Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Page 14

Skessuhorn - 18.12.2019, Page 14
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201914 Aðalfundur Golklúbbsins Leynis var haldinn í Frístundamiðstöð- inni við Garðavöll þriðjudaginn 10. desember síðastliðinn. Þar kom fram að rekstrartekjur síðasta árs voru tæpar 112 milljónir, saman- borið við tæpar 79 milljónir árið 2018. Rekstrargjöld voru rúmar 96 milljónir, samanborið við tæpar 88 milljónir árið áður. Rekstraraf- koma klúbbsins var því jákvæð um rúmlega 15 milljónir króna. Í áætl- unum klúbbsins er gert ráð fyrir því að félagsgjöld hækki um 5% og aukin sókn verði í aðrar tekjur, s.s. framlög og styrki en líka þær tekjur sem hægt er að búa til á vellinum. Að sama skapi er gert fyrri almennu aðhaldi á völdum stöðum í rekstr- inum. Hækkun félagsgjalda var samþykkt á aðalfundinum. „Áfram- haldandi fjölgun var í hópi félags- manna sem er mikið ánægjuefni en félagsmenn telja 500 manns sem er mesti fjöldi klúbbsins frá stofn- un hans. Spiluðum hringjum fjölg- aði milli ára en spilaðir voru tæp- lega 22.000 hringir samanborið við rúmlega 14.000 hringi árið 2018,“ segir í frétt á vef Leynis. Mikil endurnýjun í stjórn Mikil endurnýjun varð í stjórn golfklúbbsins á aðalfundinum. Úr stjórn gegnu Þórður Emil Ólafs- son formaður, Ingibjört Stefáns- dóttir ritari, Eiríkur Jónsson með- stjórnandi og Berglind Helga Jó- hannsdóttir varamaður. Ný stjórn var kjörin og var Pétur Ottesen kjörinn formaður og með hon- um koma ný inn í stjórnina þau Ella María Gunnarsdóttir, Óli B. Jónsson og Hróðmar Halldórsson. Fyrir í stjórninni sátu þau Hörður Kári Jóhannesson og Heimir Berg- mann. Guðmundur Sigvaldason læt- ur auk þess af störfum sem fram- kvæmdastjóra um mánaðamót janúar og febrúar eftir sjö ár í starfi, eins og áður hefur verið greint frá í Skessuhorni. Viðurkenningar veittar Viðurkenningar voru veittar á að- alfundinum að venju. Guðmund- ar- og Óðinsbikarinn kom í hlut Guðna Arnar Jónssonar fyrir góð- an stuðning við barna- og ung- lingastarf klúbbsins undanfarin ár. Valdimar Ólafsson fékk háttvísi- verðlaun Golfsambands Íslands og Guðmundur Claxton fékk viður- kenningu fyrir mestu forgjafalækk- un ársins, en hann lækkaði forgjöf sína úr 54,0 í 18,2 á árinu 2019. Guðmundur Sigurjónsson fékk viðurkenningu fyrir flesta spilaða hringi, en þeir töldu hvorki fleiri né færri en 114 frá opnun vallar í vor til lokunar nú í haust. Nafn frístundamið- stöðvar opinberað Á aðalfundinum voru niðurstöð- ur úr nafnasamkeppni um nafn frí- stundamiðstöðvarinnar opinberað- ar. Efnt var til samkeppninnar nú í haust og gátu bæjarbúar sem aðrir sent inn tillögur. Fyrir valinu varð nafnið Garðavellir, en tillöguna átti Ólafur Grétar Ólafsson, félags- maður í Leyni. kgk/ Ljósm. úr safni/ mm. Líkamsræktin í Grundarfirði tók á dögunum í notkun nýjan spinn- ingsal fyrir viðskiptavini. Fullbók- að hefur verið í spinning síðan sal- urinn var opnaður og er þetta kær- komin viðbót við þjónustuna. Sig- urhanna Ágústa Einarsdóttir eig- andi og spinningleiðbeinandi er hér á meðfylgjandi mynd rétt fyrir einn tímann þar sem fréttaritari Skessu- horns fékk að svitna vel í átökun- um. tfk Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golf- klúbbnum Leyni og Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur eru kylfingar ársins 2019. Golfsamband Íslands greindi frá vali sínu á fimmtudag. Er þetta í 22. sinn sem tveir kylfingar eru valdir, karl og kona. Valdís hef- ur þrisvar áður hlotið þessa við- urkenningu en Guðmundi Ágústi hlotnast hún nú í fyrsta sinn. Valdís Þóra lék sitt þriðja tíma- bil á Evrópumótaröðinni í golfi á liðnu ári og endaði tímabilið í 71. sæti stigalista mótaraðarinnar. Hún náði sínum besta árangri í Ástralíu í mars þegar hún hafnaði í 5. sæti. Á því móti var hún lengi vel í for- ystu en hún lék fyrsta hringinn á 63 höggum, sem var besta skor móts- ins. „Valdís komst í gegnum niður- skurðinn á 7 af 14 mótum á Evr- ópumótaröðinni á árinu. Hún komst inn á 2. stig úrtökumótsins fyrir LPGA atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum og verður með tak- markaðan keppnisrétt á Symetra atvinnumótaröðinni á næsta tíma- bili,“ segir á vef GSÍ. Guðmundur Ágúst var Íslands- meistari í höggleik í fyrsta skipti á árinu. Hann lék á Nordic Golf League atvinnumannamótaröð- inni þar sem hann sigraði á þrem- ur mótum og vann sér um leið þátt- tökurétt á Áskorendamótaröð- inni, sem er næst sterkasta atvinnu- mannamótaröð Evrópu. Auk þess komst Guðmundur inn á lokaúr- tökumótið fyrir Evrópumótaröð- ina. Hann hóf árið í 1656. sæti á heimslista atvinnumanna en er nú í 558. sæti, efstur Íslendinga. kgk Fjölgun félagsmanna og afgangur frá rekstri Nýr spinningsalur í Líkamsræktinni Valdís Þóra og Guðmundur Ágúst kylfingar ársins Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Valdís Þóra Jónsdóttir í keppni á Evrópumótaröðinni. OPIÐ hjá mér að Kirkjubraut 48, fimmtudaginn, föstudaginn og laugardaginn frá kl. 13:00-18:00 og eftir sam- komulagi í síma 862-1197 Kaffi á könnunni og te á katlinum LEIRLIST KERAMIK KJARVAL KERAMIK Kirkjubraut 48, 300 Akranesi Jólakveðja Kolbrún S. Kjarval SK ES SU H O R N 2 01 9 tilboð frá Gagnaveitunni ehf. Ljósleiðari Borgarbyggðar Sími 546 0400 Gegn árs binditíma þá er: - Ekkert stofng�ald. - Ekkert tengig�ald einungis er greitt fyrir lagnavinnu ef beinir þarf að vera annars staðar en hjá ljósleiðarainntaki. - Fyrstu 3 mánuðir samningstímans fríir, þ.e. eingöngu er greitt línug�ald. Sjónvarpsmál Að okkar mati er Internetið sjónvarpdreifikerfi framtíðar- innar og Apple TV 4 sá afrugl- ari sem er hvað vinsælastur í dag meðal þeirra sem senda út vandað sjónvarpsefni. Þar getur þú verið með Nova TV, RÚV og tímaflakkið (Sarp- inn), Stöð 2, Netflix, Hulu og margt fleira. Núverandi loftljóshafar sem vilja skipta yfir í ljósleiðarann, borga ekkert fyrir breytingu. Loftljósið verður áfra m í fullu gildi ! Gagnaveitan býður eftirfarandi í tilefni opnunar inn á ljósleiðarann. Ótakmarkað Internet á 6.990 kr. á mánuði fyrir utan línug�ald.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.