Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 60

Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 60
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 201960 Fornihvammur er eyðibýli efst í Norðurárdal í Borgarfirði sem á árum fyrr var síðasti bærinn áður en lagt var á Holtavörðuheiði að sunn- anverðu. Þar var um tíma rekin um- fangsmikil ferðaþjónusta enda mik- il umferð sem rann í gegnum hlað- ið. Þegar starfsemin var í blóma var rekið gistiheimili og veitingastað- ur í húsinu og var Fornihvamm- ur vinsæll áningarstaður fólks og áætlunarbílar milli Akureyrar og Reykjavíkur áttu þar fasta viðkomu. María Björg Gunnarsdóttir er vel kunnug Fornahvammi þar sem hún ólst upp ásamt systkinum sínum þremur og hugsar hlýtt til staðar- ins. „Mamma og pabbi fluttu með fjögur lítil börn í Fornahvamm. Það var hrikalega langt að keyra þangað á þessum tíma, samgöngurnar voru langt í frá eins og þær eru í dag. Við keyrðum þangað á Weepon og ætl- uðum aldrei að verða komin,“ segir María við blaðamann Skessuhorns þegar hún minnist bílferðarinnar norður, sem ætlaði engan endi að taka eins og hún orðar það. María rifjar upp fleiri sögur frá tímanum í Fornahvammi, þegar fjölskyldan rak gistiheimili og veitingastað og þeim stöðuga gestagangi sem því fylgdi, en einnig var þar stórt fjárbú og svínahús fyrir tíu gyltur og af- kvæmi að auki. Síðasti bærinn í dalnum Fjölskyldan flutti frá Reykjavík í Fornahvamm árið 1957. „Mömmu og pabba langaði að breyta til. Pabbi vildi komast í sveitina og vinna sveitastörf. Mamma aftur á móti var alla sína ævi að elda mat og hugsa um fólk svo það skipti hana litlu máli hvar hún starfaði við það,“ segir María. Gunnar Guð- mundsson, faðir Maríu, var ættað- ur að austan. Ungur sveitastrákur flutti hann suður til Reykjavíkur til að vinna. Þar kynntist hann móður Maríu, Lilju Pálsdóttur, sem hann svo giftist og saman byggðu þau sér hús við Suðurlandsbrautina þar sem Ármúli er í dag. Fornihvammur var svo auglýstur til leigu og ákváðu þau hjónin að slá til. „Fornihvammur var síðasti bær- inn í dalnum og var fjölfarinn við- komustaður milli landshluta. Fólk kom við í hvert skipti sem það átti leið hjá. Þarna var því stöðugt ren- nerí,“ rifjar María upp. Auk veit- ingastaðar þá var boðið upp á gist- ingu. Í Fornahvammi voru 13 gisti- herbergi, allt frá tveggja manna her- bergjum upp í sex manna herbergi en á þessum tíma var Holtavörðu- heiðin bara opnuð á þriðjudögum og föstudögum yfir vetrartímann vegna þess að ekki þótti ástæða til þess að opna oftar en það. „Það var oft mikið stuð á bænum. Norð- urleið stoppaði alltaf hjá okkur, Hólmavíkurrútan og Skagastrand- arbíllinn líka. Þetta voru stundum tvær, þrjár rútur fullar af fólki sem komu í hádegismat. Svo kom annað eins að norðan og það kom í mið- degiskaffi. Og svo stundum, þegar allt var ófært, þá voru bara dýnur út um allt hús og rúm full af allskonar fólki,“ segir hún og hlær. Ekki voru eingöngu rútur sem áttu erindi í Fornahvamm heldur stoppuðu líka allir flutningabílar á leið sinni og bílstjórarnir gistu. „Þeir voru í raun hluti af fjölskyld- unni, bílstjórarnir á flutningabílun- um, og þeir borðuðu alltaf inni í litla sal. Þegar ég var t.d. fermd þá var einn bílstjórinn sem bauðst til þess að keyra alla gestina úr Reykjavík til okkar,“ bætir hún við og seg- ir bróðir sinn hafa fengið sambæri- legt boð fyrir sína fermingu. Mörg voru verkin Fornihvammur var rekinn af þeim hjónum og fóru krakkarnir snemma að taka virkan þátt í rekstrinum með foreldrum sínum. „Við byrj- uðum sem bensíntittir og sáum um að fylla á tankinn á bílum gestanna. Þegar við vorum svo orðin tíu ára þá fór maður að ganga vaktir í upp- vaskinu hjá mömmu í eldhúsinu og endaði svo síðar í salnum,“ rifj- ar María upp. Eins og hún lýsir móður sinni þá var hún hryggjar- stykkið í allri starfsemi sem fór fram í Fornahvammi á þessum árum og segir hún móður sína hafa verið al- veg hreint ótrúlegan fork til vinnu; raunar skörungur. „Hún sá um allt hún móðir mín. Harður húsbóndi, ströng, en yfirleitt sanngjörn. Ég minnist þess þó þegar ég eitt sinn var að þurrka af borðum inni í litla sal. Það var gert með þurrum klút og ediki. Mamma sá einhversstað- ar ský á borðinu sem ég sá ekki. Ég varð eitthvað snögg upp, henti tuskunni í hana og hljóp út. Þetta var í eina skiptið sem pabbi kom til mín og sagði; „heyrðu Björg mín“, pabbi kallaði mig nefnilega alltaf Björgu; „við gerum ekki svona við mömmur okkar, þó þær geti verið leiðinlegar“,“ segir María og hlær. „Ég þurfti auðvitað að biðja hana afsökunar,“ bætir hún við. Krakkarnir gengu oft tólf tíma vaktir þar sem nóg var um að vera og stöðugt rennerí af ferðalöngum sem þurfti að sinna. „Ég var að vísu svolítið heppin. Það þótti nefnilega betra að hafa mig úti með pabba, ég var soldið fiðrildi. Við pabbi sinnt- um búinu. Ég fór með honum á vorin í Nátthaga og hjálpaði kind- unum að bera og leita að lömbum ef þau höfðu fallið ofaní eða mæð- urnar týnt þeim. Svo sat ég yfir gyltunum þegar þær voru að gjóta því það þurfti alltaf að taka nafla- strenginn. Það mátti ekki klippa á hann því þá myndi grísunum blæða út, heldur þurfti að nudda hann í sundur með fingrunum, sem ég gerði. Þarna svaf maður stundum á nóttinni, svo ýtti gyltan við manni þegar hún byrjaði. Það var svona gotbás og stórir plankar sitthvor- um megin svo grísirnir gætu skot- ist undir þegar hún væri að leggjast, svo maður bara lagði sig þar.“ Fengu ekki rafmagn Eftir 13 ár í Fornahvammi neydd- ust Gunnar og Lilja til þess að flytja burtu. Árið var 1970. Ástæð- an fyrir flutningunum var sú að þau fengu ekki rafmagn í húsið. Á þess- um tíma voru notaðar ljósavélar til að fá lýsingu en kol og seinna olía til þess að kynda þau. „Við vor- Með síðustu ábúendum á heiðarbýlinu Rætt við Maríu Björgu Gunnarsdóttur um æskuárin í Fornahvammi María Björg Gunnarsdóttir í íbúðinni sinni í Kópavogi. Ljósm/glh. Fornihvammur árið 1952. Matsalurinn í Fornahvammi. Fornihvammur var brenndur árið 1983. Myndina tók Ragnar Torfi og birtist hún í DV daginn eftir brunann. Lilja Pálsdóttir, hótelstýra í Fornahvammi. Mynd tekin í ágúst 1961 líklega eftir verslunarferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.