Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201926
Með fyrsta sunnudegi í jólaföstu
hófst nýtt kirkjuár. Þann dag
tendruðu margir ljós á spádóms-
kerti aðventukransins í hýbýlun-
um. Það er fræðandi, hjálpar til
við að lesa í menningu og sið og
eykur skilning að kynna sér og
kunna táknmálið, sem er marg-
víslegt, tengt kristinni trú. Þær
fjórar vikur sem aðventan spann-
ar marka upphaf kirkjuársins. Í
upphafi kirkjuárs gefur gjarn-
an að líta hinn fjólubláa lit sem
á táknmálinu hangir við hugtök-
in íhugun, iðrun og yfirbót. Spá-
dómskertið fær að loga á krans-
inum og verið er að segja sögu.
Í ritum Gamla testamentisins
var spáð fyrir um komu Jesú hins
upprisna frelsara okkar og Drott-
ins. Við erum minnt á að Jesús
fæddist í borginni Betlehem og
hafandi ljós þess kertis fyrir aug-
um, þá skyldum við hnikkja á því
sem Jesú sagði: „Ég er ljós heims-
ins. Sá sem fylgir mér mun ekki
ganga í myrkri, heldur hafa ljós
lífsins.“ Spurt er - fær Jesús Krist-
ur að vera leiðtoginn eða stjórinn
í lífi okkar? Hversu vel þekkjum
við lífsstílinn sem hann kenndi?
Hvar eru að finna upplýsingar
um hinn kristna lífsstíl? Og þriðja
kerti kransins, Hirðakertið, lýsir
skært ásamt með hinum fyrri. Til-
urð þess kertis skyldi hvetja okk-
ur til að boða trúna, vera ófeimin
við að fara og segja öðrum frá því
sem Jesús kenndi og sagði, fræða
þann sem ekki veit. Fjárhirðarn-
ir í sögunni fóru og sögðu frá eft-
ir að þeir höfðu farið til Betlehem
að sjá hið nýfædda barn, sem boða
myndi mikinn fögnuð. Þau und-
ursamlegu fagnaðartíðindi eru að
Jesús var algóður maður, hann var
Guð fæddur meðal mannanna.
Boðskapur hans var kærleiksboð-
skapur fyrst og fremst.
Guð vill þér, lesandi góður, allt
gott, vill að ljósið sem innra með
þér er lýsi í veröldinni, að þú finn-
ir þig æfinlega sólarmegin í líf-
inu og að engum megi takast að
slökkva með nokkrum hætti birt-
una sem frá þér stafar. Og veljir
þú fagnaðarboðskapinn, þ.e.a.s.
trúir og treystir hinum frelsandi
fagnaðarboðskap Jesú, sem sjálfur
sagðist vera ljós heimsins, þá lýs-
ir verun þín, orð þitt og æði, birtu
hins himneska ljóss sem saga að-
ventukransins leiðir þig til. Hið
sama gildir um mig og ég trúi
og treysti að kraftur Guðs sé að
verki í mínu lífi. Kraftur Guðs
er hinn heilagi andi. Sem maður
sagðist Jesús mundu fara, en sagði
jafnframt hann myndi vera, vera
hjá mannfólki hér á jörð. Þann-
ig er hin þríeina trú okkar krist-
inna manna; hún samanstendur af
Guði (eða Alheimsmóðuralls, orð
sem mér er stundum tamt að nota
í stað Guð), Jesú og hinum heil-
aga anda. Það er í krafti andans
sem Jesús er hjá okkur hér og nú.
Hann er heilarinn, huggarinn.
Íhugum farinn veg á
kirkjuárinu
Við skulum leyfa ljósi Jesú Krists,
að lýsa í sál og sinni nú á þess-
arri jólaföstu, að við svo að end-
ingu tendrum loga Englakertis-
ins á aðventukransi híbýlanna, en
englarnir eru jú sendiboðar Guðs.
Þeir boða frelsi og frið á jörð.
Verum þakklát þegar öll fjögur
kerti aðventukransins hafa sagt
okkur sögu, sögu sem tendrar ljós
í myrkri hér á norðurhveli jarðar
og birtan frá þeirri sögu verður
skærust rétt tveimur sólarhring-
um fyrir upphaf jólahátíðarinnar
nú á þessu ári. Fram að því skul-
um við íhuga farinn veg á kirkju-
árinu, horfa inn í hinn dulmagn-
aða fjólubláa lit og spyrja. Á ég
eitthvað eftir óuppgert t.d. í sam-
skiptum frá umliðnu kirkjuári,
nú eða hef ég svikið sjálfan mig /
sjálfa mig hvað snertir ásetning og
áform á árinu? Er fyrirgefningar
þörf; að fyrirgefa sjálfum sér eða
öðrum? Spyrja - vilt þú góði Guð
fyrirgefa mér misgjörðir mínar á
árinu? Og hið dásamlega undur
gerist, táknrænt og í raunverunni
að Kristur sjálfur kemur til þín,
en bara vegna þess að þú vilt það
lesandi kær. Við vel flest veljum
að hafa jólatréð, meira að segja í
miðri stofunni hjá okkur, jólatréð
sem á táknmáli kristinnar trúar
táknar Jesú Krist, hinn upprisna
drottin okkar og frelsara.
Megi hið sanna ljós Krists
verða okkur vegvísir á yfirstand-
andi kirkjuári. Saga frelsarans sem
sögð er með aðventukransinum
hefur með hverri viku lýst skær-
ar. Svo koma jólin og himnesk-
ur ljómi stafar frá fallega ljósum
prýddu jólatrénu í stofunni okkar
og myrkrið hopar.
Göngum mót jólatré torgs þess
samfélags sem við búum, mót
trénu í garðinum heima hjá okk-
ur og eða í stofunni, og horfum
á það með gleraugum trúarinnar.
Göngum í mót ljósinu sem tréð
skartar. Leyfum ljósi Krists að
lýsa. Þekkinguna, kraftinn, inn-
blásturinn færir þér bókin Biblí-
an. Tilvalin jólagjöf!
Hænsnin undir trénu
Þá saga héðan úr uppsveitum
Borgarfjarðar, hvar ég undirrit-
uð bý í Stafholti. Hænsnfuglarnir
hér á bæ hafa um að velja að skýla
sér og hafa náttstað í kofa upphit-
uðum og/eða vera úti. Og ekki að
undra sess grenitrjáa með tilliti til
jólahalds. Það er undir hinum sí-
grænu greinum eins barrtrésins í
skrúðgarðinum, þar sem greinar
þess alsettar barrnálunum mynda
kross, eru þétt hver við aðra, það
er þar sem fiðurféð velur að hafa
Jólahugvekja
Vilt þú gera hjarta þitt að jötu Jesú Krists?
Brynhildur Óla Elínardóttir. Ljósm. Kristján Friðriksson