleiðarainntaki. - Fyrstu 3 mánuðir samningstímans fríir, þ.e. eingöngu er greitt línug�ald. Sjónvarpsmál Að okkar mati er Internetið sjónvarpdreifikerfi framtíðar- innar og Apple TV 4 sá afrugl- ari sem er hvað vinsælastur í dag meðal þeirra sem senda út vandað sjónvarpsefni. Þar getur þú verið með Nova TV, RÚV og tímaflakkið (Sarp- inn), Stöð 2, Netflix, Hulu og margt fleira. Núverandi loftljóshafar sem vilja skipta yfir í ljósleiðarann, borga ekkert fyrir breytingu. Loftljósið verður áfra m í fullu gildi ! Gagnaveitan býður eftirfarandi í tilefni opnunar inn á ljósleiðarann. Ótakmarkað Internet á 6.990 kr. á mánuði fyrir utan línug�ald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.