Skessuhorn


Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 87

Skessuhorn - 18.12.2019, Blaðsíða 87
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 2019 87 Sveitarfélagið Borgarbyggð ætl- ar að standa fyrir fyrirtækjaþingi í febrúar 2020 og eiga samtal við at- vinnurekendur í sveitarfélaginu um það hvað þarf að vera til staðar í Borgarbyggð til þess að fjölbreytt- ur atvinnurekstur geti dafnað og vaxið enn frekar á svæðinu. Á síðasta ári var álagningar- hlutfall fasteignaskatts á atvinnu- húsnæði lækkað tölvuvert, eða úr 1,55% niður í 1,39% en með því raðast sveitarfélagið í hóp fimm lægstu sveitarfélaganna á landinu miðað við álagningu á þann flokk húsnæðis. Auk þess var ákveðið að veita 50% afslátt af gatnagerð- argjöldum, 100% afslátt af lóðar- gjöldum og ákveðið að minnka iðn- aðarlóðirnar við Sólbakka til að gera þær hentugri fyrir minni at- vinnurekstur og ná enn frekar nið- ur gjöldum við byggingu á þeim. Einnig er búið að skipuleggja iðn- aðarlóðir á Hvanneyri sem henta fjölbreyttri starfsemi. Töluverð gróska hefur verið í fyrirtækjaflórunni í sveitarfélaginu að undanförnu, en dæmi um ný- leg fyrirtæki í sveitarfélaginu eru B 59 hótel, verslunin FOK, Krauma, ísbúð Ömmu Gógó, Food station, Nes fasteignasala, Litla mennta- búðin, opnun starfsstöðvar Eflu og fleiri. En hvernig má stuðla að enn hagfeldara umhverfi fyrir fyrirtækj- arekstur, nýsköpun starfa og fjöl- breyttu atvinnulífi í sveitarfélögum úti á landi? Sveitarstjórn Borgar- byggðar hefur undanfarið leitað svara við þessari spurningu og full- trúar velt fyrir sér með hvaða hætti sé hægt að koma enn betur til móts við þarfir atvinnurekenda og fyrir- tækja í sveitarfélaginu. Ákveðið var á síðasta ári að stofna nýja fasta- nefnd í stjórnsýslu sveitarfélagsins sem ber heitið Atvinnu,- markaðs- og menningarmálanefnd. Hefur hún meðal annars það hlutverk að leita leiða til þess að efla samvinnu og samstarf sveitarfélagsins við at- vinnurekendur í Borgarbyggð. Það augljósa sem snýr að sveitar- félaginu er að til staðar þarf að vera góð þjónusta og samfélag sem eftir- sóknarvert er að lifa og starfa í. Að álagning sé ekki íþyngjandi og nægt húsnæði í boði. Við þannig að- stæður blómstrar atvinnulífið, nýir atvinnurekendur kjósa að reka fyr- irtæki sín í sveitarfélaginu og hæft starfsfólk rífur upp rætur og flyst þangað búferlum. Til þess að greina betur þarfir fyr- irtækja í Borgarbyggð hefur sveit- arfélagið, eins og áður hefur komið fram, ákveðið að standa fyrir fyrir- tækjaþingi sem fer fram í febrúar á næsta ári. Verða þá fengnir að borð- inu atvinnurekendur í sveitarfé- laginu og leitast við að greina betur með hvaða hætti hægt sé að koma enn betur til móts við þennan hóp. Afraksturinn verður síðan nýttur í áframhaldandi vinnu og stefnu- mótun hjá sveitarfélaginu með það að markmiði að smyrja enn frekar hjól atvinnulífsins og auka samvinnu fyrirtækja á svæð- inu. Það er forsenda þess að samfé- lag vaxi og dafni að næg atvinna sé til staðar og fjölbreytileiki starfa sé með þeim hætti að sem flest- ir geti fengið störf við hæfi. Þá er ekki síður mikilvægt að fyrirtæki fái til starfa hæfa einstaklinga með menntun og reynslu til að inna af hendi þau störf sem kunna að falla til. Það verður áhugavert að sjá hvaða tillögur atvinnurekendur í sveitarfélaginu leggja til og hvaða sóknarfæri felast í auknu samstarfi sveitarfélagsins og fulltrúa atvinnu- lífsins í Borgarbyggð. Lilja Björg Ágústsdóttir Höf. er starfandi sveitarstjóri í Borgarbyggð Tækifærin liggja í Borgarbyggð Pennagrein -Sótt fram í þágu atvinnulífsin Litlu munaði að algert uppnám yrði á hinni árlegu bjúgnahátíð í Langa- holti í Staðarsveit á dögunum. Bjúg- nakrækir sjálfur mætti nefnilega til byggða, löngu fyrir áætlaðan komu- tíma og setti veisluhöldin eilítið úr skorðum. Jólasveinninn óð í hvern bjúgnaréttinn á fætur öðrum og á tímabili leit út fyrir að ekkert yrði eftir handa öðrum gestum hátíðar- innar. „Þetta er mikið meira en þið þurfið,“ heyrðist í Bjúgnakræki þegar hann ruddist inn í matsal Langaholts á bjúgnahátíðinni, hrifsaði með sér tvo rétti af hlaðborðinu og var sam- stundis rokinn út bakdyramegin. Ræður ekki við sig „Ég bara ræð ekki við mig þegar kemur að bjúgum,“ segir Bjúgnak- rækir jólasveinn þegar Skessuhorn spyr um atvikið. Ekki er þó að merkja neina iðrun í orðum hans. „Ég frétti af þessari himnesku hátíð og laumað- ist til byggða þegar mamma og katt- arófétið sáu ekki til, löngu fyrir sett- an dag, ef svo má segja,“ segir hann, en Bjúgnakrækir kemur vanalega ekki af fjöllum í bókstaflegri merk- ingu fyrr en 20. desember ár hvert. „Þarna voru bjúgu með bernaisesósu, bjúgna-Wellington, buffalóbjúgu, bjúgnapitsur, hreindýrabjúgu, róna- hryggur og ég veit ekki hvað og hvað og nammi, nammi, namm!“ seg- ir jólasveinninn dreyminn og nokk- uð utan við sig þegar hann hugsar til kræsinganna. „En uppáhaldið mitt, sem ég borðaði hvað mest af, eru að sjálfsögðu reykt hrossabjúgu með Stúf... nei, ég meina uppstúf!“ segir Bjúgnakrækir og ætlar gersamlega að rifna úr hlátri. Bjúgu í kókos og karrý „Ég elska bjúgu. Bjúgu eru besti mat- ur í heimi! Þetta var besti dagur lífs míns og ég ætla að borða bjúgu í alla mata fram að jólum og yfir hátíðirn- ar og langt fram á næsta ár, eins og ég er vanur,“ segir Bjúgnakrækir og bætir því við að hann hafi komist í tæri við dásamlegan rétt á bjúgnahá- tíð í Langaholti, rétt sem hann hafði aldrei bragðað áður. „Ég hef fuss- að og sveiað lengi yfir þessu „kjöt í karrý“ sulli sem Ketkrókur og aðrir sem ekkert vit hafa á mat masa mik- ið um. Mikið betri þykir mér réttur sem ég smakkaði á bjúgnahátíðinni; bjúgu í „kókos og karrý“. Mér tókst með miklum klókindum að stela upp- skriftinni að þessum guðdómlega mat á leið minni í gegnum eldhúsið,“ seg- ir jólasveinninn hróðugur. „Þar segir að skera skyldi einn til tvo lauka eftir smekk og steikja létt í potti upp úr dá- góðri klípu af sméri. Því næst er bætt út í einni matskeið af gulu dufti sem er víst kallað „karrý“ og leyft að malla með lauknum og smjörinu í um það bil tvær mínútur, þar til tveimur mat- „Bjúgu eru besti matur í heimi“ - segir Bjúgnakrækir jólasveinn í samtali við Skessuhorn Bjúgnakrækir komst í feitt þegar hann gekk fram á hlaðborð af bjúgum. Bjúgnakrækir gripinn glóðvolgur að krækja sér í bjúgu í eldhúsinu í Langaholti á meðan bjúgnahátíðin stóð yfir. 1-2 laukar eftir smekk smjör karrý hveiti 1 dós kókosmjólk bjúgnasoð Saxið laukinn fínt og léttsteikið í potti upp úr smjöri. Bætið einni matskeið af karrý út í og látið malla með lauknum í u.þ.b. tvær mínútur. Bætið því næst tveimur matskeiðum af hveiti út í og hrær- ið saman við. Bætið einni lítilli dós af kókosmjólk út í sem og bjúgna- soði þar til ákjósanlegri þykkt er náð. Setjið að endingu niðurskor- ið bjúga út í sósuna. Gott er að bæta soðnum gulrót- um og kartöflum út í og bera fram með hrísgrjónum. Kókoskarrýbjúgu Bjúgnakrækis skeiðum af hveiti er bætt út í og hrært saman við. Því næst er tekin ein dós af einhverju sem heitir „kókosmjólk“ og ég hafði aldrei heyrt um áður en tókst að verða mér út um með mikl- um klókindum og smá bjúgnasoði þar til ákjósanlegri þykkt er náð. Því næst er niðurskornu bjúga bætt út í sósuna og einnig þykir mér gott að bæta út í soðnum gulrótum og kartöflum og bera svo herlegheitin fram með soðn- um hrísgrjónum,“ segir Bjúgnakræk- ir. „Þetta þykir mér svo frumlegur, en guðdómlega bragðgóður réttur, að ég ætla að elda hann eins oft og mér tekst að verða mér úti um þessi skrýtnu hráefni sem þarf til að elda hann,“ segir Bjúgnakrækir að end- ingu. kgk/óþþ/ Ljósm. mm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.