Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 75

Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 75
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 75 Ólöf María Brynjarsdóttir ólst upp í Borgarnesi og bjó þar til 19 ára aldurs. Hún lýsir sér sem konu með breitt áhugasvið og segist þurft að taka sinn tíma til að finna sér farveg í lífinu. Blaðamaður Skessuhorns settist niður með Ólöfu Maríu á kaffihúsi og ræddi við hana um hvernig hún fann sig og hvert henn- ar hlutverk er í dag. Þegar kom að því að fara í nám ákvað Ólöf María að fara í búvísindanám við Land- búnaðarháskólann á Hvanneyri. „Ég lauk því námi ekki. Ég held ég hafi bara farið til að ganga í augun á eiginmanninum frekar en nokkuð annað,“ segir Ólöf María og hlær. Hún hélt þó áfram á þessari braut og gerðist bóndi á Ferjubakka í Borgarfirði ásamt manninum sín- um, Sveini Þórólfssyni. Þar reyndi hún að finna sér hlutverk í samfé- laginu með því að taka þátt í félags- málum bænda. Ólöf María er mjög feminísk og var ung orðin formað- ur kvenna í landbúnaði á Íslandi. Félagsmálin heilluðu Ólöfu Maríu og fann hún sig á þessari braut. „Mér þótti þetta bæði skemmtilegt og áhugavert og ég lærði gríðar- lega margt á þessum tíma. Það var líka ótrúlega mikill skóli fyrir mig að finna að mér væri treyst af þess- um konum til að leiða þær í þessum félagsskap enn blaut bakvið bæði, ekki nema 25 eða 26 ára gömul,“ segir Ólöf María. „Þetta traust sem ég fann var mikil sjálfsefling og ég fann að þetta átti meira við mig en búskapurinn svo ég ákvað að slaufa mínu hlutverki í búskapnum og sótti um starf verkefnastjóra hjá Rauða krossinum í Borgarnesi. Þar var ég í eitt ár og komst að því að mér þykir virkilega gaman að vinna með fólki. En eftir þetta ár komu fram breytingar, bæði hjá mér pers- ónulega og Rauða krossinum svo ég ákveð að vinda kvæði mínu í kross og fara í nám.“ Kynnist heimspeki Ólöf María skráir sig í frumgreina- deild við Háskólann á Bifröst haust- ið 2012. Hún sá fyrir sér að fara í lögfræði og vinna að mannréttinda- málum. Hún hafði á þessum tíma unnið mikið með innflytjendum og þótti mikil þörf vera á breytingum á innflytjendalöggjöfinni og sá hún fyrir sér að berjast fyrir því. „Á Bif- röst kynntist ég svo heimspeki og þá var ekki aftur snúið og ég fór í allt aðra átt en ég hafði kannski séð fyrir mér,“ segir Ólöf María sem fór í framhaldinu norður á Akur- eyri í nám í nútímafræði. „Við vor- um á þessum tíma með búskap og fjögur börn svo þetta var ekki auð- velt stökk að taka en ég er svo vel gift manni sem er alltaf tilbúinn að taka stökkið fyrir mig.“ Í kjölfarið varð Ólöf María fyrir persónulegu áfalli sem leiddi hana á þá braut sem hún er á í dag. „Á þessum tíma sá ég ekki endilega fyrir mér að áföll gætu verið jákvæð en á þessum tíma var ég á námskeiði hjá Sigrúnu Sigurðardóttur, lektor við Háskól- ann á Akureyri, og hún sagði okkur frá rannsóknum sínum sem snúa að kynferðisbrotum í æsku og áhrifum þess á líkamlega og andlega heilsu. Það varð til þess að ég opnaði fyr- ir þá reynslu sem ég átti í þessum efnum og í kjölfarið fór ég að vinna úr því, sem betur fer,“ segir Ólöf María. Skiptinám í Kanada Ólöf María segir þetta hafa ver- ið mikið gæfuspor sem opnaði fyr- ir hana heim rannsókna þar sem skoðaðar eru sögur fólks og hvern- ig þær skipta máli. „Kynferðisof- beldi og áföll yfir höfuð urðu því mitt áhugasvið og ég hagaði mínu námi þannig að ég fór að skoða þennan vinkil enn betur. Ég ætlaði að skoða ofbeldi í æsku og hvern- ig hægt er að vinna með það og úr- vinnsluna, en á sama tíma var ég að reyna þetta allt á eigin skinni,“ seg- ir Ólöf María. Upp frá þessu skrifar hún BA ritgerðina sína sem er rann- sókn á upplifun konu í þessu ferli, að vinna úr áfalli vegna kynferðisof- beldis. „Hún var samt lengra komin en ég. Ég skoða úrvinnslu og upp- lifun hennar á kynferðisofbeldi og hvernig það hafði áhrif á hana.“ Eft- ir þetta ákvað Ólöf María að fara til Kanada í skiptinám. „Þegar ég var búin að stökkva einu sinni var ekk- ert mál að stökkva aftur og maður- inn minn tók bara í höndina á mér og tók stökkið með mér, og krakk- arnir líka,“ segir hún. Í Kanada var svo grunnurinn lagður að því sem Ólöf María er að gera í dag. „Í Kan- ada lærði ég heilsumannfræði, sem er áherslusviðið mitt í dag, og heil- brigðisheimspeki. Þar sem ég lærði að skoða manneskjuna út frá sam- félaginu og svo öfugt. Við getum í raun skoðað samfélagið með að skoða bara einstaklinginn og svo getum við skoðað einstaklinginn með að skoða samfélagið. Við end- urspeglum nefnilega samfélagið og samfélagið endurspeglar okkur,“ útskýrir Ólöf María og brosir. Áfall fyrir Íslendinga Á meðan Ólöf María var í Kanada skoðaði hún mikið áhrif metoo bylt- ingarinnar og undanfara hennar á Íslandi. „Mér þótti mjög áhugavert á þessum tíma að skoða af hverju við sem þjóð ákváðum að fara þessa leið og hvaða áhrif það hefur á sam- félagið. Svona bylting getur nefni- lega haft áhrif á heilsu einstaklings- ins, að koma svona fram með sög- una sína. En af hverju ákváðum við sem þjóð að taka á þessu svona? Þá fór ég að skoða áfallið sem við urð- um fyrir sem þjóð í bankahruninu árið 2008. Það var stórt áfall fyrir okkur og flestir Íslendingar muna hvar þeir voru þegar Geir Ha- arde bað Guð að blessa Ísland. Ég myndi segja að við séum enn að vinna úr því áfalli. Við fórum hina hefðbundnu leið aðila sem lendir í áfalli. Við byrjuðum á að styrkja varnir okkar, fórum heim og gerð- um slátur og svoleiðis. Svo fórum við að lifa af og við erum í raun enn þar,“ segir Ólöf María og heldur áfram: „Svo fara konur að rísa upp og segjast ekki vilja hafa ástandið svona lengur og þá er áhugavert að sjá hvernig samfélagið bregst við og í fyrsta skipti í örugglega áratugi er þjóðin að skiptast í fylkingar. Þetta sjáum við aftur og aftur þegar fólk lendir í áföllum og sérstaklega í kynferðisbrotamálum. Fólk tekur sér stöðu annað hvort með gerand- anum eða þolandanum,“ segir Ólöf María. Rýma til fyrir röddum sem þurfa að heyrast Ólöf María hélt áfram að vinna að eigin rannsókn þar sem hún ákvað að taka þessa breiðu þverfaglegu nálgun til að kafa djúpt ofan í sam- félagið í gegnum sögu einnar konu á sjötugsaldri. „Mér þykir mikil- vægt að skoða samfélagið í heild þegar við erum að skoða einhvern einn part, til að sjá af hverju við, einstaklingurinn eða samfélagið í heild, erum eins og við erum. Sam- félagið hefur mikil áhrif á okkur og ef við horfum til dæmis á að kon- ur á ákveðnum stöðum er mark- visst haldið niðri. Við vitum líka að ef þú fæðist inn í fjölskyldu fólks með félagsleg vandamál, lága menntun, fáttækt eða andleg veik- indi verður brekkan brattari fyrir þig vegna þess að samfélagsáhrifin eru svo mikil. Ég held að við get- um eflt þessa einstaklinga sem hafa brattari brekkur enn frekar með að hjálpa þeim að skilja af hverju brekkan er brattari hjá þeim. Við hin ættum svo að hjálpa viðkom- andi að klífa sína brekku,“ útskýrir Ólöf María og bætir því við að hún sem forréttindakona þurfi að passa hvernig hún kemur að slíkri aðstoð. „Ég kem úr forréttindafjölskyldu með allskonar silfurskeiðar um allt og það er óþolandi að fá konu eins og mig til að tala fyrir hönd þeirra sem eru ekki jafn heppnir. Það þarf enginn að heyra í mér en við þurf- um að heyra í þeim sem fæðast ekki með öll þessi forréttindi. Ég þarf bara að leggja mitt af mörk- um til að sú rödd sem þarf að heyr- ast nái í gegn. Ég hef vissulega ver- ið sett markvisst niður sem kona og tikka því ekki í öll forréttindabox- in en ég er samt hvít, ég kem af vel menntuðu fólki í ríku landi og svo mætti lengi telja. Ég horfi á kyn- systur mínar sem eru þeldökkar eða af ættum frumbyggja og ég veit að ég get ekki sett mig í þeirra spor. Þeirra raunveruleiki er allt ann- ar en minn en ég vil læra af þeim. Ég veit líka að ég mun aldrei skilja þeirra veruleika alveg. Ég vil samt hlusta og ég vil að allir hlusti. Ég vil leggja mig fram til að hjálpa þeim, til dæmis með að nýta mín forrétt- indi og mína rödd til að rýma til á sviðinu og koma þeirra rödd að. Ég get skrifað greinar og fjallað um þeirra sögur í mínum rannsóknum, en það er mikilvægt að ég geri mér grein fyrir þeim forréttindum sem fylgja því að hafa þá rödd sem ég hef,“ segir Ólöf María. Ráðgjöf í gegnum lífssögur Ólöf María er nú flutt aftur heim í Borgarfjörðinn og opnaði ráðgjafa- stofu í haust þar sem hún hjálp- ar skjólstæðingum sínum að vinna úr áföllum eða öðrum erfiðleik- um í gegnum þeirra eigin lífssög- ur. Þegar hún bjó á Akureyri vann hún sem ráðgjafi hjá Aflinu, sam- tökum gegn kynferðis- og heimil- isofbeldi og einnig starfaði ég sjálf- stætt á stofunni Herðubreið ásamt þremur öðrum meðferðaraðil- um. Ólöf María er með meistara- gráðu í rannsóknartengdu námi í félagsvísindum og vann hún þar með aðferðafræði sem heitir lífs- saga. Með þessari aðferðafræði er hægt að skoða aðstæður fólks og hvernig megi hjálpa því að vinna sig út úr erfiðum aðstæðum með að skoða söguna þeirra og þeirra eigin reynsluheim. „Fólk segir mér sína lífssögu, alveg frá byrjun. Þá kem- ur oft margt fram sem ég sé að við- komandi þarf að vinna úr en hann gerir sér kannski ekki grein fyrir því sjálfur og skilur ekki að gam- alt mein er jafnvel að ýta undir að hindranir myndist í núinu. Ég hjálpa fólki að púsla saman því sem það hefur gengið í gegnum og að ná sátt,“ segir Ólöf María en hún er sérstaklega menntuð í þessari að- ferðafræði og kennir hana við HA ásamt tveimur öðrum kennurum. Stefnir á að opna stofu í sveitinni „Þegar ég flutti heim sá ég alltaf fyr- ir mér að opna stofu heima, nota- lega stofu úti í sveit en samt stutt frá Borgarnesi. En eins og ég segi oft við nemendur mína, er lífið bara stundum tík,“ segir Ólöf María og hlær. „Húsið okkar var bara í þann- ig standi að það var kominn tími á allskonar viðhald svo við hjónin þurftum bara að forgangsraða og að byggja skrifstofu fyrir mig var ekki ofarlega á listanum,“ segir hún brosandi. Ólöf ákveður þess í stað að leita að hentugu húsnæði í ná- grenninu en komst fljótlega að því að í Borgarbyggð var lítið um skrif- stofuaðstöðu sem uppfyllti hennar þarfir. „Ég tók því bara ákvörðun um að láta orðið berast að ég væri í leit að vinnu og til í flest og þannig náði ég eyrum starfsendurhæfing- ar þar sem ég er núna að vinna lít- ið verkefni. Ég hélt áfram að leita að starfi og fæ svo starf hjá félags- þjónustunni í Borgarnesi. En þar sem ég þarf alltaf að hafa mörg járn í eldinum á sama tíma ætla ég líka að halda áfram að kenna við HA og hjá starfsendurhæfingu og að byggja upp mína ráðgjafastofu og ég stefni enn á að koma mér upp aðstöðu heima,“ segir Ólöf María að endingu. arg Hjálpar fólki að leysa úr vandamálum með eigin lífssögum Rætt við Ólöfu Maríu Brynjarsdóttur ráðgjafa í Borgarfirði Ólöf María Brynjarsdóttir starfar sem ráðgjafi. Ljósm. Gunnhildur Lind Photography
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.